Tortilla pizza sem slær í gegn

Ljúffeng pizza með bollum og rifnum cheddarosti.
Ljúffeng pizza með bollum og rifnum cheddarosti. mbl.is/Chris Tonnesen

Þessi pizza er svo ljúffeng að þú munt gera hana aftur og aftur. Í raun má nota hvað sem er á svokallaðar tortilla pizzur sem eru öðruvísi nálgun á hinar klassísku brauðpizzur.

Tortilla pizza með bollum og cheddar (fyrir 4)

  • 4 dl sýrður rjómi
  • 2 stór hvítlauksrif
  • Salt og pipar
  • 200 g nautahakk
  • 10 jalapenjó
  • 100 g cheddar ostur, rifinn
  • 4 tortilla kökur
  • ½ laukur, skorinn í hringi
  • ¼ iceberg salat
  • Kóríander og jafnvel púrrlaukur

Aðferð:

  1. Blandið sýrðum rjóma við pressaðan hvítlauk og púrrlauk. Smakkið til með salti og pipar.
  2. Blandið nautahakki saman við salt, pipar og grófhakkað jalapenjó (geymið smávegis af jalapenjóinu þar til seinna). Formið hakkið í litlar kjötbollur og steikið á pönnu.
  3. Smyrjið sýrða rjóma blöndunni á tortilla kökurnar og stráið cheddar osti yfir, kjötbollum, laukhringjum og jalapenjó.
  4. Bakið pizzurnar í ofni við 200° í sirka 7 mínútur. Berið fram með salati, dressingu og ferskum kryddjurtum – og stráið restinni af jalapenjóinu yfir.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert