Sláandi staðreyndir um hunang

Hunang geymis að eilífu! Eða svona næstum því.
Hunang geymis að eilífu! Eða svona næstum því. mbl.is/Colourbox

Hunang út í morgunbollann, hunang í matargerðina, hunang ofan á brauð! Hunang er algjörlega frábært á svo marga vegu – og dugar nánast að eilífu.

Ef þú hefur einhvern tímann velt því fyrir þér hvort óhætt sé að borða úr hunangskrukkunni sem stendur inni í skáp og hefur staðið þar lengi, þá er svarið að öllum líkindum „já“. Jafnvel þótt krukkan sé orðin 10 ára gömul.

Þegar pýramídarnir í Egyptalandi voru grafnir út fundu fornleifafræðingar 3.000 ára gamalt hunang sem enn var vel ætt. Í hunangi má finna fullkomna samsetningu af vetnisperoxíði, sýrustigi og lágu vatnsinnihald sem gerir hunangið „eilíft“ – eða svona næstum því.

Að því sögðu ætti þér að vera fullkomlega óhætt að smakka úr gamalli krukku sem liggur aftast í eldhússkápnum.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert