Greinar fimmtudaginn 21. mars 2024

Fréttir

21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 105 orð

180 m háar með spaða í efstu stöðu

Hrjónur ehf. hafa kynnt áform um að reisa vindorkugarð á Grjóthálsi á jörðunum Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum í Borgarbyggð. Matsáætlun vegna umhverfismats hefur verið lögð fram í skipulagsgátt. Áætlanir sem kynntar voru fyrir nokkrum árum um… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð

Aðalfundurinn reyndist ólöglegur

„Með þessari niðurstöðu skapast grundvöllur fyrir þá félagsmenn sem unna félaginu og fengu ekki að mæta á síðasta aðalfund til að boða til nýs aðalfundar til að endurreisa félagið,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hjá Málsvara Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Allt að 14 vindmyllur á Grjóthálsi

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný áform hafa verið kynnt um að reisa vindorkugarð á Grjóthálsi á Holtavörðuheiði á jörðunum Hafþórsstöðum og Sigmundarstöðum í Borgarbyggð. Það er félagið Hrjónur ehf. sem hefur í undirbúningi að setja upp tíu til 14 vindmyllur á Grjóthálsi og er gert ráð fyrir að afl hverrar vindmyllu verði 6,6 til 7,2 MW. Uppsett heildarafl í vindorkugarðinum yrði þá á bilinu 66 til 100 MW. Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 1014 orð | 4 myndir

Á mannlausum alþjóðaflugvelli

Viðtal Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Verkefnið var að fljúga Diamond DA62 frá Wiener Neustadt í Austurríki til Suður-Afríku,“ segir Aron Luis Gilbertsson flugmaður í samtali við Morgunblaðið og bjóði einhverjum í grun að slíkt ferðalag sé einhver lautartúr má benda á að þar eru farnir 9.260 kílómetrar um loftin blá. Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Baldur Þórhallsson „tekur slaginn“

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur ákveðið að „taka slaginn“ og bjóða sig fram í embætti forseta Íslands. Hávær orðrómur hefur verið uppi um hugsanlegt framboð hans og kom því ákvörðunin ekki mörgum á óvart þegar hann … Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Borgin leigir út 600 garða í ár

Opnað var fyrir umsóknir Reykvíkinga um matjurtagarða í borginni föstudaginn 15. mars síðastliðinn. Borgin hefur um árabil boðið Reykvíkingum að leigja matjurtagarða og hafa þeir notið mikilla vinsælda hjá fólki sem vill rækta sitt eigið grænmeti Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 549 orð | 4 myndir

Einar sótti innblástur í sveitina sína

Áhugi er fyrir því í Hrunamannahreppi að sumarhús Einars Jónssonar myndhöggvara (1874-1954) sem er á fæðingarstað hans að bænum Galtafelli verði gert upp og fái veglegan sess í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að húsið, sem er í eigu Þjóðminjasafns Íslans, þarfnast viðgerða Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Einkennileg birtingarmynd þakklætis Palestínumanna

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Ég velti fyrir mér hvaða löggjafarþing í heiminum myndi leyfa aðra eins framkomu við helgasta reit lýðræðis hvers lands. Það er með ólíkindum hvernig Palestínumenn sem hér hafa leitað hælis sýna þjóðþinginu og Íslendingum þakklæti sitt,“ sagði Ásmundur Friðriksson alþingismaður í ræðu á Alþingi undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Eldgosið gæti haldið áfram næstu mánuði

Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur tel­ur ekki úti­lokað að eld­gosið við Sund­hnúkagígaröðina geti varað í nokkra mánuði ef raun­in er sú að kvika streymi nú úr dýpra kviku­hólf­inu og upp á yf­ir­borð Meira
21. mars 2024 | Fréttaskýringar | 603 orð | 3 myndir

Eyjarnar í Eyjafirði laða til sín ferðamenn

Ferðamönnum hefur fjölgað mikið yfir sumartímann í eyjunum Grímsey og Hrísey síðustu ár og hefur það valdið auknu álagi á náttúru eyjanna, að því er kemur fram í nýrri skýrslu sem Ása Marta Sveinsdóttir og Laufey Haraldsdóttir gerðu á vegum… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 821 orð | 2 myndir

Framsækin kirkja sem taki afstöðu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Geir Sveinsson hættir í Hveragerði

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa komið sér saman um tillögu að starfslokasamningi Geirs. Þetta var tilkynnt í gær á vef bæjarins en tillagan verður lögð fyrir fund bæjarstjórnar á morgun Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Gylfi ætlar sér að berjast um titla

„Það er alltaf ákveðin pressa innan félagsins, bæði hjá leikmönnum, stjórninni, þjálfurum og stuðningsmönnum liðsins, að berjast um alla þá bikara sem í boði eru. Það hefur ekkert breyst með komu minni,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Ísland er tveimur leikjum frá sæti á EM í sumar

Mikilvægasti leikur karlalandsliðsins í fótbolta í langan tíma fer fram í Búdapest í kvöld þegar það mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik á þriðjudaginn Meira
21. mars 2024 | Fréttaskýringar | 668 orð | 5 myndir

Knatthús og lón á teikniborðinu

Knatthús, baðlón, hótel og íbúðir koma við sögu í drögum að deiliskipulagi þriggja svæða í Borgarbyggð. Uppbyggingin mun setja mikið mark á Borgarnes. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir deiliskipulagið ná til þriggja svæða Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Málstofa til heiðurs Elsu E. Guðjónsson á hundrað ára afmæli

Málstofa til heiðurs Elsu E. Guðjónsson verður haldin í Þjóðminjasafninu í hádeginu í dag, 21. mars, og hefst dagskráin kl. 12. Hundrað ár eru í dag liðin frá fæðingu Elsu E. Guðjónsson en sýningin Með verkum handanna er árangur og niðurstaða áratugarannsókna Elsu á refilsaumi Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 155 orð | 2 myndir

Mikill meirihluti hefur samþykkt

Nýgerðir kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins voru samþykktir með miklum meirihluta í bæði atkvæðagreiðslum meðal félagsmanna í 18 aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands og í Eflingu. SGS hélt utan um rafræna atkvæðagreiðslu í aðildarfélögunum.Var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða Meira
21. mars 2024 | Fréttaskýringar | 808 orð | 2 myndir

Mikilvægi drónahernaðar að aukast

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þótt hallað hafi nokkuð undan fæti hjá Úkraínumönnum á víglínunni í austurhluta landsins síðustu mánuði vegna skorts á skotfærum fyrir stórskotalið, hafa þeir brugðist við með því að herða árásir sínar með drónum á skotmörk bæði innan Rússlands og á hernumdu svæðum Úkraínu. Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 480 orð | 2 myndir

Næg verkefni fyrir harmonikuleikara

Mikill gangur er í Félagi harmonikuvina á Vesturlandi, FHVV, sem stofnað var sl. haust, og eru nú 32 meðlimir. Æfingar eru í Tónlistarskólanum á Akranesi annan hvern miðvikudag, félagsmenn hafa spilað í smærri hópum á ýmsum viðburðum og stórsveit… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Ofsaveðri er spáð og viðvörun gildir

Viðvaranir gilda nú um versnandi veður á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Spáð er stífum vindi af NA, sums staðar 18-25 m/sek. norðanlands. Þessu fylgir snjókoma eða slydda og sums staðar snjókoma, en annars staðar rigning Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 246 orð

Óviðunandi að bankaráðið upplýsti ekki Bankasýsluna

„Það er Bankasýslan sem hefur það hlutverk að sjá um samskipti við fjármálafyrirtæki og hafa eftirlit með framkvæmd eigendastefnu og samningum ríkisins við viðkomandi fyrirtæki. Málefni af þessu tagi hefði þar af leiðandi átt að berast… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 446 orð

Óvissa um ársreikninga ríkisfyrirtækja

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi áritaði ársreikninga tveggja opinberra hlutafélaga, Íslandspósts og Isavia, án áritunar löggilts endurskoðanda. Ársreikningana áritaði hann með endurskoðunaráritun þar sem fram kemur að endurskoðað hafi verið í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla Meira
21. mars 2024 | Erlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Reyndi að lesa sjúkraskrá án leyfis

Bresku eft­ir­lits­stofnuninni um upp­lýs­inga­mál (ICO) hefur borist tilkynning um að grunur leiki á að brotist hafi verið inn í sjúkraskrá á The London Clinic. Greint var frá því á þriðjudag að spítalinn hefði nú til rannsóknar hvort starfsmaður… Meira
21. mars 2024 | Fréttaskýringar | 794 orð | 3 myndir

Samningur sem markaði tímamót

1990 „Hafa unnið í einlægni að því að brjóta nýjar brautir í samskiptum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda.“ Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Skíðagöngumót í Fljótum á föstudaginn langa

Eftir nokkurra ára hlé verður Fljótamótið í skíðagöngu haldið um páskana eða nánar tiltekið föstudaginn langa. Hefst mótið kl. 13. Björn Z. Ásgrímsson, einn skipuleggjenda, segir vel við hæfi að halda skíðagöngumót í Fljótum í Skagafirði, „í… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Stefnuleysi gegn ópíóíðavandanum

Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 624 orð | 2 myndir

Sækir í áhugaverðan bakgrunn

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er að mestu sólóverkefni en ég hef verið svo heppinn að njóta aðstoðar ótrúlegra tónlistarmanna hér á landi,“ segir írski tónlistarmaðurinn Dominic Scott sem heldur útgáfutónleika í Mengi við Óðinsgötu í kvöld. Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Tilboð Landsbankans án umboðs

Þingmenn úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu eru á einu máli um alvarleika Landsbankamálsins, þar sem stjórnendur bankans gerðu bindandi kauptilboð í TM tryggingar fyrir 28,6 milljarða króna í blóra við vilja eigenda og fyrirliggjandi eigendastefnu Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Tæpar 4 m.kr. í styrki á 5 mánuðum

Alls hafa 48 manns þegið styrk frá Vinnumálastofnun til að sækja námskeið hjá ökuskólum til öflunar réttinda til leigubílaaksturs og meiraprófs sl. fimm mánuði, þ.e. frá október 2023. Styrkfjárhæðin nemur tæpum fjórum milljónum króna á þessu tímabili Meira
21. mars 2024 | Erlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Vorkomunni fagnað í Varanasi

Íbúar í Varanasi á Indlandi héldu í gær árlega skrúðgöngu sína í tengslum við trúarhátíðina Masaan Ki Holi, en dagurinn markar upphaf vorsins í Varanasi. Margir af þeim sem taka þátt maka á sig ösku frá bálfararstöðum borgarinnar í virðingarskyni… Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 1028 orð | 5 myndir

Þórunn Högna býður upp á nýstárlega páskarétti

Hún deilir hér með lesendum Morgunblaðsins uppskriftum að páskakræsingum sem hún ætlar að bjóða upp á og gefur innsýn í páskaþemað sitt í ár. Þórunn er annálaður fagurkeri og snillingur í að galdra fram fallegar kræsingar fyrir hvers kyns tilefni Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Þrír skólastjórar ráðnir til starfa

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í sl. viku, að tillögu sviðsstjóra menntasviðs, tillögur um ráðningu skólastjóra þriggja grunnskóla í efri byggðum bæjarins. Samþykkt var samhljóða að ráða Heimi Eyvindarson í starf skólastjóra Kóraskóla Meira
21. mars 2024 | Innlendar fréttir | 519 orð | 5 myndir

Þröng á þingi á toppi Reykjavíkurskákmótsins

Alisher Suleymenov frá Kasakstan tók forystu á Reykjavíkurmótinu þegar hann vann Tyrkjann Vahap Sanal í sjöundu umferð á þriðjudaginn og hafði þar með hlotið 6 vinninga af sjö mögulegum, ½ vinningi meira en 18 skákmenn sem voru allir með 5½ vinning Meira

Ritstjórnargreinar

21. mars 2024 | Leiðarar | 320 orð

Enn sama skrítna fréttamatið

Vel hermannað sjúkrahús Meira
21. mars 2024 | Leiðarar | 250 orð

Vextir og verkalýðshreyfing

Óboðlegt uppreisnartal formanns VR Meira
21. mars 2024 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Öfugsnúin ­launaþróun

Týr Viðskiptablaðsins ræðir um sjónarmið sem Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, stéttarfélags háskólamenntaðs fólks, hafi sett fram um að launamunur sé of lítill hér á landi. Týr dregur þá ályktun að formaðurinn vilji auka misskiptingu en sé þar á villigötum. Meira

Menning

21. mars 2024 | Myndlist | 611 orð | 4 myndir

Áhrifamáttur hins óséða

Gerðarsafn Venjulegir staðir / Venjulegar myndir ★★★★· Listamenn: Emma Heiðarsdóttir, Haraldur Jónsson, Ívar Brynjólfsson, Joe Keys, Kristín Sigurðardóttir, Lukas Kindermann, Ragnheiður Gestsdóttir og Tine Bek. Sýningarstjórn: Brynja Sveinsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Sýningin stendur til 31. mars 2024. Opið alla daga milli kl. 12 og 18. Meira
21. mars 2024 | Fólk í fréttum | 771 orð | 2 myndir

Ákvað ungur að verða poppstjarna

„Mér finnst skrýtið að það séu komin fjörutíu ár, mér finnst ég rétt að byrja,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson og hlær. Margt hefur gerst á löngum ferli, hann hefur meðal annars opnað stórleikhús í Berlín, nokkra skemmtistaði,… Meira
21. mars 2024 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Hróðmar leikur með hljómsveit og bandi

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson kemur fram ásamt hljómsveit sinni og tríóinu Desi Vega í kvöld, fimmtudaginn 21. mars, kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af röðinni Jazz í Djúpinu, sem haldin er í kjallaranum undir veitingastaðnum Horninu, Hafnarstræti 15 Meira
21. mars 2024 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Hvar er hin góða Kate prinsessa?

Það er árið 2024 og mannkynið ætti að vera orðið sæmilega skynsamt. Alls kyns framfarir stuðla þó greinilega ekki að jafnvægi hugans hjá fjölmörgum sem sjá samsæri á ótrúlegum stöðum. Þegar falleg og góð bresk prinsessa, Kate Middleton, fór í… Meira
21. mars 2024 | Menningarlíf | 739 orð | 2 myndir

Leyfir innsæinu að ráða för

„Uppspretta tónlistar er dularfull. Hún er eins konar dulið tungumál sem tónskáld leitast við að afhjúpa. Verkefni þeirra er að afkóða þessar glefsur af tónbrotum og umbreyta þeim í eitthvað skiljanlegt – í tónlist Meira
21. mars 2024 | Myndlist | 1034 orð | 5 myndir

Meira og minna tilviljanir

Hreinn lagði líka áherslu á að hann vildi ekki vera með neinar skýringar eða kenningar um eigin verk. Hann setti þau bara fram fyrir okkur að upplifa og skynja. Meira
21. mars 2024 | Menningarlíf | 218 orð | 2 myndir

Minningarskrínið og Óbragð best

Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru veitt í gærkvöldi en þau eru í fimm flokkum auk þess sem veitt eru sérstök heiðursverðlaun. Dómnefndir höfðu það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur og jafnvel hljóðskreyting getur bætt miklu við upplifunina Meira
21. mars 2024 | Menningarlíf | 365 orð | 1 mynd

Norðrið sem viðmið

Steina (Steinunn Bjarnadóttir Briem) hafði búið sig undir feril sem fiðluleikari þegar hún hlaut styrk til frekara hljóðfæranáms í Tékkóslóvakíu árið 1959. Árið 1962 kynntist hún þar verðandi eiginmanni sínum og starfsfélaga, Bohuslav [Woody]… Meira
21. mars 2024 | Fólk í fréttum | 640 orð | 4 myndir

Setja orku í flíkurnar

„Við vorum báðir að leika okkur að hönnun hvor í sínu lagi. Ég var að vinna en við ákváðum að fara að vinna saman þegar við fundum að áherslurnar voru svipaðar,“ segir Martin. Einu sinni voru stelpur aðallega að sauma Meira
21. mars 2024 | Leiklist | 1327 orð | 2 myndir

Tímalaus saga um sanna ást

Þjóðleikhúsið Frost ★★★★★ Eftir Jennifer Lee. Tónlist og söngtextar: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez. Íslensk þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Christina Lovery. Lýsing: Torkel Skjærven. Tónlistarstjórn: Andri Ólafsson og Birgir Þórisson. Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson og Brett Smith. Dans og sviðshreyfingar: Chantelle Carey. Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Hljómsveit: Andri Ólafsson, Birgir Þórisson, Björg Brjánsdóttir, Haukur Gröndal, Rögnvaldur Borgþórsson, Sigrún Harðardóttir, Snorri Sigurðarson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir. Leikarar: Adriana Alba Pétursdóttir, Almar Blær Sigurjónsson, Andrea Ísold Jóhannsdóttir, Aron Gauti Kristinsson, Atli Rafn Sigurðarson, Árni Gunnar Magnússon, Bjarni Snæbjörnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Embla María Jóhannsdóttir, Emma Máney Emilsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Garðar Sigur Gíslason, Guðjón Davíð Karlsson, Halla Björk Guðjónsdóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Jósefína Dickow Helgadóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Kormákur Erlendsson, María Thelma Smáradóttir, Nína Sólrún Tamimi, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Sindri Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Viktoría Sigurðardóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Örn Árnason. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 2. mars 2024. Meira

Umræðan

21. mars 2024 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Átta olíulítrar á Íslending á dag

Að vera framarlega í olíuútskiptunum verður líka mikilvægt markaðsmál ef við ætlum að halda áfram að selja fisk og ferðaþjónustu sem hágæðavöru. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Forsetinn, málfrelsið og lífæð lýðræðisins

Hvert og eitt mannsbarn, hver og einn Íslendingur, er dýrmætur, mikilvægur og einstakur. Því þarf rödd hvers og eins að fá að heyrast. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Geldinganes er gott byggingarland

Gott framboð lóða í nýjum hverfum gæti lækkað íbúðaverð og stuðlað að lausn húsnæðisvandans. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Hjálp til sjálfshjálpar

Samfélaginu beri að grípa þá sem lenda í hremmingum – en í kjölfarið hjálpa þeim aftur til sjálfshjálpar, reynist þess nokkur kostur. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Hvað bindur okkur saman?

Manneskja verður ekki skilgreind eftir húðlit, kyni, þjóðerni eða uppruna. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Klæðskerasaumuð fyrir biskupsembætti

Í Guðrúnu fer saman skilningur á hlutverki kirkjunnar, skörungsskapur, góðvild og heilbrigð skynsemi. Auk þess er hún glæsileg í sjón og raun. Meira
21. mars 2024 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Nýja skipulagsstefnu vegna náttúruhamfara

Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa t.d. aukið líkur á því að rýma þurfi fjölmenna borgarhluta. Meira
21. mars 2024 | Pistlar | 404 orð | 1 mynd

Sýndarveruleiki félags- og vinnumarkaðsráðherra

Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund í sárri fátækt. Stjórnvöld halda vísvitandi til streitu alvarlegum skorti á hjúkrunarrýmum. Fullorðið fólk dagar uppi á Landspítala löngu eftir að það er tilbúið til útskriftar Meira

Minningargreinar

21. mars 2024 | Minningargreinar | 1001 orð | 1 mynd

Anna Friðrika Karlsdóttir

Anna Friðrika Karlsdóttir fæddist 29. maí 1937 í Odda, Seyðisfirði. Hún lést á Hrafnistu Hafnarfirði 15. mars 2024. Foreldrar Önnu voru hjónin Kristín Halldóra Halldórsdóttir frá Seyðisfirði, f. 27. mars 1911, d Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 5287 orð | 1 mynd

Guðrún Thorarensen

Guðrún Ólafsdóttir Thorarensen fæddist á Þorvaldseyri á Eyrarbakka 28. febrúar 1934. Hún lést 12. mars 2024. Hún var dóttir hjónanna Ólafs E. Bjarnasonar og Jennýjar D. Jensdóttur. Systkini hennar voru: Sigrún, Bjarni, Sigurður, Ólafur, Eggert,… Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 1276 orð | 1 mynd

Hörður Þorsteinsson

Hörður Þorsteinsson fæddist 4. september 1952 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 29. febrúar 2024. Foreldrar hans voru Unnur Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1929, d. 2016 og Þorsteinn Lárus Pétursson vélstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 1385 orð | 1 mynd

Inger Johanne Arnórsson

Inger Johanne Arnórsson fæddist í Þrándheimi í Noregi 6. september 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 11. mars 2024. Foreldrar hennar voru Peder Olsen, bryti í verslunarflota Noregs, f. 30.3 Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

Jóhannes Óli Garðarsson

Jóhannes Óli Garðarsson fæddist á Akureyri 12. október 1944. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. mars 2024. Foreldrar hans voru Hildigunnur Magnúsdóttir, f. 28. mars 1915, og Garðar Jóhannesson, f Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 839 orð | 1 mynd

Kristín Ósk Óskars Jóhannsdóttir

Kristín Ósk Óskars Jóhannsdóttir fæddist 25. júní 1974 í Reykjavík. Hún lést 3. mars 2024 í Amsterdam. Foreldrar hennar eru Guðfinna Óskarsdóttir, f. 4.7. 1952, og Jóhann B. Garðarsson, f. 13.10. 1953 Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 2687 orð | 1 mynd

Ólafur Siggeir Helgason

Ólafur Siggeir Helgason fyrrverandi bílstjóri fæddist þann 17. mars árið 1947 í Reykjavík. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 13. mars 2024. Foreldrar hans voru Helgi S. Guðmundsson, vélstjóri og verslunarmaður, f Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 2877 orð | 1 mynd

Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen

Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen fæddist í Reykjavík 25. október 1941. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 9. mars 2024. Foreldrar Rögnu voru hjónin Sigurður Kristjánsson, f. 1885, d. 1968, ritstjóri, alþingismaður og forstjóri… Meira  Kaupa minningabók
21. mars 2024 | Minningargreinar | 250 orð | 1 mynd

Sigríður Guðmundsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir fæddist 28. júní 1937. Hún lést 1. mars 2024. Útför Sigríðar var gerð 14. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. mars 2024 | Sjávarútvegur | 540 orð | 1 mynd

Engu svarað um áhrif lúsalyfja

Umhverfisstofnun svarar því ekki hvenær standi til að skoða hver áhrif lyfja sem beitt er til að meðhöndla eldislax gegn laxalús eru á lífríki sjávar. Ekki hefur þeirri spurningu verið svarað hvort stofnunin telji forsvaranlegt að lyfin séu í notkun … Meira
21. mars 2024 | Sjávarútvegur | 331 orð | 1 mynd

Leiguúrræði Íslands bannað

Fátt bendir til að nokkur sjái sér fært að leggja í veiðar á bláuggatúnfiski í ár og verður 224 tonna kvóti Íslendinga því ekki nýttur. Breytingar sem gerðar voru á lögum 2022 sem áttu að hvetja íslenskar útgerðir til að hefja túnfiskveiðar eru… Meira

Viðskipti

21. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 105 orð | 1 mynd

Auka starfsemi í Eystrasalti

Samskip hafa aukið flutningsgetu félagsins við Finnland og í Eystrasalti með nýrri siglingaleið til og frá borgunum Helsinki í Finnlandi, Riga í Lettlandi og Klaipeda í Litháen. Þannig hefur félagið bætt við tveimur 803 gámaeininga (TEU) skipum á siglingaleiðinni Meira
21. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 429 orð | 1 mynd

Byggja þarf meira húsnæði

Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar, segir að byggja þurfi mun meira en virðist vera gert nú. Árið 2022 gerðu ríkið og sveitarfélögin rammasamkomulag um aukið framboð íbúða og að byggja þyrfti að lágmarki 35.000 íbúðir til ársins 2032 og þar af 4.000 á ári fyrstu fimm árin Meira
21. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Tónn Seðlabankans þyki heldur neikvæður

Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi var rauðglóandi eftir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans í gær um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Er þetta í fjórða skiptið í röð sem nefndin ákveður að vextir verði óbreyttir Meira

Daglegt líf

21. mars 2024 | Daglegt líf | 981 orð | 4 myndir

„Við vegum hvor aðra upp“

Við kynntumst þegar við unnum saman í tvö ár eftir að við lukum dýralæknanámi. Við fundum strax hversu vel við unnum saman, við vegum hvor aðra upp,“ segja þær Katrín Wagner og Helga Björt Bjarnadóttir sem eiga og reka fyrirtæki saman undir nafninu Dýralæknar Katrin & Helga ehf Meira

Fastir þættir

21. mars 2024 | Í dag | 264 orð

Af forsetakosningum

Óttar Felix Hauksson skrifaði mér á þriðjudag með skákkveðju: Á morgun eru vorjafndægur. Af því tilefni sendi ég þér vísu í sléttuböndum sem ég setti saman: Doði hverfur bráðum blær, blíður sunnan andar Meira
21. mars 2024 | Í dag | 64 orð

Alltaf hlýnar manni við að opna fjölmiðil og sjá orðasamband sem á í vök…

Alltaf hlýnar manni við að opna fjölmiðil og sjá orðasamband sem á í vök að verjast, jafnvel þótt það sé að ala á ótta! Að ala á e-u merkir að örva það, magna eða ýta undir það Meira
21. mars 2024 | Í dag | 192 orð

Bjánaíferð. S-Allir

Norður ♠ 983 ♥ K4 ♦ D9842 ♣ ÁD7 Vestur ♠ D62 ♥ G10973 ♦ G105 ♣ 84 Austur ♠ K1075 ♥ D65 ♦ Á3 ♣ 10962 Suður ♠ ÁG4 ♥ Á82 ♦ K76 ♣ KG53 Suður spilar 3G Meira
21. mars 2024 | Í dag | 827 orð | 3 myndir

Fjölskyldan auðgar lífið

Sigurbjörn Þorkelsson fæddist 21. mars 1964 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfi. „Í Laugarnesinu var gott að búa og eignaðist ég þar fjölda vina.“ Hann gekk í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla og síðan í Fjölbrautaskólann í Breiðholti Meira
21. mars 2024 | Í dag | 103 orð | 1 mynd

Gyða Jóhannesdóttir

30 ára Gyða er Dalvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er sjúkraliði að mennt frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og er deildarstjóri á leikskólanum Gullborg. Áhugamálin eru fjölskyldan, tónlist og list yfirhöfuð Meira
21. mars 2024 | Í dag | 31 orð | 1 mynd

Kópavogur Móeiður Ylfa Þorvaldsdóttir fæddist 6. júní 2023 kl. 04.47 á…

Kópavogur Móeiður Ylfa Þorvaldsdóttir fæddist 6. júní 2023 kl. 04.47 á Landspítalanum. Hún vó 3.275 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Gyða Jóhannesdóttir og Þorvaldur Þór Þorvaldsson. Meira
21. mars 2024 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd

Landsbankinn og TM tryggingar

Umboðslaus kaup Landsbankans á TM tryggingum þvert á stefnu og vilja eigenda valda miklum titringi í stjórnmálum og viðskiptalífi. Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Teitur Björn Einarsson (D) ræða það. Meira
21. mars 2024 | Í dag | 163 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 c6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Be2 0-0 8. 0-0 dxc4 9. Bxc4 b5 10. Bd3 Bb7 11. Rg5 h6 12. Rge4 Be7 13. Hb1 Rd5 14. Rxd5 exd5 15. Rg3 He8 16. f3 a6 17. Rf5 Bf8 18. Df2 g6 19 Meira
21. mars 2024 | Dagbók | 98 orð | 1 mynd

Það er allt satt í ímyndunaraflinu

„Þú finnur í hjartanu hvort þeir svari þér,“ sagði Bryndís Fjóla Pétursdóttir í síðdegisþættinum Skemmtilega leiðin heim. Hún tók að sér að vera talskona huldufólks og álfa því hún bæði sér þá og finnur fyrir þeim Meira

Íþróttir

21. mars 2024 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

Allt undir í Búdapest

Í annað skiptið í röð kemur Búdapest við sögu í baráttu íslenska karlalandsliðsins fyrir því að komast í lokakeppni EM í fótbolta. Flautað verður til leiks Íslands og Ísraels klukkan 19.45 að íslenskum tíma í kvöld Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 740 orð | 2 myndir

„Þetta er ein risastór fjölskylda“

„Ég er mjög spenntur að byrja að spila aftur,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið á Hlíðarenda í gær. Gylfi Þór, sem er 34 ára gamall, skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við Val og mun… Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Botman sleit krossband

Hollenski knattspyrnumaðurinn Sven Botman verður frá keppni næstu níu mánuðina eða svo eftir að hann sleit krossband í leik með Newcastle gegn Manchester City í enska bikarnum um síðustu helgi. Botman er lykilmaður hjá Newcastle og hefur leikið 17 leiki með liðinu á yfirstandandi tímabili Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Fjórir Blikabanar í byrjunarliðinu?

Útlit er fyrir að fjórir leikmenn frá Maccabi Tel Aviv, sem léku gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni í fótbolta í vetur, verði í byrjunarliði Ísraels gegn Íslandi í umspilsleiknum í Búdapest í kvöld Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Framlengdi í Úlfarsárdal

Handknattleiksmaðurinn Eiður Rafn Valsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt Fram. Eiður Rafn, sem er einungis 18 ára gamall, hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Fram á yfirstandandi tímabili þar sem liðið er í 6 Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Í kvöld er komið að því. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um…

Í kvöld er komið að því. Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM karla sem fer fram í Þýskalandi í sumar. Þessi leikur í Búdapest er upp á allt eða ekkert. Sigur, og við eigum spennandi úrslitaleik fyrir höndum á þriðjudaginn gegn Úkraínu eða Bosníu Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Keflvíkingar í úrslitaleikinn eftir stórsigur á grönnunum í Njarðvík

Keflavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfubolta með sannfærandi 86:72-sigri á grönnum sínum í Njarðvík í fyrri leik undanúrslitanna í Laugardalshöllinni. Keflvíkingar mæta annaðhvort öðrum grönnum í Grindavík eða… Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Sleit krossband í þriðja sinn

Óheppnin eltir knattspyrnumanninn Tristan Frey Ingólfsson, varnarmann Stjörnunnar, á röndum. Fyrr í mánuðinum varð hann fyrir því óláni að slíta krossband í hné í þriðja sinn á ferlinum. Tristan Freyr er 24 ára gamall vinstri bakvörður sem sleit fyrst krossband í júlí árið 2021 Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Southgate orðaður við United

Gareth Southgate, þjálfari karlaliðs Englands í knattspyrnu, er orðaður við stjórastarfið hjá karlaliði Manchester United. Nokkrir enskir miðlar, þeirra á meðal Mirror, Daily Star og Talksport, halda því fram að Southgate sé efstur á óskalista Sir Jims Ratcliffes, nýs minnihlutaeiganda Man Meira
21. mars 2024 | Íþróttir | 346 orð | 2 myndir

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður í þaula…

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður í þaula af ísraelskum fréttamönnum um fyrri ummæli sín um leikinn gegn Ísrael á fréttamannafundi íslenska liðsins í Búdapest í gær Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.