Fjöltengið sem við höfum beðið eftir

Dásamlega falleg fjöltengi voru að koma á markað og fönguðu …
Dásamlega falleg fjöltengi voru að koma á markað og fönguðu athygli okkar. Mbl.is/Avolt

Loksins er komið fjöltengi sem er yfirburða smart! Það hefur hlotið verðlaun, kemur í fallegum litum og fæst hér á landi. Í fyrsta sinn sjáum við hönnun á aflgjafa sem heillar augað. En það verður að segjast að úrvalið af fjöltengjum hefur ekki verið upp á marga fiska til þessa.

Það er sænska hönnunarstofan Avolt sem færir okkur þessa nýjung, en fyrirtækið var stofnað með þá sýn að raftæki gætu verið falleg, fagurfræðileg og virkað. Markmið Avolt er að setja ný viðmið fyrir heimili, skrifstofur og almenningsrými. Hugsjón þeirra er mínimalismi, sem sést í lögun fjöltengisins, eins og einfaldur kubbur í laginu.

Það er ekki bara lögun fjöltengisins sem heillar, því það kemur í þremur litum – bleiku, gráu og svörtu. Kubburinn tekur við þremur venjulegum klóm og pláss er fyrir tvö usb-tengi sem auðveldar alla vinnu við eldhúsborðið næstu vikurnar, þegar sími og tölva geta verið í sambandi á sama tíma. Eins fylgir með þunnur platti með segli, sem þú getur límt á innréttingu, undir eldhúseyjuna eða skrifborðið og smellt kubbnum þar á – og þá auðveldlega tekið niður aftur.

Varan hefur hlotið tvenn verðlaun; Svenska Design Priset og Reddot árið 2019 – þar sem tímalaus hönnun sameinast framleiðslu sem beinist að sjálfbærni og gerir vöruna áberandi. Square 1-fjöltengin fást í Epal.

Hægt er að festa fjöltengin upp á vegg eða undir …
Hægt er að festa fjöltengin upp á vegg eða undir skrifborðið með segli sem fylgir með vörunni. Mbl.is/Avolt
Square 1 eru fáanleg í svörtu, gráu og bleikum lit.
Square 1 eru fáanleg í svörtu, gráu og bleikum lit. Mbl.is/Avolt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert