Hin fullkomna hollandaisesósa

Listin er í matargerð er að kunna að gera sósur …
Listin er í matargerð er að kunna að gera sósur frá grunni. Samsett mynd

Listin í matargerð er að kunna búa til sósur frá grunni sem bræða matarhjartað. Hér erum við með uppskrift að hinni fullkomnu hollandaisesósu sem er ómissandi með hinum fræga rétt „Egg Benedict“ auk þess sem hún er einstaklega góð með ákveðnum fiskréttum. Listin er að nostra við sósugerðina og flýta sér hægt.

Hollandaisesósa fyrir vandláta

  • 4 eggjarauður
  • 200 g íslenskt smjör
  • Safi úr heilli sítrónu
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Steinselja til skrauts ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjör í potti við vægan hita og látið próteinin sökkva til botns.
  2. Fleytið hvítu próteinunum ofan af með skeið.
  3. Hellið smjörinu í skál og takið til hliðar á meðan eggjarauðurnar eru unnar.
  4. Þeytið eggjarauðurnar í stutta stund í skál sem þolir hita.
  5. Blandið síðan sítrónusafanum saman við og færið síðan eggjablönduna yfir vatnsbað.
  6. Þeytið eggin þangað til að þau fara að þykkna og passið að hafa ekki of mikinn hita.
  7. Þegar eggin hafa þykknað hellið þá smjörinu saman við í þunnri bunu og þeytið að krafti saman við.
  8. Þá ætti hin ljúfa hollandaisesósa að vera tilbúin og ef þið viljið er upplagt að skreyta sósuna með ferskri steinselju þegar hún er borin fram eða sett yfir ljúffenga rétti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert