Nostalgía þessar kransakökur með Quality Street molunum

Kransakökurnar koma áfram sterkar inn á fermingarhlaðborðin og það er …
Kransakökurnar koma áfram sterkar inn á fermingarhlaðborðin og það er ákveðin nostalgía að vera með kransaköku skreyta og fyllta með Quality Street molunum. Samsett mynd

Nú er fermingatímabilið komið á fullt þar sem fjölskyldur og vinir hittast til að fagna þessum merka áfanga ungmennisins. Það er óhætt að segja að kransakökur hafi verið einkennandi miðpunktur á veisluborðinu í gegnum árin og virðist ekkert lát vera á. Hvert sem maður lítur er verið að baka kransaköku eða ungmenni að sækja kransakökunámskeið til að fullkomna þessa rótgrónu hefð.

Dýrðleg kransakaka frá gamla tímanum.
Dýrðleg kransakaka frá gamla tímanum. Ljósmynd/Hildur Soffía

Kransakökur skreyttar með Quality Street molunum

Það sem toppar síðan þessa fallegu og tignarlegu köku eru skreytingarnar. Hver man ekki eftir þessari dýrð þegar hinir frægu Quality Street stálu seninu og keppni var um að ná vinsælustu molunum? Í áratugi hafa landsmenn skreytt kransakökurnar sínar með litríku Quality Street molunum og gjarnan fyllt kökuna sjálfa með molum. Þessi hefð virðist vera að ryðja sér til rúms aftur núna en kransakakan nær að höfða til flest allra í boðinu þegar hún er skreytt með þessum litríku og vinsælu molum. En það eru 78 ár síðan Quality Street, betur þekkt þá sem Mackintosh var fyrst auglýst á Íslandi.

Takið eftir kransakökunni á fermingarhlaðborðinu, fermingarstúlkan heiir Valgerður en föðurnafn …
Takið eftir kransakökunni á fermingarhlaðborðinu, fermingarstúlkan heiir Valgerður en föðurnafn hennar er óþekkt. Ljósmynd/Ragna Hermannsdóttir

Sagan bak við Mackintosh molanna

Flestir Íslendingar kannast við Mackintosh molanna, sem eru áberandi í kringum jól, vinsælir í skreytingar á kransakökum í tengslum við fermingar og boðið upp á molana við ýmis tækifæri. Dósirnar undan Mackintoshi eru líka til á mörgum heimilum og gjarnan notaðar undir smákökur eða annað góðgæti en daginn í dag. Mackinthos heitir í raun Quality Street eins og fram kemur á öllum umbúðum þess og við hefjum greinina hér á, en á Íslandi skapaðist fljótt sú hefð að kenna sælgætið við fyrirtækið sem framleiddi það í upphafi eins og fram kemur á Vísindavefnum. Það má rekja sögu Mackintosh-sælgætisins allt aftur til ársins 1890 þegar John Mackintosh ásamt konu sinni Violet, hóf framleiðslu á karamellum í bænum Halifax í Yorkshire á Englandi. Karamellurnar fengu góðar viðtökur og nokkrum árum seinna hafði starfsemin vaxið það mikið að þau stofnuðu karmelluverksmiðju til þess að sinna framleiðslunni. Fyrirtækið óx og dafnaði næstu áratugi og næsta kynslóð tók við.

Eins og fram kemur á Vísindavefnum kom Mackintosh-sælgætið fyrst á markað árið 1936. Á þeim tíma var konfekt munaðarvara og helst á færi þeirra sem betur voru stæðir að gæða sér á slíku. Harold Mackintosh, sem þá hafði tekið við fyrirtækinu af föður sínum, vildi setja konfekt á markað sem hægt væri að selja á verði sem almúginn réði við. Niðurstaðan varð sú að hjúpa mismunandi karamellur með súkkulaði og nota ódýrar umbúðir þar sem hverjum mola var pakkað þannig að hægt væri að hafa þá lausa í boxinu. Lögð var áhersla á litríkar umbúðir, bæði utan um hvern mola og dósirnar, sem áttu að gefa til kynna gæði og höfða til einhvers konar fortíðarþrár.

Fyrsta auglýsingin á Íslandi

Í auglýsingu í Morgunblaðinu 8. mars 1946, er kaupmönnum bent á töggur og annað sælgæti frá Mackintosh og væntanlega er þar átt við Macintosh-molana sem hér eru til umfjöllunar. Fyrirtækið framleiddi þó fleiri tegundir sælgætis en Quality Street-konfektið.

Hér má sjá gamla auglýsingu þar sem kaupmönnum er beint …
Hér má sjá gamla auglýsingu þar sem kaupmönnum er beint á að hægt sé að útvega þeim Mackintosh molana.

Þrátt fyrir þessa auglýsingu var flest erlent sælgæti, þar með talið Mackintosh, sjaldséð í búðum hér á landi og alls ekki á hvers manns borði. Áratugum saman var Mackintosh líka í hugum margra nátengt heimkomu frá útlöndum og hafði þá verið keypt annað hvort erlendis eða í fríhöfninni. Fríhöfnin var opnuð árið 1958 og fór fljótlega að selja sælgæti, þar á meðal Mackintosh. Það var þó svo að komufarþegar til landsins gátu ekki átt viðskipti í fríhöfninni fyrr en árið 1970 en þá tók landinn líka heldur betur við sér og urðu strax sólgnir í þessa frægu mola. Til að mynda birtist frétt í Vísi í september árið 1971 þar sem kemur fram að sala á Mackintosh í fríhöfninni hafi verið um þrjú og hálft tonn á mánuði.

Kranskakakan skreytt frægu molunum góðu ávallt í forgrunni árum áður …
Kranskakakan skreytt frægu molunum góðu ávallt í forgrunni árum áður og hér er fermingarstúlkan Rakel Móna Bjarnadóttir við kaffihlaðborðið. Ljósmynd/Ragna Hermannsdóttir

Snemma á 8. áratug síðustu aldar byrjaði loks aðeins að rýmkast um innflutning á erlendu sælgæti mörgum til mikillar gleði. Innflutningur var mjög takmarkaður til að byrja með og tollar voru háir. Líklegt er að innflutningur hafi að miklu leyti verið tengdur hátíðisdögum fyrst um sinn eins og jólum og síðan páskum. Smám saman varð innflutningur auðveldari og síðustu áratugi hafa Íslendingar getað keypt eins mikið af Mackintoshi og þá langar í, hvenær sem er og  örugglega í hverri einustu matvöruverslun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert