Magnús Geir og Ingibjörg Ösp fagna ullarbrúðkaupi

Brosið hefur ekki farið af hjónunum síðastliðin sjö árin.
Brosið hefur ekki farið af hjónunum síðastliðin sjö árin. Samsett mynd

Magnús Geir þjóðleikhússtjóri og eiginkona hans, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fögnuðu í gærdag sjö ára brúðkaupsafmæli sínu, svokölluðu ullarbrúðkaupi. 

Hjónin kynntust á Akureyri þegar Ingibjörg Ösp starfaði í Hofi en Magnús Geir hjá Leikfélagi Akureyrar. Í dag eru hjónin búsett í Reykjavík og eiga samtals fimm börn.

Magnús Geir birti færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins. „Sjö ár frá dásamlegum degi. Mín mesta lukka er lífið með elsku Ingu minni. Dagurinn í dag var líka frábær - eins og allir hinir. All you need is love!” skrifaði menningarvitinn, ástfanginn upp fyrir haus.

Fjölskyldan hefur yfir mörgu að gleðjast um þessar mundir, en elsta dóttir Ingibjargar Aspar, Arna Ýr Karelsdóttir læknanemi, giftist Ögmundi Ísaki við fallega athöfn fyrr í þessum mánuði og greinilegt að ástin er allsráðandi.

Ögmundur Ísak og Arna Ýr á brúðkaupsdaginn.
Ögmundur Ísak og Arna Ýr á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

 Smartland óskar báðum pörum innilega til hamingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál