Embla og mamma hennar eru nánar vinkonur

Mæðgurnar Margrét Kristín Sigurðardóttir, eða Fabúla eins og hún er …
Mæðgurnar Margrét Kristín Sigurðardóttir, eða Fabúla eins og hún er kölluð, og Embla Wigum. Ljósmynd/Aðsend

Embla Wigum, förðunarfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, fékk innblástur frá móður sinni þegar hún gerði sitt nýjasta TikTok-myndskeið. Móðir Emblu er tónlistarkonan og leikkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir eða Fabúla eins og hún er kölluð.  

Embla segist ekki hafa ákveðið að feta í fótspor móður sinnar en sköpunin er alltaf til staðar. 

„Ég hef alltaf haft rosa gaman af listum, æfði á hljóðfæri þegar ég var yngri og lék mikið, en fann mig samt ekki endilega í því svona til lengri tíma. Fjölskyldan mín er mjög listræn en á mismunandi hátt og ég fann mig meira í einhverskonar myndlist og svo seinna förðuninni,“ segir Embla.

„Við höfum alltaf verið rosalega nánar og góðar vinkonur, erum mjög svipaðar á marga vegu en líka ólíkar á sumum stöðum. En það er alltaf mjög gaman hjá okkur og mikið hlegið, eins og í allri fjölskyldunni líka. Við erum með rosa mikinn mæðgna og fjölskyldu einkahúmor sem mér þykir mjög vænt um.“

Skapandi mæðgur.
Skapandi mæðgur. Ljósmynd/Aðsend

Embla segir gaman að fylgjast með móður sinni fá útrás fyrir sköpunarkraftinn en Fabúla frumsýnir tónleikhúsverkið Day 3578 þann 18. maí næstkomandi. 

„Mamma er svo rosalega frumleg og skapandi, mér hefur alltaf fundist svo skemmtilegt að fylgjast með því. Hún er ekki hrædd við að fara út fyrir kassann. Það hefur verið mikill innblástur að fylgjast með henni í gegnum tíðina og sérstaklega í þessu ferli að setja upp þessa sýningu. Hún hefur líka alltaf kvatt mig mikið til að fara mínar eigin leiðir, skapa og fylgja mínu hjarta.“

@emblawigum

Mamma mííín, Fabúla verður með ævintýrilega tónleika 18. maí ✨🥀🎶 miðar á tix.is 🖤

♬ original sound - Embla Wigum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál