c

Pistlar:

6. janúar 2019 kl. 17:34

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Heilsuráð 2019

  • Settu þér markmið - það hjálpar að halda þér á beinu brautinni.

  • Prófaðu eitthvað nýtt - hvernig væri að stíga út fyrir þægindarrammann og prófa eitthvað nýtt á þessu ári!

  • Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda, annars gefst maður upp.

  • Finndu þér æfingafélaga eða hóp - það er svo hvetjandi og skemmtilegt að æfa með öðrum.

  • Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.

  • Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.

  • Njóttu þess að vera til - lífið er núna!

Ef þig langar að eignast fría "Buttlift" æfingu smelltu þá HÉR

39CE1FD6-D678-4917-816D-81736AF0F9A1

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira