Stál, keramik og viður í forgrunni

Stella Birgisdóttir innanhúshönnuður hannaði þetta glæsilega eldhús í samráði við …
Stella Birgisdóttir innanhúshönnuður hannaði þetta glæsilega eldhús í samráði við eigendur. Samsett mynd

Stella Birg­is­dótt­ir inn­an­húss­hönnuður og ann­ar eig­andi Béton Studio ásamt Hildi Árna­dótt­ur arki­tekt hannaði þetta glæsilega eldhús fyrir hjónin Hrafnhildi og Bjarka sem búa við Litlakrika í Mosfellsbæ. Þegar kemur að því að hanna eldhús finnst Stellu skipta miklu máli að flétta saman fagurfræðinni og notagildinu og aðlaga rýmið að þörfum eigenda.

Keramikflísarnar koma afar vel út í eldhúsinu og stílhreint yfirbragð …
Keramikflísarnar koma afar vel út í eldhúsinu og stílhreint yfirbragð er yfir öllu. Eyjan stækkar rýmið og eykur notagildið í eldhúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

Falleg og heildstæð mynd

Eldhúsið var hannað 2022 í samráði við húsráðendur. Hrafnhildur og Bjarki vildu eldhús þar sem vinnuplássið væri í forgrunni og hugað væri að þeirra þörfum. Eyjan stækkar rýmið til muna og nýtist vel fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Þegar kom að efnisvali og lit var svartur viður, ryðfrítt stál og keramikflísar í fyrsta sæti. Efniviðurinn sem varð fyrir valinu, stálið, keramikið og viðurinn flæða afar vel saman og úr varð falleg og heildstæð mynd,“ segir Stella.

Stílhreinn glæsileiki í fyrirrúmi.
Stílhreinn glæsileiki í fyrirrúmi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Fáir en fallegir hlutir prýða eldhúsið. Svarti viðurinn kemur vel …
Fáir en fallegir hlutir prýða eldhúsið. Svarti viðurinn kemur vel út á móti ljósu keramikflísunum og ryðfría stálinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Fallegur og stílhreinn eldhúsvaskur.
Fallegur og stílhreinn eldhúsvaskur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Hver hlutur á sinn stað í eldhúsinu.
Hver hlutur á sinn stað í eldhúsinu. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert