Þóra Hrund býr í Hollywood-hæðum Kópavogs með klikkuðu útsýni

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í einstakri íbúð í Kópavogi. Íbúðin er á efsta punkti bæjarfélagsins með útsýni án hliðstæðu.

Hún segir að það hafi verið töluverð kúnst að koma húsinu rétt fyrir á lóðinni svo íbúðirnar í húsinu myndu allar njóta sama útsýnis. Hún, maður hennar og tengdafjölskylda byggðu húsið á sínum tíma.

Stíllinn á heimili Þóru Hrundar er klassískur og vandaður. Í stofunni eru til dæmis svartir leðurstólar sem hægt er að snúa. Þeir voru sérvaldir inn í íbúðina til þess að hægt væri að njóta útsýnisins á sem bestan hátt. 

Þóra Hrund er ein mesta skipulagsdrottning landsins en hún hefur ásamt Erlu Björnsdóttur sálfræðingi hannað og framleitt Munum dagbækurnar sem notið hafa mikilla vinsælda hjá fólki sem þráir að koma meiru í verk í eigin tilveru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál