Ánetjaðist sykri 3-4 ára gömul

Þorbjörg Hafsteinsdóttir var gestur í Þvottahúsinu.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir var gestur í Þvottahúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, nær­ingaþerap­isti, heilsu­frömuður, lífs­ráðgjafi og rit­höf­und­ur, hefur farið sínar eigin leiðir til að fínstilla líkamann með réttri fæðu og hreyfingu. Þorbjörg segist hafa ánetjast sykri þegar hún var aðeins 3 eða 4 ára gömul og verið háð honum fyrsta hluta lífs síns. Þorbjörg var gestur bræðranna Gunnars og Davíðs í hlaðvarpinu Þvottahúsið. 

Þorbjörg er metsöluhöfundur bóka sem fjalla um hvernig manneskjan getur hámarkað getu sína, lengt lífið og aukið á lífsgæðin með sára einföldum leiðbeiningum. Leiðbeiningum sem einmitt við getum byrjað að fara eftir bara ef við setjumst niður í augnablik og hlustum, hlustum á allar raddir líkamans.

Þorbjörg fór yfir sögu sína sem barn og unglingur og lýsir áföllum sínum og afleiðingunum sem þeim fylgdi. Sykurfíknina tókst hún á við um leið og vinir hennar gáfu henni ráð og leiðsögn úr fjötrum sykurs og kolvetna. 

„Á þessum árum var ég að þroskast en ég var ótrúlega mikill sykurfíkill, ég held ég hafi ánetjast sykri þegar ég var 3-4 ára eða eitthvað, þetta var rugl. Ég er náttúrulega fullorðið barn alkahólista og ég segi náttúrulega því ég sé þar bara beina línu í sambandi við sykurfíknina“, segir Þorbjörg.

„Ég erfi þarna einhverja fíkn sem leiðir í sykurinn en ekki áfengið og var ég var alveg forfölluð. Ég var svolítið rugluð í hausnum, átti mjög erfitt með að taka góðar ákvarðanir fyrir sjálfan mig, var hreinlega í stöðugri sykurvímu og þurfti mitt dass en þegar ég kom til Danmerkur og var í þessu lífi sem ég var í þar kynntist ég mikið af góðu fólki og þar var einhver sem að pikkaði í mig og fannst þetta óeðlilegt, bara ofát, sykur, nammi, nammi, brauð, nammi.“

Þorbjörg fór inn á sína áratuga löngu reynslu hvað varðar hinar ólíku matvælastefnur. Hún hefur prófað flesta kúra síðustu 30 árin og er sem ótæmandi brunnur af upplýsingum í þeim efnum. Meðal annars fer hún inn á kosti og galla grænmetisfæðis, keto og carnivore. Þorbjörg sem myndi líklega skilgreinast eða flokkast sem ketoflex í dag, hún dásamar kjöt fæðu í þessu viðtali og meira að segja fullyrðir að hún hafi hitt fáar manneskju sjálfskilgreindar sem vegan í almennilegu líkamlegu jafnvægi. „Ég þekki fáa sem sem líður eitthvað ógeðslega vel á vegan, ó mæ god nú sagði ég það“, segir Þorbjörg.

Þegar Gunnar spyr hana hvernig þessum vegönum líði illa svarar hún. „Þau eru þreytt, þau eru ekki í fullri orku, þau eru með vöðvarýrnun, þeim vantar eitthvað sem alveg klárlega eðlilegt þú getur ekkert fengið allt sem þig vantar úr plöntufæði.“

Þorbjörg lýsti því hvernig hún náði að breyta líðan barna og unglinga með ofvirkni og athyglisbrests greiningu með breyttri fæðu.

„Ég tók út allan sykur, allt glúten, glúten er hveiti, spelt, rúgur, hafrar og allar mjólkurvörur. Setti inn meira grænmeti, meiri fisk. Ástæðan fyrir að ég tók út allar mjólkurvörur er að rannsóknir sýna að börn með greind ADHD vantar ensím eða hvata, dip4 er það kallað, sem er í smáþörmunum. Þetta ensím á að brjóta niður glútenið og kasenið, kasenið er mjólkurpróteinið úr mjólkurvörum, ensímið á að brjóta það alveg niður þannig að mjólkurpróteinið verði að amínósýrum og amínósýrur eru svo byggingarefni líkamans. En ef þessi ensím vantar þá verða bara peptíð, þessi peptíð hafa áhrif á heilan eins og það væri um morfín að ræða”, segir Þorbjörg í lýsingum sínum á þeim sterku tengslum milli fæðu og meðhöndlun á sjúkdómum sem ADHD.

Þorbjörg leggur mikla áherslu í sínum boðskap að við sem manneskjur, sjúklingar, öxlum ábyrgð og kynnum okkur innihaldslýsingu greininga sem og aðferðir ráðlagðar meðferðar sem þá oftast eru í formi lyfjagjafar. Hún talar um mikilvægi þess að leita sér upplýsinga hvað varðar breytur innan eigin matarvenja og lífstíls í stað blindri trú á alls ekki óskeikul vestræn læknavísindi.

„Aftur komum við að því að það er svo margt sem við getum gert sjálf af því að við erum með svörin hérna inni, við þurfum að leita og prófa, ekki bara prófa til að prófa heldur að finna einhvern tilgang, einhvern tilgang,“ segir Þorbjörg.

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál