Vinsælustu strákum landsins fagnað

Mikil stemming var í Sambíóunum í Egilshöll þegar ClubDub The …
Mikil stemming var í Sambíóunum í Egilshöll þegar ClubDub The Movie var frumsýnd. ljósmynd/Mummu Lú

ClubDub The Movie var frumsýnd í Sambíóunum Egilshöll á laugardaginn. Troðfullur salur skemmti sér konunglega yfir heimildamyndinni um strákana í raftónlistardúettnum ClubDub. Myndin er aðgengileg í Sjónvarp Símans appinu og Premium í dag.

ClubDub The Movie segir sögu félaganna Arons Kristins Jónassonar og Brynjars Barkarsonar sem slógu rækilega í gegn síðastliðið sumar sem raftónlistartvíeykið ClubDub með smellum á borð við Clubbed Up, Drykk 3x og Eina sem ég vil. Eftir umfangsmikið sumar, sem einkenndist af skyndilegri frægð og tónleikum út um allt land, voru drengirnir bókaðir á nánast hvert einasta busaball landsins.

Aron og Brynjar sýna á sér áður óséðar hliðar er þeir rekja báðir ævisögu sína í gegnum myndina. Sýnt er frá daglegu lífi Arons og Brynjars haustið 2018, þar sem þeir spiluðu á níu busaböllum út um allt land, annar lagðist undir skurðhníf, hinn litaði á sér hárið í hverri viku en báðir skemmtu sér konunglega.




ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
ljósmynd/Mummu Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál