Hvítlaukssósa sem passar með næstum því öllu

Hanna Þóra á heiðurinn að þessari einföldu og góðu hvítlaukssósu …
Hanna Þóra á heiðurinn að þessari einföldu og góðu hvítlaukssósu sem tekur örskamma stund að gera. Samsett mynd

Þessa auðveldu og góðu hvítlaukssósu er gott að bera fram með ýmsum réttum eins og fiski, kjöti, pæjum, salati, kjúklingi, steiktu grænmeti eða jafnvel ofan á pitsuna, bara eins og hvítlaukssósu. Uppskriftin kemur úr smiðju Hönnu Þóru listakonu og sælkera sem heldur úti bloggsíðunni Hanna.is sem er ótrúlega gaman að skoða, sérstaklega uppskriftirnar. Hanna mælir eindregið með þessari hvítlaukssósu líkt og við á matarvefnum. Tekur örstutta stund að gera sósuna og hráefnalistinn er stuttur, einungis fjögur hráefni. 

Mér finnst hún góð með öllu en það er kannski ekki alveg að marka þá sem eru mikið fyrir hvítlauk, þeir elska að hafa hann í öllu,“ segir Hanna og hlær. 

Hoppandi góð og einföld hvítlaukssósa.
Hoppandi góð og einföld hvítlaukssósa. Ljósmynd/Hanna Þóra

Hvítlaukssósan hennar Hönnu

  • 2- 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 dl sýrður rjómi/grísk jógúrt
  • ½  dl majónes
  • ½ – 1 dl góð olía

Aðferð:

  1. Pressið hvítlauk og hrær saman við sýrðan rjóma, majónes og olíu.
  2. Leyfið sósunni að standa aðeins áður en hún er borin fram, gott að geyma aðeins í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert