Ostaídýfan sem gerir allt vitlaust

Ostaídýfa sem þú getur ekki lagt frá þér!
Ostaídýfa sem þú getur ekki lagt frá þér! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér um ræðir ostaídýfu sem sögur fara af! Þessi þykir með þeim betri sem sést hafa í lengri tíma og það ekki að ástæðulausu – því ídýfan inniheldur þrjár tegundir af ostum ásamt jalapeno sem gerir allt örlítið betra. Uppskriftin er í boði Hildar Rutar sem segir ídýfuna vera fullkomna á grillið.

Ostaídýfan sem gerir allt vitlaust

  • 200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
  • 1½ dl sýrður rjómi
  • 3 dl rifinn cheddar ostur
  • ½ dl rifinn parmigiano reggiano
  • 1 dl smátt skorinn jalapeno (eða minna ef þið viljið ekki sterkt)

Toppa með

  • 35 g smör
  • ½ dl rifinn parmigiano reggiano
  • ⅔ dl panko raspur
  • Steinselja smátt skorin
  • Tortillaflögur með ostabragði frá Maarud

Aðferð:

  1. Blandið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, cheddar osti, parmigiano og jalapeno. Dreifið blöndunni í eldfast mót eða steypu járnspönnu.
  2. Bræðið smjör í potti, bætið parmigiano og raspi saman við og hrærið vel saman.
  3. Dreifið raspinum yfir ídýfuna og bakið í ofni við 190°C á blæstri í 20 mínútur eða þar til ídýfan er orðin gyllt og stökk. Það er einnig mjög gott að grilla ídýfuna.
  4. Dreifið steinseljunni yfir í lokin og berið fram með tortillaflögum.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert