Humar-guacamole með stökkum flögum

Humar, guacamole og nachos flögur – er hægt að biðja …
Humar, guacamole og nachos flögur – er hægt að biðja um eitthvað meira? mbl.is/HowSweetEats

Það er ekki annað hægt en að staldra við uppskrift sem þessa. Þeir sem elska humar og avocado ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Rétturinn kallar á stórt glas af margarítu með á kantinum og að njóta suðrænnar stemningar í eldhúsinu.

Humar-guacamole með stökkum flögum

  • 120 g humar
  • 2 msk. smjör, ósaltað
  • 4 avocado
  • ¼ bolli saxað kóríander, og aðeins meira til að skreyta réttinn
  • 3 msk. hakkaður laukur
  • 1 lime
  • ¼ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • Jalapeno skorið í sneiðar
  • Cherry-tómatar skornir í sneiðar
  • Tortilla-flögur

Aðferð:

  1. Hreinsið humarinn og þurrkið vel. Hitið pönnu á meðal hita og bætið smjöri á pönnuna. Steikið humarinn á pönnu í 4-5 mínútur og snúið við á milli. Takið humarinn af pönnunni og hakkið einn af hölunum niður.
  2. Setjið avocado, kóríander, lauk, safa úr lime, salt og pipar í skál og maukið allt mjög vel saman. Sumir vilja hafa guacamole mjög mjúkt á meðan aðrir vilja það pínu kekkjótt – þitt er valið. Smakkið til með meiri lime-safa, salti og pipar.
  3. Setjið guacamole í fallega skál og stráið hakkaða humarhalanum yfir. Stráið cherry-tómötum, jalapeno-sneiðum og ferskum kóríander yfir (ef vill). Og því næst kemur restin af humrinum ofan á allt saman.
  4. Njótið af bestu list með stökkum nachos-flögum.  
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert