Klæddist þremur kjólum í brúðkaupinu

Alexis Ohanian og Serena Williams giftu sig með stæl í …
Alexis Ohanian og Serena Williams giftu sig með stæl í síðustu viku. mbl.is/AFP

Sarah Burton, listrænn stjórnandi Alexander McQueen, sá um að hanna brúðarkjól tennisstjörnunnar Serenu Williams. Williams giftist Reddit-stofnandanum Alexis Ohanian á fimmtudaginn og dugði ekkert minna en þrír kjólar fyrir brúðkaupið og veisluna. 

Sarah Burton er vinsæl á meðal stjarnanna en hún hannaði meðal annars brúðarkjól Katrínar hertogaynju. Brúðarkjóllinn sem hún hannaði fyrir Williams var ævintýralegur, mikill með löngu slöri.

Í viðtali við Vogue segist Williams hafa flogið til London til þess að hitta Burton. Ferðin endaði með því að hún varð ástfangin af teikningu af kjól sem var eins og ekta dansleikjakjóll, andstæðan við það sem hún hafði ímyndað sér. 

Kjóllinn frá Burton var ekki sá eini sem Williams klæddist en hún skipti yfir í léttari kjól frá Versace eftir að búið var að gefa þau saman. Donatella Versace sagði Vogue að það hefði tekið 1.500 klukkustundir að sauma kjólinn. 

Williams skipti yfir í þriðja kjólinn, sem einnig var frá ítalska merkinu þegar brúðhjónin héldu út á dansgólfið. Kjóllinn var styttri en hinir tveir kjólarnir og því auðveldara fyrir Williams að sletta almennilega úr klaufunum á dansgólfinu. 

Katrín hertogaynja klæddist hönnun Söruh Burton þegar hún giftist Vilhjálmi …
Katrín hertogaynja klæddist hönnun Söruh Burton þegar hún giftist Vilhjálmi Bretaprins. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál