Þrjár magaæfingar fyrir sófakartöflur

Það er hægt að nýta tímann fyrir framan sjónvarpið.
Það er hægt að nýta tímann fyrir framan sjónvarpið. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki fyrir alla að mæta í ræktina eftir vinnu eða fara út að hlaupa þegar börnin eru sofnuð. Sumir vilja bara liggja fyrir framan Netflix en það er hægt að nýta tímann og gera magaæfingar á meðan. 

Planki - hné í olnboga

Plankinn er góð æfing sem reynir á marga vöðvahópa. Um að gera að færa hné í átt að olnboga og halda í tvær sekúndur og fara svo aftur í upphafstöðu. Það er gott að gera þessa æfingu tíu sinnum í þrjú skipti. 

Liggja á bakinu og draga magavöðvana saman

Þessi æfing er mikilvæg og nýtist þegar flóknari magaæfingar eru gerðar en hún er einnig góð fyrir sófakartöflur. Hér er mikilvægt að liggja á bakinu með hnén bogin. Dragðu síðan naflann að hryggnum þannig að magavöðvarnir spennist og lítið sem ekkert pláss sé á milli gólfs og mjóbaksins. Haltu stöðunni í 30 sekúndur fjórum sinnum. 

Hnélyfta

Liggðu á bakinu með fæturna bogna og iljar í gólfi. Lyftu síðan fórunum upp í loft en ekki rétta úr fótunum heldur haltu þeim í 90 gráðum. Gott er að endurtaka tíu sinnum. 



Fólk fær ekki magavöðva við það að horfa á sjónvarpið …
Fólk fær ekki magavöðva við það að horfa á sjónvarpið þó svo það sé að horfa á grínmynd. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál