Svona grillar þú pítsu eins og fagmaður

mbl.is/

Að grilla pítsu er að margra mati eitt það albesta sem í boði er. En hver er besta leiðin til að grilla pítsu? Er það pístusteinninn góði? Steypujárnspanna? Eða gamla góða grindin?

Góð þumalputtaregla hér er þykktin á botninum. Ef þú vilt lafþunnan botn á ítalska vísu er pítsusteinninn algjörlega málið. Með honum getur þú stýrt þykktinni að vild og haft botninn eins þunnan kostur er. Hér er annað leyndarmál sem þið ættuð að nýta ykkur. Forbakið botninn og setjið svo áleggið ofan á hann. Með því móti eldast hann allt öðruvísi og pítsan verður 20-30 prósent betri. 

Ef hugmyndin er að setja deigið beint á grillgrindina er lykilatriðið að deigið sé hvorki of blautt né lint. Eins þarf það að vera nokkuð þykkt þannig að botninn nái að bakast áður en hann lekur á milli grindanna. Slíkt er afar óheppilegt og fremur leiðinlegt að þrífa. Að því sögðu er ekkert því til fyrirstöðu að grilla botninn beint á grillgrindinni og enn og aftur mælum við með því að botninn sé grillaður fyrst og áleggið sett ofan á á eftir. 

Mikilvægt er að grilla pítsuna aftur eftir að áleggið er komið á. Að forbaka botninn tryggir betri botn en það gefur augaleið að grilla þarf pístuna einnig með álegginu. 

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert