Af hverju einfaldarðu ekki stílinn?

Franskar konur hafa sýnt það og sannað að þær kunna að klæða sig. Fjöldi kvenna víða um heiminn hefur skoðað ofan í kjölinn hvað franskar konur eru að gera sem er rétt. Sama á hvað aldri við erum þá ættum við ekki að vera eftirbátar franskra kvenna.

Þetta er fyrsta af hverju?-spurningin sem við spyrjum til að veita innsýn í hluti sem okkur finnst skipta máli þegar kemur að tísku og útliti.

En hvernig getum við einfaldað stílinn okkar og klætt okkur upp á í anda franskra kvenna?

Franskar konur eru ekki að flækja hlutina. Þær velja sér fatnað eftir efnum, og hika ekki við að klæðast svörtu. Ef þær eru í svörtu frá toppi til táar eru þær berfættar í skónum.

Franskar konur leggja mikla vinnu í að setja saman fatnaðinn sem þær eru í. En það kemur út eins og þær hafi flýtt sér að setja herlegheitin saman og einhvern veginn virkar þetta áherslulítið. Þær nota gæða efni og mikið til sömu litina. Þær eru vanalega með fallegt glansandi hár og leggja jafnmikið í hárið og fatnaðinn.

Franskar konur eru sérfræðingar í að velja förðun við einföldu litina í fataskápnum. Þær vita að ljósbleikur kinnalitur er himneskur með gylltu silkipeysunni. Og þegar þær hafa sett upp gyllta peysu og viðeigandi förðun, þá setja þær hárið upp í tag. Því auðvitað er minna meira í Frakklandi ólíkt mörgum öðrum stöðum.

Allar franskar konur eiga í það minnsta einn rauðan kjól og varalit í stíl. Þær verja löngum tíma í að velja litinn, sem fer fullkomlega við litarhaft þeirra. Þær vita að rauða kjólinn tekur maður upp á sunnudögum, eða þá daga þar sem verulega liggur á að klæða sig upp á og segja: „Þú ert þess virði að ég geri mig til.“ Þegar franska konan er í rauða kjólnum, þá er hún ekki að afsaka sig. Hún veit hvernig á að klæðast rauðu og elskar það.

Þú ert því miður ekki frönsk ef þú átt ekki eina flík í fataskápnum sem minnir á gömlu sjómannsbolina sem Coco Chanel gerði fræga á sínum tíma. Hvort sem hann er blár með ljósum röndum eða ljós með bláum röndum. Fyrir sumarið notarðu slíkan bol úr silki eða bómull, en fyrir veturinn er gott að eiga slíka peysu úr kasmír eða silki.

Allar franskar konur vita að þær verða að líta út eins og þær hafi ekki gert neitt til að hafa sig til. Þær vanalega passa upp á að liturinn á húð þeirra passi fullkomlega við háralitinn sinn. Þær velja síðan blússu í stíl og eyða töluverðum tíma í að gera förðun sem er fullkomin fyrir dagsljósið. Niðurstaðan verður náttúrulegt útlit sem minnir á hreinleika og fegurð.

Franskar konur nota belti yfir kápurnar sínar. Þær halda fast í beltin sín og þau verða fallega notuð með tímanum. Þær eru snillingar í að setja ljósbrúnt með gráu, eða ljósbrúnt með svörtu. Þær eru einnig duglegar að gera það sama yfir dragtajakkana sína, en það er eitthvað svo undursamlegt hvernig þær binda beltin sín. Allar eins, líkt og það hafi verið gert í miklu hasti, en við hinar vitum að svo er ekki. Þetta er vandlega hugsuð tækni sem við getum gert líka.

Franskar konur nota hatta. Þær eiga kannski ekki mikið af þeim, en þær eru duglegar að nota hatta við alls konar tilefni. Þær nota hattana til að ná fram þessu hversdagslega saklausa útliti og auðvitað til að verja andlitið fyrir sól á sumardögum.

Franskar konur kunna að þræða svarta borða í mittið á ljósum kjólum. Þær kunna það ekki bara, heldur eru þær sérfræðingar í að velja sér svarta borða hvar sem þær koma. Silkiborðar, flauelsborðar. Sama hvað þeir heita. Einfalt og fallegt.

Franskar konur eru sérfræðingar í að velja sér gallabuxur. Þær eru annaðhvort í þröngum eða útvíðum stórum gallabuxum. Það er erfitt að segja til með gallabuxurnar, því fáar konur ná að gera þetta eins vel og þær frönsku. Það sem er talið skipta hvað mestu máli hér er að þær frönsku eru duglegar að halda sér í góðu formi. Þær velja háar buxur og nota þær kynslóða á milli. Svo algengt er að móðir gefi dóttur og svo koll af kolli.

Franskar konur kunna að ganga í ljósum fötum og kemur það aðallega til af því frönsk börn eru mikið í ljósum litum. Svo er frönsk kona fer í ljósan kjól þá líður henni vel, hún á heima í slíkum fatnaði og það sést langar leiðir. 

Franskar konur eru með fallegt ljóst hár, eins konar kampavínsljósan. Franskar konur hafa hárið sitt vel til en eru ekki mikið að láta meðhöndla það. Þær nota grunntónana í sínu eigin hári sem eru oft brúnir og lýsa það. Biddu um franskan ljósan lit næst þegar þú ferð í litun og sjáðu hvað gerist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál