Svona masterar þú eggjahræru án pönnu

Eggjahræra í örbylgjuofni er snilldin ein.
Eggjahræra í örbylgjuofni er snilldin ein. Mbl.is/Getty

Við elskum eggjahræru og stökkt beikon í morgunmat – og hér færum við ykkur aðferð þar sem enginn panna er dreginn upp á borð til að klára verkið. Því við látum örbylgjuofninn duga!

Svona masterar þú eggjahræru án pönnu

  • Örbylgjuofn
  • Egg
  • Olía
  • Krydd ef óskast
  • Mjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að smyrja olíu eða smjöri á disk eða skál sem þolir að fara inn í örbylgjuofn – því það mun koma í veg fyrir að eggin festist við.
  2. Sláðu eggin út og kryddaðu með því sem þú vilt.
  3. Bættu örlítið af mjólk saman við (eða vatni) og þeyttu létt með pískara eða gaffli.
  4. Settu inn í örbylgjuofn í 30 sekúndur og sláðu þá létt í gegnum hræruna með gaffli til að skilja eggin að. Settu aftur inn í aðrar 30 sekúndur ef þér finnst eggin ekki vera alveg tilbúin.
  5. Eins má bæta við osti, heitri sósu eða öðru sem hugurinn girnist við hræruna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert