Nautið: Þú munt hressast

Elsku Nautið mitt,

það er svo dásamleg orka allt í kringum þig, svo mundu að hugsa að anda hamingjunni inn eins djúpt og þú getur og eins þegar þú andar henni út. Gerðu þetta eins oft og þú getur og andaðu henni að þér alveg niður í magastöð.

Þín sterkustu einkenni eru iðni, þor og greind og ef þér finnst þig vanti eitthvað af þeim einkennum, þá er það blekking. Þú færð bestu tækifærin þegar þú hlýðir eðlisávísun þinni og kvikar alls ekki frá settu marki, þrjóski vinur minn og vljastyrkurinn þinn mun koma þér á óvart. Þú ert svo trygglynd og fögur í ástinni, en láttu ekki afbrýðissemi stjórna einu né neinu, því afbrýðissemi er frekja.

Ef þú ert fædd/ur í apríl, þá hefurðu töluna níu sem þýðir að þér verða boðaðar breytingar. Þó þær verði kannski ekki snöggar, þá er þetta líkt því að þú skiptir um ham líkt og fiðrildið fallega sem losnar og flýgur úr púpunni. Ef þú ert fædd í maí, þá hefurðu töluna fimm tvisvar sinnum inn í stöðunni þinni og útkoman þar er ás, eða talan einn. Þetta þýðir nýtt upphaf sem færir þig nær svo yndislegri líðan. Ef þú skoðar vel, þá vilja allir einfaldlega bara að líða vel, og þú ert á því ári þar sem þú finnur og vinnur að vellíðan.

Byrjaðu á því sem þig langar, þá muntu hressast og það sem þú gerir mun blessast. Þú átt eftir að draga að þér fólk með sömu eiginleika og þú og þá gerast ævintýrin. Þú munt njóta velgengni, en til þess að það sé sigur í henni, leyfðu þá öðrum að njóta með þér. Þrennt skaltu hafa í huga á þessum tíma sem er að mæta þér; að hafa eitthvað að starfa, eitthvað að elska og eitthvað til að hlakka til. Að sjálfsögðu er það bara eðli lífsins að ekki allir óska þér góðs gengis, því öfund er undirrót þeirra sem ekkert hafa komist áfram í lífinu. Sú mynd sem þú hefur í huganum þínum mun skapa sterka þrá og það á það svo sterklega til að gerast sem þú sérð fyrir þér, bæði ástinni og lífinu.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál