Gefa út viðvörun vegna tunglstöðu helgarinnar

Ljósmynd/Altinay Dinc

Stjörnuspekingurinn Rosa Smith hefur gefið út viðvörun vegna tunglstöðu og tunglmyrkva helgarinnar sem er framundan. Hún spáir því að tilfinningar muni magnast upp um helgina og skapa ringulreið í lífi fólks.

Smith heldur því fram að orkan sem fylgi afturhvarfi Merkúrs verði mikil og hvetur fólk því til að forðast það að taka stórar ákvarðanir um helgina. 

„Full tungl eru tengd tilfinningum okkar og eru tími þar sem við þurfum að takast á við vandamál úr undirmeðvitund okkar. En tunglmyrkvi, sérstaklega tengdur Sporðdrekanum, bætir í blönduna og leyndar tilfinningar skjóta upp kollinum,“ segir Smith í samtali við Femail.

„Þurfum að vera á varðbergi gagnvart tilfinningum okkar“

„Tunglmyrkvaorka er eins og fullt tungl á sterum og hún magnast upp. Við þurfum að vera á varðbergi gagnvart tilfinningum okkar,“ segir Smith og bætir við að ofan á það séu Merkúr og Plútó líka í afturhvarfi sem auki á tilfinningalegt umrót.

Smith biðlar til fólks að vera viðbúið því að misbrestur komi upp í samskiptum, að misskilningur komi upp í samböndum og að vandamál geri vart við sig tengt tækni þar sem Merkúr sé í afturhvarfi.

Hún segir enn fremur að öll stjörnumerki geti upplifað nokkuð ákafa og krefjandi daga í kringum tunglmyrkvann, en sérstaklega Sporðdrekinn, Nautið, Ljónið og Vatnsberinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál