Birgitta Líf mælir ekki með að fólk fari í átak

Birgitta Líf Björnsdóttir eigandi Bankastræti Club og markaðsstjóri World Class.
Birgitta Líf Björnsdóttir eigandi Bankastræti Club og markaðsstjóri World Class.

Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi skemmtistaðarins Bankastræti og markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og Lauga Spa, mælir með því að skipuleggja sig vel og byggja sig smám saman upp í líkamsræktinni frekar en að fara í óraunhæft heilsuátak. Hún deilir heilsuráðum í Heilsublaði Nettó: 

„Best er að skipuleggja æfingar sem passa inn í rútínuna með vinnu og/eða skóla og plana matarinnkaupin í takt við æfingaálag og rútínuna.“

Birgitta segir svokallað „átak“ ekki vænlegt til varanlegs árangurs.

„Að mínu mati er aldrei gott að ætla í átak heldur eiga æfingar og fjölbreytt og hollt mataræði að vera hluti af daglegri rútínu. Ef maður vill auka æfingaálagið eða borða hollar er gott að gera það smám saman, skipta út vatni fyrir gos, ávöxtum fyrir ís, einni fleiri æfingu þessa viku heldur en síðustu, aðeins þyngri lóð í dag en í gær og svo framvegis. Þetta helst síðan allt í hendur því með auknum æfingum þurfum við betri orku og sækjumst frekar í hollari matvæli sem láta okkur líða vel.“

Hún leggur til að skipuleggja matarinnkaupin.

„Það þarf að huga að því að kaupa fjölbreytta fæðu. Sjálf reyni ég til dæmis að fókusa á próteinríkari mat þar sem ég á það til að sækja meira í kolvetni. Það er síðan gott að ákveða nokkurn veginn fyrirfram hvað á að elda í vikunni og eiga alltaf eitthvað hollt og gott til að grípa í úr ísskápnum. Svo er það auðvitað þumalputtaregla að fara ekki svangur út í búð.“

Varðandi vítamín og fæðubótarefni mælir Birgitta með C og D-vítamíni á haustin þegar kvefpestir ganga og dagsbirtan dvín. Henni finnst haustin vera heillandi árstími.

„Allt verður svo kósí aftur, það byrjar að dimma og maður kveikir meira á kertum á kvöldin. Það sem ég elska líka við haustin er að allt fer aftur í sinn „vanagang“ en ég fúnkera betur í meiri rútínu. Ég á afmæli í október svo það er minn uppáhaldsmánuður en ég hef alltaf verið mikið afmælisbarn og virðist ekkert vera að vaxa upp úr því.“

Birgitta heldur mikið upp á súpur og sérstaklega matarmiklar súpur á haustin. „Ég elska góðar súpur og þessi mexíkóska kjúklingasúpa hefur lengi verið í uppáhaldi.“

Mexíkósk kjúklingasúpa 

2–3 kjúklingabringur

3–5 laukar

2–3 hvítlauksrif

1 rauður chili-pipar (ég set smá af fræjunum með því ég vil hafa súpuna extra sterka)

1 flaska Granini tómatsafi

5 dl kjúklingasoð

5 dl kjötsoð

1 tsk. kóríanderduft (eða cummin)

2 tsk. Worchestershire sósa

1 tsk. chili-duft

1 tsk. cayenne-piparduft

2 dósir niðursoðnir tómatar (maukið í matvinnsluvél)

Skerið kjúklinginn í bita og snöggsteikið á pönnu. Saxið lauk, hvítlauk og chili-pipar og svissið á pönnu. Setjið allt í pott og látið sjóða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Það er gott að elda súpuna daginn áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál