Tony´s súkkulaðiís fyrir hátíðirnar

Girnilegur súkkulaðiís sem allir ráða við að gera.
Girnilegur súkkulaðiís sem allir ráða við að gera. Ljósmynd/Gerum daginn girnilegan

Hér er á ferðinni frábær uppskrift að ljúffengum súkkulaðiís sem kemur úr smiðju Vigdísar Ylfu sælkera sem á vel við um hátíðirnar sem birtist á uppskriftavefnum Gerum daginn girnilegan. Þennan ís ráða allir við að gera og það tekur alls ekki langan tíma að búa hann til. Mesti tíminn fer í að frysta ísinn. Vigdís er mikill súkkulaðiunnandi og elskar að prófa sig áfram með kræsingar úr súkkulaði. 

Súkkulaði sem á sér sögu

Í ísnum er súkkulaði sem bráðnar í munni og á sér líka skemmtilega sögu og er tiltölulega nýtt hér á Íslandi. Tony 's var stofnað árið 2005 með það að markmiði að framleiða hágæða súkkulaði á sanngjarnan hátt. Tony's Chocolonely er annt um fólk. Tony´s súkkulaðiplatan er ekki með hinni hefðbundnu skiptingu á bitum eins og við erum vön að sjá en ástæðan fyrir því er til að benda á það ójafnvægi sem er í virðiskeðjunni í kakó-framleiðslunni.

Til að benda á ósamræmi í virðiskeðju súkkulaðis

Fyrirtækið var upphaflega stofnað til þess að benda á ósamræmi í virðiskeðju súkkulaðis. Framtíðarsýn og von þess er að allt súkkulaði í heiminum verði framleitt 100% án þrælahalds og að kakóbændur geti lifað á því sem þeir fá greitt fyrir ræktunina sína. Núna er súkkulaðiiðnaðinum stjórnað af stórum framleiðendum sem græða alltaf meira og meira með því að halda verðinu á kakóbaunum eins lágu og mögulegt er.

Tony´s jólahús í Jólaþorpi Hafnarfjarðar

Vöruvalið frá Tony´s er fjölbreytt og er gaman að segja frá því að um helgina var Tony´s jólahús í jólaþorpinu í Hafnarfirði og fólk gat smakkað á þessu ljúffenga súkkulaði sem býður upp á skemmtilegt ferðalag fyrir bragðlaukana.

Tony´s súkkulaðiís

  • 5 dl rjómi
  • 100 g sykur
  • 4 stk. eggjarauður
  • 1 stk. egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 stk. Tony’s mjólkursúkkulaði brætt
  • 1 stk. Tony’s mjólkursúkkulaði saxað
  • 1 stk. Tony’s mjólkursúkkulaði brætt yfir í lokin

Aðferð:

  1. Þeytið eggjarauður, egg og sykur vel saman, bætið vanilludropum saman við og bræðið eina plötu af Tony’s og hellið saman við eggin.
  2. Léttþeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðieggjablönduna.
  3. Saxið Tony’s súkkulaði og blandið saman við.
  4. Setjið blönduna í form og frystið, gott er að setja PAM spray á formið áður.
  5. Bræðið eina plötu af súkkulaði og hellið yfir ísinn og frystið.
  6. Berið fram með ferskum berjum eftir smekk og ástríðu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert