Logi væri til í að vera borgarstjóri

Logi Bergmann var gestur í hlaðvarpinu Hæ hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars. Þar sagði hann frá því að hann hefði verið hvattur fyrir síðustu kosningar að bjóða sig fram til borgarstjóra í Reykjavík.

„Það var svolítið sótt á mig að fara í borgarstjórann núna fyrir síðustu kosningar. Alveg nokkrir. Þú átt að gera þetta. Þú yrðir frábær borgarstjóri.“

Logi segist ekki hafa verið alveg neikvæður á þessa hugmynd. „Ég hugsaði um það í svona hálfan dag. Ég væri alveg til í að vera borgarstjóri,“ sagði Logi.

Það sem sat hins vegar í Loga var umsóknarferlið fyrir starfið, sem er aðeins öðruvísi en í heimi fjölmiðla. „En ég væri ekki til í að fara í kosningabaráttu og svo tapa. Þá endarðu með að sitja í eftirlitsnefnd með einhverjum. En ég væri alveg til í að vera kominn með þetta.“

Þegar Logi var spurður út í hvað hann myndi vilja sjá í borginni kom eitt og annað fram. Meðal annars er hann fylgjandi nýrri borgarlínu. Svo eru hlutir í borginni sem hann vill að séu öðruvísi. „Ég vil hafa meira frelsi. Mér finnst fáránlegt að það sé ekki sundlaug opin allan sólarhringinn – alltaf. Myndum við tapa svo miklu á því? Af hverju erum við þar?“

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál