Frönsk súkkulaðikaka á aðfangadagskvöld

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum ljóstrar hér uppskriftinni að …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum ljóstrar hér uppskriftinni að frönsku súkkulaðikökunni sinni sem hún mælir með í eftirrétt á aðfangadagskvöld. Samsett mynd

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum ljóstrar hér uppskriftinni að sinni uppáhaldssúkkulaðiköku sem hún ætlar að vera með á aðfangadagskvöld. „Þessi er snilld sem eftirréttur á aðfangadagskvöld því hún er alveg jafngóð í marga daga. Hægt er að gera hana 1-3 dögum fyrir aðfangadagskvöld og hún er alveg jafn góð. Þá lendir maður ekki í neinu stressi á aðfangadag,“ segir Marta María. Þessa uppskrift er ég búin að fullkomna með því að blanda því besta saman úr nokkrum uppskriftum og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna.“

Franska súkkulaðikakan stendur fyrir sínu.
Franska súkkulaðikakan stendur fyrir sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frönsk súkkulaðikaka

  • 4 egg
  • 200 g súkkulaði
  • 200 g smjör
  • 160 g sykur
  • ¾ dl hveiti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 160°C hita.
  2. Þeytið saman egg og sykur.
  3. Bræðið saman súkkulaðið og smjör.
  4. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið saman.
  5. Blandið hveitinu saman við með sleikju.
  6. Smyrjið kringlótt kökuform og setjið blönduna í formið og bakið við 160°C í 25-27 mínútur.

Krem:

  • 100 g súkkulaði
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið og rjómann saman. 

Samsetning:

  1. Setjið frönsku súkkulaðikökuna á fallegan kökudisk og hellið súkkulaðikreminu yfir og dreifið úr því.
  2. Berið fram og njótið með ykkar besta fólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert