Nautið: Þú munt sjá lífið í sterkari litum

Elsku Nautið mitt,

þetta er að sjálfsögðu þinn afmælismánuður því þá er orkan þín mest opin fyrir breytingum og krafti til að berjast við það sem þú kærir þig ekki um.

Þú setur allt aflið í vináttu og fólk sem stendur þér næst en segir afdráttarlaust skilið við þá sem hafa verið með leiðindi. Að vera leiðinlegur er eina dauðasyndin og þú hefur ekki tíma í neitt svoleiðis.

Það er mikilvægt þú skiljir að þegar þér líður illa þarftu að fara í bað eða sturtu, því að vatnið hreinsar andann og hefur þannig áhrif á heilann að nýjar hugsanir finna sér jarðveg. Vatnið finnur sér alltaf leið alveg sama hvað gerist og við erum 70% – 80% vatn. Og þótt þú setjist bara við sjó eða vatn færðu hugljómun. Bráðlega verður beljunum hleypt út víðs vegar um landið og þær hlaupa út í frelsið og skemmta sér. Og þetta er akkúrat mánuðurinn sem þú átt að skemmta þér sem mest og af öllu afli. Því að þegar er gaman er hamingja; hamingjan og gaman búa nefnilega saman.

Þegar þú þarft að storma yfir eða að vera í einhverju sem gerir þig leiða, skaltu senda þá hugsun á undan þér að þú ætlir að hafa gaman. Eitthvað mun gerast og þú átt eftir að sjá svo margt í svo miklu sterkari litum en þú hefur áður gert. Þú þarft bara að athuga að lífið getur breyst á nokkrum mínútum og sérstaklega í þessari háu tíðni sem þú verður í, þennan blessaða mánuð.

Í kringum þann 11. maí birtast þér tákn, skilaboð eða eitthvað sem þú finnur á þér og þú þarft að setja fullan kraft í að framkvæma allt sem kemur til þín á þessum tíma, því þessi tími er þér svo mikið hliðhollur. Þú sérð það kemur til þín fólk og hjálpar þér með ótrúlegustu hluti, þannig kraftur er að margfaldast og karmað verður dásamlegt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál