Eva Laufey og Haddi gift í sjö ár

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Haraldur Haraldsson hafa verið gift …
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir og Haraldur Haraldsson hafa verið gift í sjö ár. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Haraldur Haraldsson fagna sjö ára brúðkaupsafmæli sínu í dag. 

Eva Laufey, sem er einn vinsælasti sjónvarpskokkur og matgæðingur landsins, birti fallega mynd af brúðkaupsdeginum. 

„Kærustupar í sautján ár og gift í sjö ár í dag 23.júlí. Mjög gott að vera gift Hadda mínum,“ skrifar Eva við myndina. 

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/CvCl-mPNIxG/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran)</a>

Eva ræddi við Smartland fyrir brúðkaupið árið 2016, en þau Haddi létu gefa sig saman í Akraneskirkju.

„Ég og Haddi höf­um þekkst frá því við vor­um lít­il, vor­um sam­an í grunn­skóla og hann var fyrsti kær­asti minn. Það stóð að vísu stutt yfir og hann sagði mér upp í sms-i, ég hef reynd­ar ekki fyr­ir­gefið hon­um það enn. Þegar við vor­um 17 ára byrjuðum við sam­an á ný eft­ir nokk­urra ára hlé og eig­um tíu ára sam­bandsaf­mæli í ár. Okk­ur fannst þess vegna til­valið að gifta okk­ur í ár. Við trú­lofuðumst þess vegna ekki form­lega held­ur tók­um þessa ákvörðun úti á Spáni í júlí í fyrra, á af­mæl­is­degi dótt­ur okk­ur sem fagnaði þá eins árs af­mæli. Hún Ingi­björg Rósa verður tveggja ára þann 6. júlí og við ætl­um að gifta okk­ur 23. júlí. Sá mánuður verður sem sagt mjög gleðileg­ur í ár,“ sagði Eva fyrir brúðkaupið.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál