Einfaldur páskabröns

mbl.is/Delish

Þetta er afbragðssnjöll hugmynd að bröns eða dögurði eins og sumir kalla hann. Hér eru notaðar þessar litlu og fallegu skálar sem líkjast potti frá Le Creuset en það gefur augaleið að hægt er að nota hvers kyns eldfast mót í staðinn. Best er þó ef þau eru lítil því það er svo skemmtilegt að bera eggin fram í þeim. 

Hér er mintupestó notað en við setjum þann fyrirvara að hægt er að nota nánast hvað sem er í staðinn. Ferska tómata og basil... ostbita sem bráðnar eða það sem ykkur dettur í hug. 

Hér er uppskriftin en við hvetjum ykkur til að vera frumleg og láta til ykkar taka. Þessi réttur tekur bara nokkar mínútur og er því bæði fallegur og fljótlegur. 

Ofnbökuð egg með mintupestó

  • 12 egg
  • 180 ml rjómi

Pestó:

  • 120 ml ólífuolía
  • 1 bolli ferskt kóriander
  • 1/2 bolli fersk mintulauf
  • 1/2 bolli pistasíur
  • 2 jalapeno, kjarn- og fræhreinsuð
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 1 hvítlauksgeiri
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220 gráður og smyrjið formin.
  2. Setjið pestó háefnin í matvinnsluvél og maukið.
  3. Í hvert form skal setja 2 msk af rjóma, 2 egg og 2 msk af pestói.
  4. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til hvítan er elduð í gegn en rauðan er enn lin að hluta til.
  5. Berið fram með afgangs pestóinu til hliðar og ristuðu brauði.
mbl.is/Delish
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert