Af hverju elskarðu þig ekki?

Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum …
Maya Angelou sagði að þegar við höfum lært eitthvað eigum við að kenna það áfram. Kærleikur í eigin garð var hluti af því sem hún kenndi. Ljósmynd/skjáskot

Þegar kemur að sjálfsást þá hrökkva margir í baklás og spyrja: Er það í lagi? Verður maður ekki bara óþolandi sjálfmiðaður á að setja sjálfan sig í fyrsta sætið? Þessi grein er viðleitni til að rökstyðja hið andstæða enda er hún í anda Maya Angelou.

Eflaust er marga farið að gruna að okkur á Smartlandi er afar hlýtt til skáldsins og frelsis- hetjunnar Maya Angelou. Hér er haldið áfram í frumskógi tískunnar og velt upp þeirri spurningu: Er ekki kominn tími á að tískuvæða kærleika í garð okkar?

Ástin frelsar

Maya Angleou segir að ef þú elskar eitthvað þá verður þú að frelsa það, því ef þú heldur fast í eitthvað þá er egóið þitt að verki en ekki ástin.

Hún tekur dæmi um hvernig hún hafi frelsað móður sína til að kveðja þennan heim með þökkum á þessa leið: „Mamma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, en nú ætla ég að gefa þér leyfi til að fara á annað tilverustig. Ég vona að þú hafir náð að uppfylla þann tilgang sem líf þitt var skapað fyrir. Þú varst elskuð af mörgum, körlum og jafnvel konum, svo þú hlýtur að hafa verið góður elskuhugi. Þú varst kannski ekki góð móðir ungra barna, en þú varst einstök móðir okkar sem fullorðinna barna.“ 

Með þessu gerði Maya sér grein fyrir að mamma hennar færi þegar hennar tími væri kominn en hún treysti sínum æðri mætti (Guð), fyrir henni. Að hún færi í áframhaldandi verkefni á æðra tilveru stigi.

Sjálfsást sem frelsar

Hvernig get ég elskað sjálfan mig og þannig orðið frjáls? Ef við tökum hugmyndir Maya Angelou um kærleikann og ástina, þá geri ég það með því að setja mig í fyrsta sætið. Ég stunda það á hverjum degi að vera kærleiksrík og vanda orð mín vel. Því orð eru verkfæri og margt af því sem við segjum verður að veruleika. 

Ég bið þess á hverjum degi að ég megi vera frjáls fyrir öllum hugsunum sem gera mig minni en ég á skilið að vera. Að ég sjái mig með kærleiksríkum augum. Ég losa mig við allt dramb og hroka. Því það er ekki frá kærleikanum komið og það sem ég æfi mig í á hverjum einasta degi er að sleppa óttanum sem segir mér að ég eigi ekki skilið meira. 

Með sjálfsást gefum við öðrum

Með því að stillast yfir á tíðni kærleikans þarf maður að taka afstöðu og standa með sér. Maya Angelou sagði að það væri hvað erfiðast. Hún ráðlagði fólki að gera það einungis í litlum skömmtum, þangað til að það verður nógu sterkt til að geta sagt: „Ekki í mínum húsum! Þú skalt ekki voga þér!“

Ef þú snýrð þetta upp á hugmyndina um sjálfsást og þá hugmynd að þú sért mikils virði og þú ætlir að elska þig skilyrðislaust, þá muntu fá góða æfingu í því daglega að standa með þér. Þegar einhver reynir að hafna þér segir þú: „Ekki í mínum húsum, ekki voga þér!“

Maya Angelou leggur áherslu á að allt sem við tileinkum okkur kennum við áfram. Þannig verður verðugt verkefni að verða kennari í kærleika. Eins eru mörg dæmi um að kærleikurinn er sterkasta aflið. Þannig getur þú verið til staðar fyrir aðra sem eru fastir í minnkandi hugmyndum um sig sjálfa.

Að lokum er nauðsynlegt að benda á að þetta stórverk gerum við ekki ein. Það þarf töfra og talsvert mikla æfingu. Finndu þinn æðri mátt. Hvort sem hann er sá sami og máttur Maya Angelou, Jesú Kristur og Guð. Eða góð orka, náttúran, annað kærleiksríkt fólk. Möguleikarnir eru endalausir. Biddu um aðstoð daglega. Þú munt finna hvernig þú verður leiddur/leidd áfram á stað sem er þér áður óþekktur. Stað þar sem einungis kærleikurinn ræður ríkjum.

Gangi þér ávalt sem allra best! Þú ert svo sannarlega þess virði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál