Gestirnir trylltust á nammibarnum

Leikkonan Kristín Vala Eiríksdóttir tekur að sér veislustjórn.
Leikkonan Kristín Vala Eiríksdóttir tekur að sér veislustjórn. Ljósmynd/Garðar Ólafsson

Það er annað að veislustýra árshátíð en brúðkaupi. Brúðkaup er mjög stór og sérstakur dagur í lífi fólks og því mikilvægt að finna hvar húmor-línan liggur,“ segir Vala Kristín, sem lumar á ýmsum góðum ráðum sem veislustjórar gætu vel tileinkað sér.

„Ég hef aldrei lent í því að stemningin sé slæm og því aldrei þurft að rífa hana upp. Í þeim brúðkaupum sem ég hef veislustýrt er fólk svo rosalega tilbúið að skemmta sér og ég reyni bara að fara með því inn í andann. Tek helst þátt í veislunni ef það er brúðhjónum ekki á móti skapi, sit með gestum til borðs. Þannig heyri ég sögur og sé ef eitthvað skemmtilegt gerist í veislunni sem ég get aðeins gert grín að,“ segir Vala Kristín, sem einnig hefur sterkar skoðanir á því hvað veislustjórar ættu að forðast í lengstu lög.

„Að leyfa of langar ræður og myndskeið. Leyfa fólki að halda ræðu þegar það er orðið of drukkið og að lokum forðast að halda að þeir þurfi að vera aðalnúmerið. Best er að vera bara hress og samgleðjast, halda vel utan um dagskrána, blanda geði og gera smá grín,“ bætir Vala Kristín við, sem einnig lumar á nokkrum skemmtilegum sögum.

„Ég var að veislustýra brúðkaupi einkaþjálfara míns, Konráðs Vals Gíslasonar, sem er einn þekktasti fitnessþjálfari landsins, og Sifjar Sveinsdóttur konu hans. Rúmlega helmingur gestanna voru fyrrverandi, núverandi og verðandi keppendur í fitness. Allir í rosalega góðu formi og vanir að fylgja mjög stífu matarprógrammi. En það voru greinilega allir á því máli að leyfa sér vel í mat og drykk í brúðkaupinu, eðlilega. Og eftir þriggja rétta máltíð var risastórum og veglegum nammibar stillt upp frammi á gangi. Síðla kvölds mættu síðan leynigestir sem voru ekki af verri endanum, Raggi Bjarna og Emmsjé Gauti. Og salurinn var hálftómur því helmingur gestanna var frammi að missa vitið á nammibarnum. Ég stóð eins og bjáni upp á sviði að reyna að veiða alla inn svo þeir myndu ekki þurfa að spila fyrir hálftómum sal. Það gekk hægt og illa. En mér fannst það bara ótrúlega fyndið og gerði óspart grín að því við mikinn fögnuð viðstaddra,“ segir Vala Kristín og bætir við „ég mæli með að brúðhjón taki sér tíma í að kynnast veislustjóranum sínum aðeins fyrir stóra daginn. Ég er alltaf til í að kynnast góðu fólki og er bæði í símaskránni og á Facebook“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál