Geggjaðar súrdeigsbollur með múslí

Ekkert jafnast á við nýbakaðar bollur.
Ekkert jafnast á við nýbakaðar bollur. mbl.is/Mainlifestyle.dk

Þessar súrdeigsbollur eru algjör unaður sem þú sleppur ekki við að prófa. Þær eru algjörlega ómissandi hvar og hvenær sem er.

Súrdeigsbollur með múslí (15 stk.)

  • 5 dl kalt vatn
  • 1½ dl súrdeig
  • 500 g hveiti
  • 100 g heilhveiti
  • 15 g salt
  • 200 g hunangsristað múslí
  • 50 g rúsínur
  • Ólífuolía

Aðferð:

  1. Hrærið vant og súrdeig saman. Bætið hveiti, heilhveiti og salti út í og hnoðið þar til slétt.
  2. Hnoðið múslí og rúsínum varlega út í og leggið því næst deigið í olíusmurða skál með loki og látið hefast í tvöfalda stærð sína, í um það bil þrjá tíma.
  3. Leggið deigið á borðið með hveiti. Dreifið smávegis af haframjöli yfir deigið og skiptið því upp í 15 bita (bollur).
  4. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið við 250°C í 20 mínútur. Gott er að pensla þær aðeins með vatni ef þér finnst deigið vera orðið þurrt. Látið kólna á rist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert