Rauð paprikusúpa og dumplings

Ásdís Ásgeirsdóttir

Veitingastaðurinn Miðgarður á Hvolsvelli eða Midgard Base Camp, eins og eigendur kalla staðinn á ensku, var kærkomin viðbót í matarmenninguna við þjóðveginn. Innanstokksmunir eru smart, litríkir og þægilegir enda er ætlunin að hótelið líkist stóru heimili, bara með betra kaffi!

Við fengum uppskriftina að þessari dásamlegu paprikusúpu með dumplings sem við deilum hér með ykkur. Njótið vel!

Paprikusúpa með dumplings

Fyrir 6

  • 4-6 rauðar paprikur
  • 4-6 gular paprikur
  • 1 laukur, grófskorinn
  • 3-4 tómatar
  • 2 dl hvítvín
  • smá vatn
  • 2 tsk. paprikuduft
  • ½ tsk. reykt paprikuduft
  • 1 grænmetisteningur
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á að rista allt grænmeti í ofni þar til mjúkt og jafnvel smá brennt.
  2. Setjið svo í pott með smá vatni og hvítvíni og sjóðið niður með paprikukryddum. Gott að setja paprikukryddin fyrst í grænmetið og steikja smá áður en vökvanum er bætt við.
  3. Látið malla í hálfan til einn klukkutíma og maukið svo með töfrasprota. Saltið og piprið eftir smekk.
  4. Sigtið og hitið ef þarf.
  5. Berið fram með „dumplings“ og sýrðum rjóma.

Dumplings

  • 8 sneiðar dagsgamalt samlokubrauð, saxað smátt
  • ½ laukur, fínsaxaður og mýktur á pönnu í smjöri í 10-15 mínútur
  • 1-2 dl mjólk
  • 1 egg
  • ½ bolli fínsöxuð steinselja
  • smá hvítur pipar
  • smá múskat

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í skál og hnoðið kúlur á stærð við golfbolta.
  2. Látið í sjóðandi heitt vatn (ekki sjóða) í 8-12 mínútur.
  3. Látið þrjár bollur í hverja súpuskál.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert