Uppgötvaði töfra jóga á meðgöngu

Heiðbrá Björnsdóttir er jógakennari hjá Áróra Yoga.
Heiðbrá Björnsdóttir er jógakennari hjá Áróra Yoga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heiðbrá Björnsdóttir er jógakennari í Áróra Yoga í Sporthúsinu. Áróra Yoga er einstakt sinnar tegundar en í salnum eru svokölluð Human Centric Lighting, HCL, sem hjálpa við að stilla eðlislæga líkamsklukku okkar. 

Heiðbrá byrjaði að stunda jóga fyrir 10 árum síðan þegar hún var ólétt af yngri stráknum sínum. „Ég var að leita mér að líkamsrækt meðan á meðgöngu stóð og uppgötvaði þá töfra jóga og fann strax hvað það gerði mér gott bæði líkamlega og andlega. Fljótlega eftir það kynntist ég heitu jóga og féll þar algjörlega fyrir þessari dásamlegu iðkun,“ segir Heiðbrá.

Heiðbrá kynntist töfrum jóga á meðgöngu.
Heiðbrá kynntist töfrum jóga á meðgöngu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hún lærði jóga hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin og segir það vera eina bestu ákvörðun lífs síns. „Fljótlega eftir að ég byrjaði að stunda jóga fann ég fyrir köllun að kenna öðrum. Mér leið eins og allir þyrftu bæði að vita og finna hvað jóga gerir manni gott. Ég var varla byrjuð í náminu þegar ég setti upp mitt fyrsta námskeið og hef ekki unnið við annað en jóga og þjálfun síðan,“ segir Heiðbrá.

Hún leiðir nú jóga-tíma í Sporthúsinu sem byggja á hugmyndafræði HCL og er Áróra Yoga það fyrsta sinnar tegundar. „Hitakerfið okkar samanstendur af infrarauðum hitapallettum sem hanga í lofti salarins og hafa þann eiginleika að hita líkama okkar beint frekar en loftið í kringum okkur sem gerir iðkun á heitu jóga mun þægilegri og léttari,“ segir Heiðbrá. 

Kvöldtímarnir eru hugsaðir sem þægileg leið til þess að ná …
Kvöldtímarnir eru hugsaðir sem þægileg leið til þess að ná sér niður á kvöldin. mbl.is/Kristinn Magnússon

En hvaða tilgangi þjónar HCL-lýsingin og af hverju þurfum við að stilla eðlislæga líkamsklukku okkar?

„Við notum HCL-ljós til að hjálpa við að stilla eðlislæga líkamsklukku okkar sem getur oft farið úr skorðum, bæði í skammdeginu á veturna sem og í miðnætursólinni á sumrin. HCL-ljósakerfið veitir þér réttu birtuna hverju sinni sem líkaminn þarfnast til að draga úr myndun svefnhormónsins melatóníns að morgni og ýta undir myndun þess að kvöldi og hjálpa þannig við að stilla eðlislægu líkamsklukku okkar.

Áróra yoga býður upp á þrenns konar tíma, sólarupprásartíma á morgnana, sólseturstíma á kvöldin og einnig Flow-tíma þar sem miðað er að því að byggja upp styrk og þol. 

Morguntímarnir eru fyrir morgunhana sem vilja vakna við rólega stemningu við sólarupprás. Heiðbrá segir þessa tíma vera sérstaklega góða í skammdeginu og veita manni réttu birtuna sem líkaminn þarfnast fyrst á morgnana. 

Kvöldtímarnir eru svo hugsaðir til þess að hjálpa fólki að ná sér þægilega niður á daginn og spilar þar ljósakerfið lykilhlutverk. Það skapar rólegt sólsetur sem róar hugann og líkamann á mjúkan og náttúrulegan hátt. Kvöldtímarnir eru frábærir allan ársins hring að sögn Heiðbrár en einna bestir yfir hásumarið þegar sólin sest ekki. 

Heiðbrá hefur kennt jóga lengi.
Heiðbrá hefur kennt jóga lengi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál