Greinar miðvikudaginn 27. mars 2024

Fréttir

27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

„Nema afar ríkar ástæður séu til“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur verið hvattur til og fengið fjölda áskorana um að endurskoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sumar þegar öðru kjörtímabili hans lýkur. Þetta staðfestir forsetinn sem kveðst þó ekki vera á þeim buxunum „nema afar ríkar ástæður séu til“ Meira
27. mars 2024 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Átján létust í asa við að sækja mat

Talsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas skoruðu í gær á erlend ríki að hætta að varpa matvælum til Gasasvæðisins úr lofti eftir að 12 manns drukknuðu í Miðjarðarhafi og sex til viðbótar tróðust undir í mannfjölda sem þusti að matvælasendingunum á norðurhluta svæðisins Meira
27. mars 2024 | Erlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Beina sökinni að Vesturveldunum

Alexander Bortníkov, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sakaði í gær Bandaríkin, Bretland og Úkraínu um að hafa staðið á bak við hryðjuverkið í Moskvu á föstudaginn, þar sem að minnsta kosti 139 manns féllu Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 257 orð | 3 myndir

Eitt stærsta þjófnaðarmálið til þessa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa stolið um 20-30 milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi að morgni mánudags. Þjófnaðurinn, sem er einn sá stærsti af þessu tagi í… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Flytja Stabat mater eftir Arvo Pärt

Stabat mater eftir Arvo Pärt verður flutt á tónleikum annars vegar í Keflavíkurkirkju á morgun, fimmtudag, kl. 16 og í Hallgrímskirkju laugardaginn 30. mars kl. 17. Einnig eru á efnisskránni sálmar og söngljóð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur og Tryggva M Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Flýta verkefnum vegna góðrar sölu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, segir sölu fyrirtækisins á nýjum íbúðum hafa verið umfram væntingar undanfarna mánuði. Því verði nýjum verkefnum flýtt. Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Gleyminn bílstjóri tók burðarvirki

Talsverð hætta skapaðist í gær skammt frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík þegar vörubifreið var ekið á stórt burðarvirki sem þverar götuna. Við höggið féll virkið, sem hýsir nokkur umferðarskilti, á Kringlumýrarbraut og stöðvaðist í kjölfarið öll umferð um svæðið Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Hleðsluáskrift ON fór út fyrir heimildir

Orka náttúrunnar (ON) braut gegn 18. grein raforkulaga með því að selja raforku fyrir aðra notkun en á hleðslustöðvum í fjöleignarhúsi. ON var einnig brotlegt í sama tilviki gegn ákvæði reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar „með því að… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 118 orð | 2 myndir

Hækka garðana með hrauni

Unnið er dag og nótt við að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík þar sem hraunið hefur runnið upp að mannvirkinu. Stefnt er að því að hækka norðausturhlutann um fjóra metra að jafnaði, en sá hluti garðanna sem myndar horn verður hækkaður um fimm til sex metra Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ísland grátlega nálægt því að fara á þriðja stórmótið

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mátti þola tap, 2:1, gegn Úkraínu í gærkvöldi í úrslitaleik um sæti á lokamóti Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar, en leikið var í Wroclaw í Póllandi. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki á 30 Meira
27. mars 2024 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Krefja Bandaríkin svara um Assange

Tveggja manna áfrýjunardómstóll frestaði í gær ákvörðun um að veita Julian Assange stofnanda Wikileaks áfrýjunarleyfi gegn framsali sínu til Bandaríkjanna um þrjár vikur. Fá bandarísk stjórnvöld þann tíma til þess að veita réttinum svör um þrjú áhyggjuefni sem dómararnir hafa af framsali Assange Meira
27. mars 2024 | Fréttaskýringar | 609 orð | 3 myndir

Listamenn fagna fjölgun launasjóða

Íslenskir listamenn fagna almennt frumvarpsdrögum, sem Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda um að að stofnaðir verði þrír nýir launasjóðir listamanna sem starfslaun eru veitt úr Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Lífsstílsverslun í stað Guðsteins

„Það var ekki hægt að segja nei við þessu húsnæði. Þarna er mjög góður andi og þvílík fegurð,“ segir Sigríður Jónsdóttir, Systa, eigandi verslunarinnar AFF concept store. Systa hefur tryggt sér eftirsótt húsnæði þar sem Verslun Guðsteins… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 440 orð | 3 myndir

Magnús Þór slær ekki slöku við

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson er vægast sagt afkastamikill. Í liðinni viku var endurútgáfa á plötu hans Still Photographs komin á helstu streymisveitur eins og Spotify og YouTube, félagarnir Magnús og Jóhann Helgason voru með stórtónleika í Hljómahöllinni sl Meira
27. mars 2024 | Erlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Neyðarástandi lýst yfir í Maryland

Wes Moore, ríkisstjóri Maryland-ríkis, lýsti yfir neyðarástandi í ríkinu í gær eftir að gámaflutningaskipið Dali rakst á Francis Scott Key-brúna í borginni Baltimore í fyrrinótt með þeim afleiðingum að brúin hrundi Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Nýir göngustígar á Geysissvæðinu

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir vegna uppbyggingar nýrra gönguleiða við Geysi í Haukadal. Þetta er 1. áfangi í gerð hringleiðar um hverasvæðið. Verklok á þessum áfanga eru áætluð í september 2024. Áætlað er að ljúka við heildaruppbyggingu svæðisins í árslok 2025 Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Óstaðbundin störf styrkja landsbyggðina

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð

Peningagjafir bankans fyrir tugi milljóna

Starfsmenn Íslandsbanka fá hundrað þúsund krónur í sumargjöf frá bankanum. Heildarupphæð vegna gjafanna nemur tæplega 70 milljónum króna en hjá bankanum starfa um 700 manns. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka staðfesti þetta og… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Ró yfir viðræðum vegna páskafrís

Viðræður um endurnýjun kjarasamninga liggja að mestu niðri í þessari viku vegna páskaleyfis og hefur verið rólegt í húsnæði ríkissáttasemjara síðustu daga. Meginþorri kjarasamninga á opinbera markaðnum rennur út um páskahelgina þar sem gildistími… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 299 orð

Sala nýrra íbúða tekin að glæðast

Vísbendingar eru um að líf sé að færast í fasteignamarkaðinn eftir rólegt ár í fyrra. Það birtist meðal annars í góðri sölu á nýjum íbúðum. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir sölu fyrirtækisins á nýjum íbúðum hafa verið umfram væntingar undanfarna mánuði Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

SheSleep stefnir á útrás á næsta ári

Svefnmeðferðarfyrirtækið Betri svefn hefur sett nýtt smáforrit á markaðinn sérstaklega ætlað konum. Forritið, sem gengur undir nafninu SheSleep, gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda, fylgjast með… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Sjóarinn síkáti verður haldinn á Granda

Sjómannadagshátíðin Sjóarinn síkáti, sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung, verður haldin við Reykjavíkurhöfn í ár í ljósi aðstæðna í Grindavíkurbæ. Samkomulag þess efnis var handsalað um borð í Fjölni GK 157, sem liggur við höfnina á Granda, í gær Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Skoða færslu Markarfljóts

Hugmyndir eru uppi innan Vegagerðarinnar um að færa ós Markarfljóts um tvo til fjóra kílómetra frá Landeyjahöfn til austurs til að minnka sandburð úr fljótinu í höfnina. Þetta kom fram á íbúafundinum sem haldinn var um samgöngumál Vestmannaeyjum fyrr í þessum mánuði Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Sótt að Guðna að sitja áfram

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands hafa borist stöðugar hvatningar og áskoranir um að endurskoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sumar. Þetta staðfestir forsetinn sem kveðst þó ekki vera á þeim buxunum „nema afar ríkar ástæður séu til“. Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

SR tryggði sér oddaleik á Akureyri

Skautafélag Reykjavíkur tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í íshokkí með sigri á Skautafélagi Akureyrar, 5:3, í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Það er því ljóst að liðin þurfa að mætast í hreinum úrslitaleik um… Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Tillaga um Pétur sem bæjarstjóra

Meiri­hlut­inn í Hvera­gerði hefur lagt til að Pét­ur G. Mark­an biskupsritari verði næsti bæj­ar­stjóri í stað Geirs Sveinssonar. Sendi meirihlutinn frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Framsóknarflokkur og O-listi skipa meirihlutann sem ætlar að … Meira
27. mars 2024 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Þurfum að geta brugðist við stærri atburðum

„Hingað til hefur Ísland ekki haft neinar sérstakar viðbragðssveitir sem geta brugðist við atburðum sem eru stærri en rútuslys,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðalækningum og formaður undirbúningshóps um sérstaka… Meira

Ritstjórnargreinar

27. mars 2024 | Leiðarar | 628 orð

Glundroði og ofbeldi

Glæpagengi hafa tekið völdin á Haítí Meira
27. mars 2024 | Staksteinar | 185 orð | 2 myndir

Holur hljómur innviðaráðherrans

Kallinn, dálkur Viljans, minnir á lýsingu George Orwells í 1984 á „nýlenskunni“, villandi orðfæri Stóra bróður, til að halda lýðnum blekktum og þægum. Um leið var fólki tamin „tvíhyggja“, að geta haft tvær gagnstæðar skoðanir samtímis. Meira

Menning

27. mars 2024 | Menningarlíf | 382 orð | 1 mynd

Algjör samvinna listamanna

Hamflettur er yfirskrift myndbandsinnsetningar Siggu Bjargar Sigurðardóttur og Mikaels Lind í Listasafni Árnesinga. Innsetningin er unnin sérstaklega fyrir sýninguna og samanstendur af þrjátíu vídeóverkum og þrjátíu hljóðverkum sem unnin eru fyrir þrjá skjávarpa og sex hátalara Meira
27. mars 2024 | Fjölmiðlar | 186 orð | 1 mynd

Herramenn og glæpakvendi

Nýlega horfði ég á skemmtilega splunkunýja þáttaseríu á Netflix-streymisveitunni, The Gentlemen. Þar segir af aristókratanum og hertoganum Eddie sem erfir óðal feðranna í enskri sveit en kemst fljótt að því að ekki er allt með felldu Meira
27. mars 2024 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Hist og með tónleika í kvöld

Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með tónleikum í kvöld, hinn 27. mars, kl. 20 á Björtuloftum, Hörpu, með hljómsveitinni Hist og. Múlinn er að hefja sitt 27. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar Meira
27. mars 2024 | Menningarlíf | 666 orð | 2 myndir

List er friður

„Öll góð list, innst inni, snýst um það sama: Að taka hið einstaka, hið algerlega sértæka, og gera það altækt eða almennt. Listin sameinar hið sértæka hinu algilda með listrænni tjáningu. Hún útrýmir ekki sérstöðunni heldur leggur áherslu á… Meira
27. mars 2024 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Ólíkir straumar og listform mætast

Listahátíðin Leysingar verður haldin í Alþýðuhúsinu á Siglufirði föstudaginn langa, hinn 29. mars, og laugardaginn 30. mars, eins og undanfarin ár, með þátttöku fjölda listamanna víðs vegar að í bland við heimamenn Meira
27. mars 2024 | Leiklist | 912 orð | 2 myndir

Þar sem þögnin ein ríkir í óræðum tíma

Borgarleikhúsið X ★★½·· Eftir Alistair McDowall. Íslensk þýðing: Jón Atli Jónasson. Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing: Fjölnir Gíslason. Tónlist og hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson. Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Kría Valgerður Vignisdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins laugardaginn 16. mars 2024. Meira

Umræðan

27. mars 2024 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Allt búið en er meira frammi?

Undanfarin misseri hefur verið vöntun á raforku á Íslandi. Í meginatriðum er það vegna tafa á uppbyggingu raforkuflutningskerfisins og virkjana, ófullnægjandi markaðskerfis fyrir raforku sem leitt hefur til óhagkvæmrar nýtingar hennar og að raforka hefur verið ofseld Meira
27. mars 2024 | Aðsent efni | 897 orð | 1 mynd

Biskupskjör og kirkjan

Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn og góður fræðari. Meira
27. mars 2024 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Dauðinn dó en lífið lifir

Páskarnir geyma rætur kristninnar. Kristur er upprisinn. Lífið lifir er boðskapur páskanna og kjarni kristinnar trúar. Páskar eru því hátíð gleðinnar. Meira
27. mars 2024 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Er afþreying fjölmiðill?

Er ekki bara sanngjarnt að það sama gangi yfir alla? Meira

Minningargreinar

27. mars 2024 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Andrés Kristinsson

Andrés Kristinsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1939. Hann lést 15. mars 2024. Foreldrar hans voru hjónin Kristinn Andrésson málarameistari, f. 3.2. 1893, d. 5.2. 1960, og Margrét Guðmundsdóttir f. 14.11 Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 841 orð | 1 mynd

Bragi Brynjólfsson

Bragi Brynjólfsson fæddist 6. júlí 1946 á Sólvangi í Hafnarfirði. Hann lést 12. mars 2024. Foreldrar Braga voru Rósa Árnadóttir, f. 10.10. 1902, d. 16.1. 1994, og Brynjólfur Sveinsson, f. 28.8. 1891, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 962 orð | 1 mynd

Einar Erlendsson

Einar Erlendsson húsagagnasmíðameistari fæddist í Reykjavík 2. desember 1939. Hann lést 15. mars 2024 á Landspítalanum eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Erlendur Einarsson, f. 2.9. 1914 í Reykjavík, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 760 orð | 1 mynd

Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson fæddist á Sandnesi, Kaldrananessókn í Strandasýslu, 14. september 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. mars 2024. Foreldrar Guðmundar voru Brynhildur Jónsdóttir, f. 1921, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 792 orð | 1 mynd

Jóel Halldór Jónasson

Jóel Halldór Jónasson fæddist á Læk á Skógarströnd 26. október 1944. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum í Fossvogi 16. mars 2024. Foreldrar Jóels voru Jónas Guðmundsson, f. 27.4. 1905, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 1780 orð | 1 mynd

Jón Lárus Hólm Stefánsson

Jón Lárus Hólm Stefánsson fæddist 21. desember 1945 í Stykkishólmi og ólst upp í Vatnsholti í Staðarsveit að hluta og í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 12. mars 2024 eftir stutta baráttu við krabbamein Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 1356 orð | 1 mynd

Kristín Ingibjörg Friðriksdóttir

Kristín Ingibjörg Friðriksdóttir fæddist á Sauðárkróki 27. desember 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 28. janúar 2024. Foreldrar hennar voru Fjóla Jónsdóttir húsmóðir, f. 30.4. 1897 á Brattavöllum á Ársskógsströnd, d Meira  Kaupa minningabók
27. mars 2024 | Minningargreinar | 576 orð | 1 mynd

Sandra Magnúsdóttir

Sandra Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 24. maí 1945. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. mars 2024. Foreldrar Söndru voru Guðbjört Magnúsdóttir, f. 31. maí 1924 í Vestmannaeyjum, d. 27. júlí 2019 og Magnús Kr Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

27. mars 2024 | Dagbók | 82 orð | 1 mynd

Fylgist með konungsfjölskyldunni

Guðný Ósk Laxdal heldur úti Instagram-reikningnum Royal Icelander og segist hún hafa einlægan áhuga á konungbornu fólki. Hún hafi byrjað að segja fréttir af konungsfjölskyldum úti í heimi eftir að vinir hennar voru orðnir þreyttir á að hlusta á hana blaðra Meira
27. mars 2024 | Í dag | 92 orð | 1 mynd

Guðbjörg Sylvía Hjörleifsdóttir

30 ára Sylvía er Reykvíkingur og býr í Grafarvogi. Hún er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Tröllaskaga og er í fæðingarorlofi. Áhugamálin eru ferðalög, hreyfing og að vera með fjölskyldunni. Fjölskylda Maki Sylvíu er Stefán Ragnarsson, f Meira
27. mars 2024 | Í dag | 53 orð

Hughrifin af útliti orða samræmast ekki alltaf merkingu þeirra! Lesandi…

Hughrifin af útliti orða samræmast ekki alltaf merkingu þeirra! Lesandi sagði að sér fyndist gneypur eiga að merkja mikilúðlegur, hnarreistur, hvasseygur – „eitthvað í þá áttina“ Meira
27. mars 2024 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Andrea Marín Stefánsdóttir fæddist 21. september 2023 kl. 14.10…

Reykjavík Andrea Marín Stefánsdóttir fæddist 21. september 2023 kl. 14.10 í Reykjavík. Hún vó 3.462 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðbjörg Sylvía Hjörleifsdóttir og Stefán Ragnarsson. Meira
27. mars 2024 | Í dag | 120 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2.465) hafði svart gegn Englendingnum Ethan Sanitt (1.914) Meira
27. mars 2024 | Í dag | 176 orð

Stórgreiði. S-NS

Norður ♠ ÁK86 ♥ 964 ♦ KG107 ♣ 107 Vestur ♠ G943 ♥ D2 ♦ Á532 ♣ G54 Austur ♠ 1072 ♥ KG853 ♦ D864 ♣ 9 Suður ♠ D5 ♥ Á107 ♦ 9 ♣ ÁKD8632 Suður spilar 6♣ Meira
27. mars 2024 | Í dag | 361 orð

Úr einu í annað

Ég fékk góðan póst þar sem Sverrir Kristinsson fasteignasali spyr: Nú er spurningin hvort Halldór Blöndal sem sér um Vísnahornið þekkir vísuna eftir alþingismanninn (ráðherrann) Halldór Blöndal?: Þetta var ca árið 1981 Meira
27. mars 2024 | Dagbók | 24 orð | 1 mynd

Útlitið ekki alltof bjart

Margt bendir til þess að ferðaþjónustan á Íslandi eigi krefjandi ár framundan. Þetta segir Pétur Óskarsson, nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í viðtali í Dagmálum. Meira
27. mars 2024 | Í dag | 1064 orð | 3 myndir

Vitundarvakning í sjálfbærni

Kristín Vala Ragnarsdóttir fæddist 27. mars 1954 í Reykjavík. Fyrstu tvö árin bjó hún í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni þar sem pabbi hennar var í verkfræðinámi og mamma hennar í grautarskóla, eins og hún kallaði húsmæðraskólann Meira

Íþróttir

27. mars 2024 | Íþróttir | 137 orð | 2 myndir

Einu marki frá EM 2024

Ísland verður að sætta sig við að komast ekki í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir ósigur gegn Úkraínu í úrslitaleiknum í Wroclaw í Póllandi í gærkvöld, 2:1. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir á 30 Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 215 orð

Ekkert EM en sterkir mótherjar í júní

Ísland er með ósigrinum úr leik í undankeppni Evrópumótsins og þarf í annað skiptið í röð að sætta sig við að missa af EM með tapi í hreinum úrslitaleik. Það gerðist líka í nóvember árið 2020 þegar Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 2:1, í Búdapest… Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 339 orð | 2 myndir

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í…

Frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F37 fatlaðra á Jesolo 2024 Grand Prix-mótinu á Ítalíu. Hún setti nýverið Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsum innanhúss er hún varpaði kúlunni 9,73 metra Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 231 orð

Grátlegt þegar maður er svona nálægt þessu

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var niðurlútur eftir tapið í gærkvöldi. „Það er ansi erfitt að kyngja þessu, sérstaklega þegar við vorum komnir 1:0 yfir og vorum yfir í hálfleik. Þá eru 45 mínútur eftir og við fáum á okkur léleg mörk Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 216 orð

Gríðarlegt svekkelsi sem fer í reynslubankann

Frammistaða íslenska liðsins var heilt yfir mjög góð. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var nánast fullkominn og liðið steig vart feilspor. Liðið hélt línunum vel og varðist sem ein heild, allt frá fremstu mönnum til aftasta manns Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Hildigunnur og Alfa ekki með

Handknattleikskonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir hafa dregið sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Lúxemborg og Færeyjum í byrjun apríl. Ísland mætir Lúxemborg ytra 3 Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Íslenska liðið fékk skell í Tékklandi

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta fékk skell, 4:1, er það mætti því tékkneska á útivelli í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóvakíu á næsta ári. Tékkneska liðið byrjaði af miklum krafti og komst í 2:0 á fyrstu 20 mínútunum er þeir Václav Sejk og Daniel Fila skoruðu Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Patrekur tekur við kvennaliðinu

Patrekur Jóhannesson mun taka við sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik eftir yfirstandandi tímabil. Sigurgeir Jónsson klárar tímabilið og lætur svo af störfum. Patrekur þjálfaði karlaliðið í upphafi leiktíðar en hætti með liðið vegna anna í öðrum störfum innan Stjörnunnar Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Sannfærandi sigrar Valsara og Þórsara

Valur og Þór frá Akureyri unnu bæði örugga útisigra í B-deild úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð á Stykkishólm og unnu afar öruggan 92:41-útisigur á botnliði Snæfells Meira
27. mars 2024 | Íþróttir | 308 orð | 2 myndir

Úrslitin ráðast í oddaleik

Úrslit Íslandsmóts karla í íshokkí ráðast í oddaleik í Skautahöll Akureyrar klukkan 16.45 á morgun, en það varð ljóst eftir 5:3-sigur Skautafélags Reykjavíkur á Skautafélagi Akureyrar í fjórða leik liðanna í Skautahöllinni í Laugardalnum í gærkvöldi Meira

Viðskiptablað

27. mars 2024 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Auknar kröfur skerða samkeppnishæfni Íslands

Sífellt meiri áhersla er lögð á sjálfbærni hjá fyrirtækjum með tilheyrandi kostnaði. Spurð hvort hún telji þær kröfur of íþyngjandi eða nauðsynlegar segir María Björk Einarsdóttir, fjármálastjóri Eimskips, að málið sé flókið og mismunandi kröfur hafi misjöfn áhrif Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 655 orð | 2 myndir

Delta hefur flutt tæpa eina milljón farþega til Íslands

Ísland er og verður segull fyrir ferðamenn frá Bandaríkjunum. Það er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Þetta segir Ilse Janssens, sölustjóri bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines í Evrópu, í samtali við ViðskiptaMoggann en hún var nýlega stödd hér á landi Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 86 orð | 1 mynd

Fjórir nýir í eigendahóp KPMG

Friðrik Einarsson, Hafþór Ægir Sigurjónsson, Margrét Pétursdóttir og Róbert Ragnarsson bættust nýlega við eigendahóp þekkingarfyrirtækisins KPMG. Í tilkynningu segir að 320 starfi hjá félaginu á Íslandi og 270 þúsund á heimsvísu í 143 löndum Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 490 orð | 1 mynd

Hafa hagfræðingar áhuga á orkumálum?

Orkumál eru efnahagsmál og því brýnt að við stefnumótun og aðgerðir stjórnvalda sé hagfræðin höfð til halds og trausts við mótun skynsamlegrar stefnu. Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 396 orð | 1 mynd

Hækka vaskinn: Versta hugmynd sem til er

„Þetta er galin hugmynd. Bara versta hugmynd sem er til og versta hugmynd sem er til til þess að auka skatttekjur ríkissjóðs.“ Þessum orðum fer Pétur um þá hugmynd sem víða er hreyft að ferðaþjónusta verði færð úr lægra þrepi virðisaukaskatts, 11%, í 24% Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 601 orð | 1 mynd

Í kjölfar leysinga siglir ­fjármálaáætlun

Frá árinu 1980 hefur hið opinbera að meðaltali verið rekið með „tapi“ [...] Af þeim 44 árum sem gögn ná yfir hefur hið opinbera verið rekið með tapi í 30 ár. Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 817 orð | 2 myndir

Í útrás með SheSleep á næsta ári

Svefnmeðferðarfyrirtækið Betri svefn hefur sett nýtt smáforrit á markaðinn sérstaklega ætlað konum. Forritið, sem gengur undir nafninu SheSleep, gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda í gegnum forritið, … Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 2364 orð | 1 mynd

Kom til félagsins með nýjar áherslur

„Við leggjum mikið upp úr því að mæla árangur í okkar rekstri, fara yfir nýjustu gögn og finna leiðir til að bregðast við þeim. Það er eitt af því sem ég vildi leggja áherslu á þegar ég tók við sem fjármálastjóri Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 636 orð | 1 mynd

Langhlaup sem kallar á vandvirkni

Undanfarin misseri hafa verið tíðindasöm hjá Símanum. Mikið fór fyrir sölunni á Mílu en í kjölfarið þótti Síminn verða sveigjanlegra fyrirtæki og gat lagt meiri áherslu á þjónustuhlið starfseminnar. Nýverið keypti Síminn Billboard og tengd félög á… Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 495 orð | 1 mynd

Lítill áhugi á hlutafjáraukningu

Óvíst er með hvaða hætti fyrirhuguð hlutafjáraukning Ljósleiðarans fer fram. Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans er áhugi fjárfesta lítill sem enginn, þá sérstaklega almennra fjárfesta, en þó eru nokkrir lífeyrissjóðir með það til skoðunar að taka þátt í hlutafjáraukningunni Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 173 orð | 1 mynd

Minna tap hjá Amaroq

Tap námuvinnslufyrirtækisins Amaroq Minerals nam í fyrra um 833 þúsund Bandaríkjadölum, samanborið við tap upp á tæpar 22 milljónir dala árið áður. Rétt er að hafa í huga að félagið er enn í svonefndum uppbyggingarfasa, sem þýðir að vonir standa til … Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 485 orð | 2 myndir

Ríkið er lélegur eigandi

Það eru nokkrir vinklar sem vert er að skoða varðandi klúðrið við kaup Landsbankans á TM. Helst hefur umræðan beinst að því hver vissi hvað og hvenær, og hvort klúðrið felist í því að bankaráð hafi ekki upplýst Bankasýsluna með formlegum hætti og… Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Snilli ehf. hagnast um 2,3 milljónir

Framleiðslufyrirtækið Snilli ehf. hagnaðist um 2,3 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 2,5 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Fyrirtækið er í eigu leikarans og framkvæmdastjóra félagsins, Jóhanns G Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 910 orð | 9 myndir

Um fórnarlömb tískunnar og smáræðið sem mig vanhagar um

Það er allt eins líklegt að þessi pistill muni eldast afskaplega illa því þegar kemur að klæðnaði og stíl hef ég aldeilis ekki efni á að setja mig á háan hest. Eflaust er ég verst klæddi tískuspekúlant sem finna má Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 210 orð | 1 mynd

Verðbólga hækkar umfram væntingar

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,8% og hækkar um 0,2 prósentustig frá síðasta mánuði þegar hún mældist 6,6%. Greiningardeild Íslandsbanka segir að hækkunin sé meiri en spár gerðu ráð fyrir í mars. Þá segir greiningardeildin að hækkun reiknaðrar… Meira
27. mars 2024 | Viðskiptablað | 1492 orð | 1 mynd

Þegar verndarstefna skýtur rótum

Umsátrið um Antwerpen er oft nefnt sem dæmi um hvernig inngrip vel meinandi stjórnmálamanna geta haft skelfilegar afleiðingar í för með sér: Árið 1584, mitt í áttatíu ára stríðinu, sótti spænski herinn að borginni úr öllum áttum undir stjórn… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.