Grunar að 17 ára dóttir sé með ADHD

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur hjá sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá móður sem telur að dóttir hennar geti hugsanlega verið með ADHD. 

Kæra Tinna. 

Mig hefur lengi grunað að dóttir mín, sem er 17 ára gömul, sé með ADHD. Það kom að henni sálfræðingur í grunnskóla en einkenni ADHD voru ekki það mikil í skólaumhverfinu svo ekki var farið með málið lengra. En hún hefur alltaf sýnt fyrirmyndar hegðun í skólanum og í raun farið lítið fyrir henni svo kennarar hennar hafa aldrei haft verulegar áhyggjur af henni. En upplifun okkar foreldra hennar eru allt aðrar.

Kveðja, 

Mamman 

Íslensk móðir leitar ráða því hana grunar að 17 ára …
Íslensk móðir leitar ráða því hana grunar að 17 ára dóttir hennar sé með ADHD. Ljósmynd/Unsplash

Sæl. 

Takk fyrir þessa mikilvægu spurningu og hef ég upplifað í minni vinnu að þetta sé frekar algengt að stúlkur greinist seint og jafnvel ekki fyrr en þær hefja nám í framhaldsskóla. En rannsóknir hafa sýnt að stúlkur greinast gjarnan mun seinna en strákar og mikilvægt er að allir sem vinna með börnum á einn eða annan hátt séu vakandi fyrir því. Því ógreint ADHD hjá stúlkum getur haft neikvæð áhrif á skólagöngu þeirra, t.d. upp geta komið erfiðleikar í félagslegum samskiptum og þær farið að þróa með sér lágt sjálfsmat. Stúlkum með ADHD hefur oft verið skipt í fjórar ólíkar gerðir, en það er ofvirka/hvatvísa gerðin, blandaða gerðin, ofureinbeitta gerðin og hljóðláta gerðin.

Þín lýsing á dóttur þinni passar á einn eða annan hátt við hljóðlátu gerðina, þessi hópur er oft í hættu á að ADHD einkenni þeirra uppgötvist yfir höfuð alls ekki eða uppgötvist seint. Þær stúlkur sem eru með ADHD einkenni af þessari gerð ná oft ekki athygli kennarans, það fer lítið fyrir þeim í kennslustofunni en líta þær gjarnan út fyrir að vera að fylgjast með (verið óvirkar). Eiga gjarnan oft í erfiðleikum með að koma sér að verki og einnig eiga þær oft í erfiðleikum með hópavinnu, þar getur komið fram kvíði hjá þeim og þær haft áhyggjur af því að segja eitthvað sem ekki er við hæfi eða jafnvel gera eitthvað rangt. Virka frekar feimnar og tjá sig ekki mikið í kennslustund. Það sem einkennir oft þennan hóp af stelpum er skortur á sjálfstrausti, geta oftar en ekki gripið í svör eins og „ég veit það ekki“ eða „ég er búin að gleyma því“ við spurningum sem þær fá í skólaumhverfinu. Þá ber einnig oft á óskipulagi hjá þeim og gleymsku. Ógreind ADHD hjá þessum hópi stúlkna getur leitt af sér streitu, kvíða og jafnvel þunglyndi. Hafa ber einnig í huga að rannsóknir hafa sýnt að 50-70% stúlkna með ADHD séu án greiningar og þær sem greinast, fá greininguna gjarnan um það bil 5 árum síðar en strákar.

Ég myndi hvetja ykkur til þess að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðings á stofu láta athuga með ADHD einkenni hjá henni. Einnig er hægt að leita á SÓL sálfræðistofu og læknisþjónustu. Einnig mæli ég með því að þú kynnir þér betur ADHD einkenni stúlkna með því að fara inn á vef ADHD samtakanna þar er að finna ýmsan fróðleik varðandi birtingarmyndir ADHD einkenna hjá stúlkum.

Gangi ykkur sem allra best!

Kveðja, Tinna Rut Torfadóttir 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál