Vigdís Finnbogadóttir mætti í Hafnarhúsið

Vigdís Finnbogadóttir mætti á sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Með …
Vigdís Finnbogadóttir mætti á sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Með henni á myndinni er Lín Wei, fiðluleikari í Sinfoníuhljómsveit Íslands. mbl/Arnþór Birkisson

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mætti á tískusýningu „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ á föstudag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Auk hennar voru fjölmargir gestir sem tilheyra tísku- og hönnunargreininni hér á landi. Sýningin sem er alþjóðleg sýningarröð með fatahönnuðum frá Hong Kong, Kína, Panama, Tansaníu og Íslandi er hugarefni Annie Wu. Wu, sem tilnefnd var sem ein af tíu áhrifamestu konum Kína árið 2002, stóð fyrir tískusýningunni í Hafnarhúsinu á föstudag. Mark­miðið með sýn­ing­unni er að beina sjón­um að ung­um og upp­renn­andi fata­hönnuðum.

Formleg opnun sýningarinnar „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ var …
Formleg opnun sýningarinnar „In­ternati­onal Young Fashi­on Designers Showca­se Tour“ var á föstudag. Hér má sjá m.a. Lín Wei, Kristínu Aðalbjörgu Árnadóttur, Vigdís Finnbogadóttir, Annie Wu og Steinunni Siguarðar fatahönnuð. mbl/Arnþór Birkisson

Al­menn­ing­ur gat skoðað sýninguna í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu á laugardag. Sýningin var formlega opnuð á föstudag fyrir boðsgesti. Þeir sem sýndu hönnun sína voru: Hildur Yeoman, Veronice Angel, Jarel Zhang Sing, Chin Lo, Janne, Kanoe, Kenny Li, Kemi Kalikawe, Mary Yu, Mountain Yam,Tony Vergara og QIQI.

mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson
mbl/Arnþór Birkisson

Smartland birti viðtal við Annie Wu á föstudag. 

Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína og núverandi sendiherra jafnréttismála á vegum utanríkisráðuneytisins, segist heilluð af sýningunni á föstudag. „Ég held og vona að þessi vettvangur sem Annie Wu er að leggja drög að muni fela í sér aukin tækifæri fyrir íslenska hönnuði á erlendri grundu.“ 

Kristín kynntist Annie Wu þegar hún var sendiherra í Kína á sínum tíma. Þetta verkefni er eitt af þeim verkefnum sem utanríkisráðuneytið kemur að. Staða Kristínar í ráðuneytinu er ný. „Ríkisstjórnin setur jafnréttismál í forgrunn. Við viljum hvetja til framfara bæði hér á landi og erlendis. Auka skilning á sjónarmiðum okkar, mikilvægi jafnréttis fyrir þróun samfélaga, hagsæld og hamingju. 

Steinunn Sigurðardóttir hélt ræðu við opnun sýningarinnar. Hún blés ungum hönnuðum von í brjóst. Steinunn er með víðtæka reynslu á sviði tísku og hönnunar. Er með sitt eigið merki, en hefur einnig reynslu af því að starfa fyrir Ralph Lauren og Calvin Klein svo eitthvað sér nefnt. 

Áslaug Snorradóttir sá um veitingar fyrir sýninguna sem voru fallegar og framandi. 

Margir voru á tískusýningunni í Hafnarhúsinu.
Margir voru á tískusýningunni í Hafnarhúsinu. mbl/Arnþór Birkisson
Gestir gæddu sér að dýrindis mat sem var gerður af …
Gestir gæddu sér að dýrindis mat sem var gerður af Áslaugu Snorradóttur. Hún er á myndinni í bláum fatnaði. mbl/Arnþór Birkisson
Flottir gestir í Hafnarhúsinu á föstudag.
Flottir gestir í Hafnarhúsinu á föstudag. mbl/Arnþór Birkisson
Gestir í Hafnarhúsinu á föstudag.
Gestir í Hafnarhúsinu á föstudag. mbl/Arnþór Birkisson
Fjölmennt og góðmennt í Hafnarhúsinu. Fyrir miðja myndina standa þau …
Fjölmennt og góðmennt í Hafnarhúsinu. Fyrir miðja myndina standa þau Kristín, Annie Wu og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. mbl/Arnþór Birkisson
Prúðbúnir gestir Hafnarhúsins.
Prúðbúnir gestir Hafnarhúsins. mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál