Hugi landsliðskokkur býður upp á sælkeravikumatseðil

Hugi Rafn Stefánsson landsliðskokkur á heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu …
Hugi Rafn Stefánsson landsliðskokkur á heiðurinn af vikumatseðilinum að þessu sinni. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Hugi Rafn Stefánsson landsliðskokkur á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem er sannkallaður sælkeraseðill og kemur bragðlaukunum á flug.

Hugi Rafn gegndi einu af lykilhlutverkum í því að tryggja íslenska landsliðinu tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í matreiðslu 2024 — eina fyrir „Chefs Table“ og aðra fyrir „Restaurant of Nations“. Enn fremur leiddi framúrskarandi frammistaða þeirra til þess að landsliðið vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum fyrir heildar árangur. Hugi Rafn er með spennandi verkefni fram undan en hann er að stofna fyrirtækið Creative Mold Works í kringum silíkon matarform sem hann er búinn að vera að hanna og framleiða fyrir marga matreiðslumenn og veitingastaði. „Ég hannaði meðal annars og framleiddi öll silíkon formin sem notuð voru af íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum núna í febrúar. En silíkon form lyfta matreiðslunni upp á annað plan og hjálpa réttum að verða að list,“ segir Hugi Rafn.

Landsliðið náði framúrskarandi árangri á Ólympíuleikinum í matreiðslu í ár. …
Landsliðið náði framúrskarandi árangri á Ólympíuleikinum í matreiðslu í ár. Liðið hlaut tvenn gullverðlaun og bronsið fyrir samanlagðan árangur. Hugi er alsæll með árangurinn og þá reynslu og þekkingu sem fylgdi því að taka þátt. Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir

Hugi er í dag sjálfstætt starfandi matreiðslumaður, hann hefur meðal annars sigrað í íslensku nemakeppninni í matreiðslu og verið aðstoðarmaður í Bocuse´dor keppninni svo fátt sé nefnt.

Keppnismatreiðslan heillar

„Ég hef mikla ástríðu fyrir faginu og veit fátt skemmtilegra en að matreiða og gleðja matargesti mína með því að koma bragðlaukunum á flug. Keppnismatreiðsla heillar mig líka upp úr skónum og það gríðarlega dýrmætt reynsla og þekking sem maður fær eftir hverja keppni. Ólympíuleikarnir er sú keppni sem stendur úr upp á ferlinum eins og staðan er í dag. Þetta var ómetanleg reynsla og ótrúlega gaman að vera hluti af þessari liðsheild enda smullu við vel saman sem teymi,“ segir Hugi.

Hugi er mikill sælkeri og nýtur þess að snæða góðan mat í góðum félagsskap. Vikumatseðillinn hans er sannkallaður sælkera seðill í hans anda.

Mánudagur – Ljúffengt tómatpasta með basilíku og mozzarellakúlu

„Pasta er alltaf einfalt og gott. Þetta pasta er eins ítalskt og það verður og því í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Dásamlegt pasta með tómötum og mozzerallakúlum.
Dásamlegt pasta með tómötum og mozzerallakúlum. Ljósmynd/Gott í matinn

Þriðjudagur – Taco með bleikju og mangó-salsa

„Þá er væntanlega taco og gott að koma fisknum að í  vikumatseðilinn hér. Svo er þetta mangó – chilisalsa svakalegt, þvílíkt dýrð að njóta.“

Bleikjutaco með mangó-chilisalsa.
Bleikjutaco með mangó-chilisalsa. Ljósmynd/Ragnar Freyr

Miðvikudagur – Trufflu-risotto að betri gerðinni

Risotto er í miklu uppáhaldi og tilvalið að bæta við inn á vikumatseðilinn. Þetta er ekta réttur fyrir alla þá sem elska ítalskan mat.“

Trufflurisotto að betri gerðinni.
Trufflurisotto að betri gerðinni. Ljósmynd/Eva Laufey Kjaran

Fimmtudagur – Ostafylltar kjúklingabringur

„Kjúklingur einu sinni í viku er must fyrir mér og þessi uppskrift slær algjörlega í gegn.“ 

Ostafylltar kjúklingarbringur sem bráðna í munni.
Ostafylltar kjúklingarbringur sem bráðna í munni. Ljósmynd/Linda Ben

Föstudagur – Grilluð samloka með bræddum osti

„Þetta er nú örugglega skemmtileg föstudags. Girnileg, saðsöm samloka klikkar ekki.“

Syndsamlega ómótstæðileg samloka með bræddum osti.
Syndsamlega ómótstæðileg samloka með bræddum osti. Ljósmynd/Valla Gröndal


Laugardagur – Humar- og chorizopitsa sem rífur í

„Það eru pitsa dagar hjá mér og þessi humar- og chorizopitsa steinliggur fyrir minn smekk.“ 

Þessi pitsa fer á hæstu hæðir með bragðlaukana og rífur …
Þessi pitsa fer á hæstu hæðir með bragðlaukana og rífur í. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Sunnudagur – Ribeye-nautasteik og meðlæti og karamellu-tiramisu í eftirrétt

„Sunnudagar eru dagar fyrir samveru fjölskyldunnar og þá er ekkert betra en að fá sér góða steik og njóta með fjölskyldunni. Síðan er lag að bjóða upp á girnilega eftirrétt. Þessi karamellu-tiramisú er eitthvað sem mun slá í gegn eftir allar ljúffengu máltíðir vikunnar.“

Nauta-ribeye steik klikkar ekki með góðu meðlæti.
Nauta-ribeye steik klikkar ekki með góðu meðlæti. Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Karamellu-tiramisu sem á eftir að slá í gegn í næsta …
Karamellu-tiramisu sem á eftir að slá í gegn í næsta matarboði. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert