Börkur og Hrefna Sif giftu sig í glimmerfötum

Börkur Eiríksson og Hrefna Sif Gunnarsdóttir nýgift á laugardaginn.
Börkur Eiríksson og Hrefna Sif Gunnarsdóttir nýgift á laugardaginn.

Það var gríðarlega mikið stuð á laugardaginn þegar Hrefna Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Controlant og laganemi, og Börkur Eiríksson, myndlistarmaður og einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Mainframe, gengu í hjónaband í Fríkirkjunni í Reykjavík. 

Hrefna og Börkur hafa verið saman í sex ár og eiga saman þrjú börn úr fyrri samböndum. Hrefna á 16 ára gamlan strák og Börkur 17 ára og 11 ára gamlar stelpur. Í fyrra ákvað Hrefna að það væri kominn tími til að innsigla sambandið formlega og fór á skeljarnar á snekkju við Reykjavíkurhöfn. 

Með fjölskyldunni í veislunni. Hrefna skipti í svartan kjól.
Með fjölskyldunni í veislunni. Hrefna skipti í svartan kjól.

Hjónin eru þekkt fyrir að vera listræn og frumleg og endurspeglaðist það á laugardaginn. Þau klæddust ekki hefðbundnum jakkafötum og hvítum kjól eins og flestir gera á brúðkaupsdaginn. Börkur klæddist glitrandi svörtum jakkafötum og Hrefna klæddist bleikum kjól í stíl. Þegar í veisluna var komið skipti hún yfir í svartan partíkjól. Í veislunni skemmtu sér þau meðal annars með fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, systur Hrefnu. 

Systurnar Hrefna Sif Gunnarsdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Systurnar Hrefna Sif Gunnarsdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Hjónabandið innsiglað.
Hjónabandið innsiglað. Ljósmynd/Arnar Valdimarsson
Vinir og fjölskylda fögnuðu hjónunum.
Vinir og fjölskylda fögnuðu hjónunum. Ljósmynd/Aðsend
Hamingjusöm í kirkjunni.
Hamingjusöm í kirkjunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál