Mexíkósúpan sem keppir við Evu Laufeyju

mbl.is/Linda Ben

Eins og alþjóð veit þá elskar hún mexíkóska súpu og því til staðfestingar er vinsælasta uppskrift allra tíma inniá Matarvefnum mexíkóska súpan hennar Evu Lafueyjar.

Nú er komið að Lindu Ben og hennar uppskrift sem við kynnum sem líklega til að gera allt vitlaust. Töluverður munur er á uppskriftunum en ég er spennt að vita hvað ykkur finnst.

Mexíkósúpa Lindu Ben

  • 2 msk. Filippo Berio ólífu olía
  • 1 rauðlaukur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 1 msk. malað chili krydd
  • 1 msk. cumin krydd
  • 2 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 flaska Heinz chili tómatsósa
  • 1 l vatn
  • 2 msk. fljótandi kjúklingakraftur frá Oscars
  • 1 dós maísbaunir
  • 1 dós svartar baunir
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 2 dl rjómi
  • rifinn ostur
  • maís snakk flögur (má sleppa)
  • ferskt kóríander (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið rauðlaukinn niður og steikið upp úr ólífu olíu, þegar laukurinn er orðinn steiktur í gegn, rífið þá niður hvítlaukinn og bætið á pönnuna. Því næst setjiði kryddið á pönnuna og steikið létt.
  2. Ef tómatarnir eru heilir, skerið þá niður og bætið á pönnuna. Bætið svo Heinz Chili tómatsósunni á pönnuna. Leyfið að malla í nokkrar mín.
  3. Bætið vatni á pönnuna ásamt kjúklingakraftinum.
  4. Skolið allar baunir og bætið út í súpuna. Leyfið að malla í nokkrar mín (því lengur því betra).
  5. Þegar súpan hefur fengið að malla þá bætiði rjómanum út í og náið suðunni upp aftur.
  6. Berið súpuna fram með rifnum osti, maís snakkflögum og fersku kóríander.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert