Splunkunýtt og sjúklega lekkert frá Rosendahl

Nýtt matarstell frá Rosendahl var að líta dagsins ljós.
Nýtt matarstell frá Rosendahl var að líta dagsins ljós. mbl.is/Rosendahl

Klassíska matarstellið frá Rosendahl sem við þekkjum svo vel hefur nú verið uppfært úr hvíta postulíninu yfir í allt aðra tóna. Við erum að sjá fallega leirtausdiska, skálar og aðra fylgihluti sem smellpassa við það sem þú átt fyrir í skápunum.

Það stórkostlega er að diskarnir sjálfir virka einnig sem lok á skálarnar til að geyma afganga í stað plastfilmu eða álpappírs.

Stellið kemur í ljósum blágráum lit og beige sem minnir helst á vanillukrem með svörtum vanillukornum – eða lystaukandi matarstell! Nýja línan kemur í verslanir í september og mun án efa lenda hér á landi hjá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem selja Rosendahl-vörurnar.

Diskarnir koma að góðum notum sem lok á skálarnar.
Diskarnir koma að góðum notum sem lok á skálarnar. mbl.is/Rosendahl
Fallegir litir í nýju línunni.
Fallegir litir í nýju línunni. mbl.is/Rosendahl
mbl.is/Rosendahl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert