Glímdi við reiði, sorg, áföll og vonbrigði

Logi Bergmann heimsækir hina kraftmiklu og mögnuðu Katrínu Tönju Davíðsdóttur í næsta þætti af Með Loga. Þrátt fyrir að það sé jafnan stutt í brosið hjá þessari hraustustu konu heims hefur hún þurft að glíma við erfiða tíma, sorg, reiði, áföll og vonbrigði. 

Í meðfylgjandi myndskeiði segir hún Loga frá tímabili þar sem þunglyndi náði tökum á henni. Það helltist yfir hana í kjölfar andláts ömmu hennar og setti lífið úr skorðum. 

„Það kom meira að segja tímabil þar sem ég hefði alveg getað hætt,“ segir Katrín Tanja og viðurkennir að hafa ekki fundið neina gleði á æfingum sem þó eru bæði líf hennar, yndi og lifibrauð. Hún segir Loga líka frá því hvernig og hvað það var sem reif hana upp og kom henni aftur á rétta sporið.

Með Loga er framleiddur af Skot Productions og kemur í fullri lengd í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudag. Hann er einnig sýndur í opinni dagskrá kl. 20.00 sama dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál