Partý ostur Guðrúnar Ýrar hitti í mark

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

„Það hefur lengi verið á listanum að eignast litla pottjárnspönnun til að gera uppskriftir nákvæmlega eins og þessa, þær eru alveg fullkomnar til að baka brie ost fyrir partýið, saumaklúbbinn eða bara kósý kvöld. Það sem ég sé líka fyrir mér að það sé fullkomið að gera tveggja manna eðlu í pönnunni,“ segir Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir um þessa uppskrift.

„Ostinn paraði ég saman með bökuðum jarðaberjum sem bökuð eru með hunangi, ediki, myntu og pipar. Hljómar kannski smá furðuleg blanda en alveg dásamleg á bragðið og passar svo vel með ostinum. Heima hjá mér völdu flestir að borða ostinn með litlum súrdeigs sneiðum, þar sem brauðið gat tekið í sig mesta sírópið með ostinum, alveg himneskt! Hvet ykkur til að prófa.“

Bakaður brie

  • 1 brie ostur
  • 200 g jarðaber
  • 2 msk. hunang
  • 1 msk. balsamik edik
  • Smá pipar
  • 3-4 myntulauf

Aðferð:

Stillið ofn á 175°C. Skerið jarðaberin í tvennt og setjið í elfast mót, blandið hunangi, balsamik ediki, pipar og saxaðri myntu saman í skál og dreifið yfir jarðaberin. Bakið berin í 10 mín. Setjið ostinn á pottjárnspönnuna og inn í 15 mín – Setjið jarðaberin ofan á ostinn og hellið sírópinu yfir. Berið fram með súrdeigsbrauði, kexi, berjum og því sem hugurinn girnist.

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert