Hélt fram hjá með vinkonu kærustunnar

Kærastan er ekki tilbúin að fyrirgefa manninum framhjáhaldið.
Kærastan er ekki tilbúin að fyrirgefa manninum framhjáhaldið. mbl.is/thinkstockphotos

Ungur maður sem sér eftir því að hafa haldið fram hjá kærustu sinni leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég stundaði kynlíf með annarri stelpu þegar kærastan mín fór yfir helgi í gæsaferð. Það voru stærstu mistök lífs mín og ég óska þess að ég gæti spólað til baka. 

Ég er 24 ára og kærastan mín er 23 ára. Við erum búin að vera saman í næstum því heilt ár. Hún fór í gæsapartýið til Dyflinnar. Ég hitti nokkra vini mína í bænum sömu helgi og rakst á konu sem er vinkona kærustu minnar, hún er 22 ára. 

Hún var opin og ég endaði með því að tala við hana og drekka með henni það sem eftir lifði kvölds. Ég fylgdi henni heim og hún bauð mér inn í einn drykk. Ég vissi að ég hefði átt að neita strax en ég sá ekkert slæmt við það að fara inn. 

Hún hallaði sér að mér og kyssti mig um leið og við komum inn. Eitt leiddi af öðru og við enduðum á því að stunda kynlíf. Ég fór heim eftir það og sá strax eftir því sem ég hafði gert. 

Kærastan mín komst að því nokkrum dögum seinna að ég hafði haldið fram hjá. Stelpan sem ég svaf hjá sagði henni frá því af því henni leið illa yfir því og sýndi henni sönnunargögn. 

Ég gat ekki neitað því, kærastan mín varð reið og henti mér út þannig að ég þurfti að flytja inn á pabba minn. Ég er búinn að reyna að byrja aftur með henni en hún vill ekki reyna aftur. Ég hef grátbeðið hana og gert allt sem í mínu valdi stendur til þess að sýna henni að ég elski hana og ég er breyttur maður, sem ég er. 

Ég vil bara fá tækifærið til þess að sýna henni það. Ég hef áhyggjur af því að hún eigi eftir að finna einhvern annan af því hún er að vingast við aðra menn á Facebook. Vikuna eftir að við hættum saman kyssti hún mann á skemmtistað. Ég vil ekki að hún finni einhvern annan. Ég er týndur án hennar og hún er ást lífs míns, ég þarf á henni að halda. 

Deidre spyr hvort að hann hafi haldið að hún myndi bara yppa öxlum og fyrirgefa honum. 

Hún er sár og reið yfir því að þið svikuð hana bæði. Þú eyðilagðir traust hennar. Það var engin afsökun fyrir því sem þú gerðir en það eru ekki margir sem hafa aldrei gert neitt í hita leiksins sem þeir sjá síðan eftir, sérstaklega eftir of marga drykki. 

Þú gætir prófað að biðja hana fyrirgefningar með því að skrifa henni bréf. Ef þetta var í alvörunni bara ein mistök, segðu henni þá að þú hafir misstigið þig og þú viljir koma sambandinu aftur í gott stand. 

Ég vona að hún hlusti en ef hún heldur áfram að neita þér og er ósveigjanleg þá er þetta búið. Þá verður þú að samþykkja það sem hún segir. Það þarf tvo til þess að vera í sambandi, þú getur ekki gert þetta einn þíns liðs. Lærðu af því sem þú gerðir og haltu áfram. 

Maðurinn sá eftir kynlífinu.
Maðurinn sá eftir kynlífinu. mbl.is//thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál