Þú stjórnar peningunum þínum

sparnaður, peningar, peningamál, banki, baukur, spara, eyðsla, seðlar,
sparnaður, peningar, peningamál, banki, baukur, spara, eyðsla, seðlar, Getty images

Bandaríski fjármálaráðgjafinn Dave Ramsey ráðleggur fólki að eyða aldrei pening sem það á ekki og einnig að fá aldrei lánaðan pening, nema það sé fyrir húsnæði. Ramsey er einn vinsælasti fjármálaráðgjafi Bandaríkjanna.

Ramsey hefur gefið út lista yfir sjö skref sem fólk þarf að taka til að öðlast fjárhagslegt frelsi. 

Samkvæmt honum skiptir ekki máli hversu mikil innkoman þín er heldur hvernig hugarfar þitt og hegðun er gagnvart peningum. Þú átt að ákveða hvert hver einasta króna fer áður en hún kemur inn á reikninginn þinn. Ef það er búið að ákveða fyrir fram hvert peningarnir eru að fara þá „týnir“ þú þeim ekki. 

Þessi sjö skref fá þig til að öðlast fjárhagslegt frelsi en þú verður að fylgja þeim í þessari röð og klára eitt áður en þú ferð í næsta skref. 

Skrefin sjö samkvæmt Dave Ramsey 

1. Búa til 100.000 króna neyðarsjóð. 

Ef eitthvað kemur upp á þá áttu smá pening til að bjarga því án þess að þurfa að nota kredit kort eða yfirdráttarheimildina. 

2. Borga allar skuldirnar þínar niður nema húsnæðislán

Samkvæmt Ramsey er besta leiðin til að gera þetta að byrja á minnstu skuldinni og borga hana niður og halda svo áfram í þá næstu og svo koll af kolli. Skrifaðu niður allar skuldirnar þínar og settu þær í röð frá lægstu til hæstu upphæð. 

3. Safna í 3-6 mánaða sjóð.

Ef eitthvað kemur upp á þá átt þú fyrir lífinu í 3-6 mánuði án þess að þurfa að vinna. 

4. Sparaðu 15% af allri innkomu fyrir ellina 

Það sakar aldrei að eiga meiri pening þegar þú ferð á eftirlaun, kerfið í Bandaríkjunum er ekki eins og á Íslandi en það sakar ekki að leggja meira til hliðar.

5. Safna fyrir háskólagjöldum barna sinna

Skólagjöld eru mismikil. Ramsey mælir með því að foreldrar spari peninga fyrir menntun barna sinna. 

6. Borga niður húsnæðislánið þitt

Þegar þú ert komin á þetta stig skuldar þú ekkert nema húsnæðislánið þitt, nú er tími til að borga það niður samkvæmt Ramsey.

7. Byggja upp auð, fjárfesta og gefa með þeim sem minna mega sín 

Nú þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinum afborgunum eða skuldum og getur aukið auð þinn með fjárfestingum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál