Heldur heilsunni í toppstandi til að ná sem lengst

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir byrjaði að stunda golf aðeins 10 ára gömul. Hún leggur mikið upp úr heildrænu heilbrigði og segir drauminn vera að komast inn á LPGA. Hún deildi heilsuráðum sínum í Heilsublaði Nettó: 

Hvaða hlutverki gegna bætiefni í lífi þínu sem atvinnuíþróttamaður? 

„Það skiptir mig miklu máli að halda líkama og heilsu í toppstandi til að ná sem mestum árangri.“

Hvernig lítur æfingarútínan út hjá atvinnumanni í golfi?

„Hún er margbreytileg. Ég hef tök á því að ráða æfingatíma mínum sjálf þar sem þetta er einstaklingsíþrótt og get sett skipulagið mitt upp eins og mér hentar með hjálp frá þjálfurum mínum. Rútínan sjálf veltur á hvar ég er stödd á tímabilinu. Á keppnistímabilinu spila ég mikið til að halda mér í keppnisformi. En á öðrum tímum stunda ég meiri tæknilegar æfingar og legg mikla áherslu á líkamsrækt.“

Hvað um mataræðið, hvað skiptir þig mestu máli þar?

„Mataræðið skiptir mig mjög miklu máli. Ég borða hollan og næringarríkan mat sem lætur mér líða vel.“

Hvaða vítamín tekur þú dagsdaglega?

„Ég tek alltaf D-3 vítamín, B-12 vítamín og Magnesium/Calsium.“

Hvenær og hvernig hófst golfferillinn?

„Öll fjölskyldan mín er í golfi þannig golf hefur verið í kringum mig síðan ég fæddist. En ég byrjaði sjálf að æfa þegar ég var um 10 ára.“

Langaði þig alltaf að verða golfari?

„Nei, í rauninni ekki þegar ég var lítil. En þegar ég byrjaði að keppa við 13 ára aldur þá kviknaði draumurinn um að verða atvinnumaður í golfi.“

Hver eru næstu markmið þín í íþróttinni?

„Að vinna LET mót og vinna mér inn keppnisrétt á risamóti.“

Hver er draumurinn á ferlinum?

„Draumurinn er að komast inn á LPGA og spila þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál