Greinar þriðjudaginn 27. desember 2016

Fréttir

27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Að leik í skíðabrekkunni

Akureyringar fögnuðu því í gær að loksins væri kominn sá snjór að hægt væri að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Margir, ungir sem fullorðnir, lögðu því leið sína í fjallið til leiks í brekkum og einnig var opið í Skarðsdal á Siglufirði. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Áramótabrennurnar með hefðbundnu sniði

Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti á höfuðborgarsvæðinu og verður kveikt í þeim flestum kl. 20.30 á gamlárskvöld. Að vanda er fólk beðið um að fara varlega og vera ekki með skotelda í mannfjölda við brennurnar. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Boða lægra verð á flugeldum en í fyrra

Slysavarnafélagið Landsbjörg mun bjóða upp á lægra verð á flugeldum samanborið við árið í fyrra. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að gengisbreytingar og samningar flugeldasölunnar við birgja sína geri þetta kleift. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 177 orð | 3 myndir

Ein með öllu í matinn á aðfangadagskvöld

„Við höfum aldrei áður verið með opið á aðfangadagskvöld. Þetta hins vegar sló í gegn og ég reikna því með við endurtökum leikinn á næsta ári,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir á Bæjarins bestu í Tryggvagötu í Reykjavík. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Eldheimar vekja áhuga The Guardian

Sýningin Eldheimar í Vestmannaeyjum eru meðal áhugaverðustu uppgötvana í ferðaþjónustunni á árinu 2016, skv. umfjöllun breska blaðsins The Guardian . Einnig eru tilefndir staðir í Taílandi, Kenya, Kanada, Kína, Spáni og Portúgal. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 228 orð | 2 myndir

Hlýindi, hláka og snjó tekur upp

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gera má ráð fyrir að allan snjó á láglendi taki upp í hlýindum og asahláku sem gengur yfir landið í dag. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 37 orð

Hver er hann?

• Theodór Kr. Þórðarson er fæddur 1952. Hann hóf störf í lögreglunni árið 1977 og var yfirlögregluþjónn frá 2004. • Hann hefur verið fréttaritari og ljósmyndari fyrir Morgunblaðið frá 1985. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Íslenskir farfuglar í Hannesarholti

Íslenskir tónlistarnemar sem stunda nám í útlöndum halda tónleika í Hannesarholti milli jóla og nýárs. Á morgun miðvikudag verða tvennir tónleikar, kl. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Jólaverslunin gekk áfallalaust

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Jólaverslunin gekk vel síðustu dagana fyrir jól, að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Killer Queen á Græna hattinum í kvöld

Magni Ásgeirs og félagar hans í Killer Queen ætla að spila og syngja öll bestu lög hljómsveitarinnar Queen, á Græna hattinum á Akureyri í kvöld kl. 22. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Kvartett Sölva Kolbeinssonar á Kex

Jazzkvöld verður á Kex Hosteli við Skúlagötu í kvöld þriðjudag með kvartett Sölva Kolbeinssonar. Þeir munu flytja uppáhalds-jazzstandarda. Sölvi stundar nú framhaldsnám í Berlín. Hefst kl 20:30 og er... Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Landsbjörg lækkar flugeldaverð

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Verð á flugeldum hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg verður ívið lægra í ár heldur en í fyrra. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 43 orð

Lést í bílslysi á Holtavörðuheiði

Maðurinn sem lést í bílslysi á Holtavörðuheiði 22. desember hét Sigþór Grétarsson. Slysið varð er jepplingur og fólksbíll skullu saman, en Sigþór var ökumaður fólksbílsins. Veður á heiðinni var mjög slæmt, hálka, krapi og skafrenningur. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 44 orð

Lést í bílslysi við Heiðarenda

Konan sem lést í bílslysi við Heiðarenda á Héraði 23. desember hét Wieslawa Bryzik. Hún var búsett á Sauðárkróki og var 61 árs að aldri. Slysið varð við brúna á Jökulsá á Brú. Wieslawa, sem var ein í bílnum, var úrskurðuð látin á... Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 220 orð | 2 myndir

Lokun á vegi sannar gildi sitt

„Aðgerðirnar geng u vel, því bæði þurfum við að koma fólki til byggða og færa bíla af veginum til að fyrirbyggja óhöpp,“ segir Tryggvi Hjörtur Oddsson hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Löngu tarnirnar eru að baki

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar snurvoðarbáturinn Aðalbjörg RE fer næst á sjó verður Albert Sigtryggsson eftir í landi. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Margir hringdu í Hjálparsíma RKÍ

Alls 153 hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, um jólin, það er frá Þorláksmessu til 2. í jólum. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Má ég knúsa Tedda?

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Á tæplega 40 starfsárum í lögreglunni hef ég jafnan reynt að halda þjónustuhlutverki starfsins á lofti. Að sekta fólk fyrir of hraðan akstur eða eitthvað slíkt er á sinni hátt þjónusta við hinn almenna borgara. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 122 orð

Mikil hitasveifla í kortunum og jólasnjór hverfur

Í þeim hlýindum og vatnsveðri sem spáð er í dag má búast við því að hiti á landinu geti á einhverjum stöðum náð allt að 12 stigum. Þetta er mikil hitasveifla, en í gær fór gaddurinn austur á Fagradal niður í alls -8,8 gráður. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 128 orð | 2 myndir

Missti stjórn í bílnum í krapa á veginum

„Það var krapasull á veginum og þannig missti ég stjórnina á bílnum. Sá hvað verða vildi og því sveigði ég út af veginum og að fjallshlíðinni. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Nóg að gera á fæðingardeild Landspítalans yfir jólin

Börnin láta ekki bíða eftir sér þó svo jólahátíðin hafi verið haldin hátíðlega um helgina. Þannig var nóg að gera á fæðingardeild Landspítalans yfir jólin og komu 14 börn í heiminn yfir hátíðina. Meira
27. desember 2016 | Erlendar fréttir | 146 orð

Ný „Dreyfus-réttarhöld“ í stað friðarráðstefnu

Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Lieberman, gagnrýndi í gær áætlaða ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum, skipulagða af Frökkum. Ráðstefnan yrði ekkert annað en ný „Dreyfus-réttarhöld“ og hvatti franska gyðinga til að flytja til Ísrael. Meira
27. desember 2016 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Obama hefði getað unnið Trump

„Ég hef sannfæringu fyrir þessari hugsjón vegna þess að ég er sannfærður um að ef ég hefði gefið aftur kost á mér og talað fyrir henni þá tel ég að ég hefði getað fengið meirihluta Bandaríkjamanna til þess að fylkja liði bak við hana,“ sagði... Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 475 orð | 2 myndir

Ólíkar tekjur milli byggða og greina

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný úttekt Byggðastofnunar varpar ljósi á hvernig atvinnutekjur einstaklinga hafa þróast eftir einstökum byggðarlögum og svæðum landsins og svo í atvinnugreinum allt frá hruninu árið 2008. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Ómar

Ættarmót Um 30 álftir voru saman komnar á ísi lagðri Bakkatjörn í gær og hver veit nema þær hafi verið að minnast ættmóðurinnar Svandísar, hinnar frægu álftar sem nú er fallin... Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 256 orð

Óveður gengur yfir nágrannalönd

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta var mjög óþægileg lífsreynsla,“ segir Hilmar Jökull Stefánsson, sem var um borð í flugvél á vegum SAS-flugfélagsins, sem lenda átti í Kaupmannahöfn í gærdag. Meira
27. desember 2016 | Erlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Óveður skekur Skandinavíu

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Ráðherra skipar eftirlitsnefnd

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað í nýja nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, í samræmi við breytingar á lögreglulögum sem samþykkt voru á Alþingi síðasta vor. Um nefndina er fjallað í lögunum. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Rúmlega 30.000 á 3 dögum

Töluverð umferð hefur verið um Keflavíkurflugvöll yfir jólahátíðina en alls voru komur og brottfarir 172 frá aðfangadegi til miðnættis á annan í jólum. Áætla má að farþegar sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll á þessum tíma séu um 30 þúsund. Meira
27. desember 2016 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Rússnesk flugvél hrapaði

Rússneskir björgunarmenn fundu brak rússnesku herflugvélarinnar sem hrapaði í Svartahaf aðfaranótt jóladagsmeð 92 manns um borð. Brakið fannst á 27 metra dýpi en meira en þrjú þúsund björgunarmenn leituðu að brakinu og þeim sem fórust. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Rúta gjörónýt eftir eldsvoða við hótel í Mýrdal

Engan sakaði þegar eldur kom upp í lítilli rútu við Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal síðdegis í gær. Eldurinn kom upp í framhluta rútunnar og barst svo aftur í bílinn sem varð alelda á skammri stundu. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 286 orð

Sjálfboðaliðastarf beri ekki eitt ábyrgðina

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Þetta er auðvitað nýr veruleiki sem við búum við. Hingað höfum við boðið fjöldanum öllum af erlendum gestum og þeir eru fólk eins og við. Það þarf að koma þeim til aðstoðar líka þegar eitthvað bjátar á. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 134 orð

Upp og niður um 10 milljarða

Athyglisvert er að skoða þróun atvinnutekna í fiskveiðum á raunvirði á því tímabili sem liðið er frá hruninu. Verðmæti þeirra fór upp um 11 milljarða kr. á fyrri hluta tímabilsins og síðan niður um 10 milljarða kr. að þvi er fram kemur í skýrslunni. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Úrskurður kjararáðs stendur

„Ég býst ekki við því að hróflað verði við úrskurði kjararáðs, þrátt fyrir óánægju,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og formaður Viðreisnar, spurður um síðasta úrskurð kjararáðs frá 29. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 755 orð | 5 myndir

Útskorinn dýrgripur kominn heim

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er afskaplega gott að vera búin að fá þennan dýrgrip til Íslands. Ung frænka mín kom heim með hann í kjöltunni. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 104 orð

Viðbúið að formenn ræði saman milli jóla og nýárs

Ætla má að formenn stjórnmálaflokka á Alþingi talist við í vikunni þótt ekki sé vitað til þess að formlegar stjórnarmyndunarviðræður muni hefjast fyrir áramót. Meira
27. desember 2016 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Viðvaranir gerðu gagn

„Skemmdir eru miklar,“ segir Arnfrid Vestergaard, bóndi í Götu í Austurey í Færeyjum. Nokkrar skemmdir urðu á mannvirkjum þar en sýnu meiri í Klakksvík, þar sem hússtjórnarskóla tók ofan. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 183 orð | 2 myndir

Þjónustan fylgi fjölguninni

Þúsundir ferðamanna voru á landinu um jólin og því var opið á hótelum, fjölda veitingahúsa og fleiri stöðum. „Við héldum úti fullri þjónustu öll jólin, segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. desember 2016 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Þröstur meistari í atskák

Íslandsmótið í atskák fór fram í gær, annan í jólum, og tóku 74 einstaklingar þátt. Tefldar voru níu umferðir eftir svissneska kerfinu með 10 mínútur plús 5 sekúndna umhugsunartíma og var teflt í einum flokki. Meira

Ritstjórnargreinar

27. desember 2016 | Staksteinar | 174 orð | 1 mynd

Skjóta öðrum skelk í bringu

Líta má svo á að Bretland sé öflugasta ríki ESB. Meira
27. desember 2016 | Leiðarar | 235 orð

Þakkarverð þróun

Okkur, þar með talið fjölmiðlum, hættir til að gleyma okkur í því sem aflaga fer Meira
27. desember 2016 | Leiðarar | 397 orð

Þögli meirihlutinn

Sjálfsagt er að börn heimsæki kirkjur, hitti presta og kynnist kristinni trú Meira

Menning

27. desember 2016 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Á sama tíma að ári

Nú þegar jólastressið er afstaðið og búið að glugga í jólabækurnar er tilvalið að leggjast fyrir framan sjónvarpið og njóta tímans til áramóta og horfa á gamlar og klassískar jólamyndir. Meira
27. desember 2016 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

BBC-rýnar segja plötu Beyoncé besta

Tónlistarrýnar breska ríkisútvarpsins, BBC, völdu plötu bandarísku tónlistarkonunnar Beyoncé, Lemonade, þá bestu sem kom út á árinu. Hafði hún betur en svanasöngur Davids Bowie, Blackstar, sem kom út tveimur dögum fyrir dauða hans í janúar síðastliðnum. Meira
27. desember 2016 | Bókmenntir | 94 orð | 1 mynd

Fjölbreytilegt efni í nýjum Þjóðmálum

Út er komið nýtt tölublað Þjóðmála , 4. hefti 12. árgangur. Forsíðugrein ritsins fjallar um hrun Samfylkingarinnar. Í þjóðmálaúttekt er fjallað um konur og Sjálfstæðisflokkinn, Elías B. Meira
27. desember 2016 | Menningarlíf | 301 orð | 6 myndir

George Michael fannst látinn á heimili sínu

George Michael lést 53 ára gamall á jóladag. Hann var einn merkasti söngvari og lagahöfundur Breta síðustu 35 árin og sömuleiðis einn söluhæsti tónlistarmaður heims. Meira
27. desember 2016 | Tónlist | 994 orð | 2 myndir

Heimkoma heimalningsins

Viðtal Árni Matthíasson arnim@mbl. Meira
27. desember 2016 | Tónlist | 485 orð | 1 mynd

Létt stemning og leikrænir tilburðir

Erla Rún Guðmundsdóttir erlarun@mbl. Meira

Umræðan

27. desember 2016 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Blekkingar og hálfsannleikur

Eftir Guðmund Sigurð Jóhannsson: "Helftin af þessu meðferðarfólki virðist eiga í mestu erfiðleikum með að halda uppi samræðum án þess að koma brennivíni og dópi að, beinlínis eða óbeinlínis." Meira
27. desember 2016 | Pistlar | 463 orð | 1 mynd

Deyr fé, deyja stjörnur

Þetta ætlar að verða kostnaðarsamt ár, þegar litið er til brottfalls frægra einstaklinga sem hafa fylgt manni í áratugi. Fólk kvartar enda hástöfum og biður árið 2016 náðarsamlegast að láta gott heita og hafa sig á brott án frekara mannfalls. Meira
27. desember 2016 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Ekkert ár er án áfalla

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þrátt fyrir vonbrigði, baráttu og ósigra má jafnframt upplifa ákveðinn sigur og lausn í flestum kringumstæðum. Gætum þess að festast ekki í fortíðinni." Meira
27. desember 2016 | Aðsent efni | 548 orð | 1 mynd

Samgöngur í allskonar borg

SVÞ skora því eindregið á borgaryfirvöld að sýna vilja í verki við það að takast á við samgöngumál í borginni með hagsmuni allra að leiðarljósi. Meira
27. desember 2016 | Velvakandi | 151 orð | 1 mynd

Upplausn í pólitíkinni

Það er alltaf að koma betur í ljós hversu rangt það var að fara út í haustkosningar. Samstarfsleysi til þarfra verka virðist ríkja víða í pólitíkinni og þar með stjórnarkreppa til stjórnarmyndunar. Meira
27. desember 2016 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Þjóðablöndun í Noregi

Eftir Björn S. Stefánsson: "Innflytjendur settust að í stórum stíl í Grorud í Osló. Þá lagðist almennt félags- og menningarstarf frumbyggjanna mikið til af." Meira

Minningargreinar

27. desember 2016 | Minningargreinar | 182 orð | 1 mynd

Bjarni J. Einarsson

Bjarni J. Einarsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1932. Hann lést 14. desember 2016. Útför Bjarna fór fram 21. desember. 2016. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 357 orð | 1 mynd

Elísabet Guðlaug Vigfúsdóttir

Elísabet Guðlaug Vigfúsdóttir fæddist 13. nóvember 1934 í Ásgarði á Húsavík og ólst þar upp. Hún lést 6. desember 2016. Elísabet var dóttir hjónanna Vigfúsar Hjálmarssonar og Freyju Kristjánsdóttur en þau hjónin eignuðust sex börn. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

Erna Gunnarsdóttir

Erna Gunnarsdóttir fæddist 22. nóvember 1938. Hún lést 7. desember 2016. Útförin fór fram 16. desember 2016. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 1151 orð | 1 mynd

Hreinn Guðjónsson

Hreinn Guðjónsson, bóndi á Selá á Skaga, fæddist 7. desember 1937. Hann lést á hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks 13. desember 2016. Foreldrar Hreins voru Guðjón Jónsson og Elísabet Ísfold Steingrímsdóttir, bændur á Selá. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 594 orð | 1 mynd

Júlíus Sverrir Sverrisson

Júlíus Sverrir Sverrisson fæddist 17. maí 1977. Hann lést 11. desember 2016. Útförin fór fram 22. desember 2016. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 1361 orð | 1 mynd

Ólöf Guðrún Ketilsdóttir

Ólöf Guðrún Ketilsdóttir fæddist í Reykjavík 1. júlí 1949. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans í Reykjavík 15. desember 2016. Foreldrar hennar voru Margrét Ingunn Ólafsdóttir, f. 16. ágúst 1923, og Ketill Hlíðdal Jónasson, f. 4. júlí 1918, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 258 orð | 1 mynd

Reynir Jósepsson

Reynir Jósepsson fæddist 31. október 1941. Hann lést 16. desember 2016. Útför Reynis fór fram 22. desember 2016. Meira  Kaupa minningabók
27. desember 2016 | Minningargreinar | 647 orð | 1 mynd

Sigríður Helga Karlsdóttir

Sigríður Helga Karlsdóttir fæddist 14. október 1953 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu í Stokkhólmi 29. nóvember 2016. Foreldrar hennar voru Guðrún Ámundadóttir húsmóðir, f. á Sandlæk í Gnúpverjahreppi 17. september 1913, d. 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

27. desember 2016 | Viðskiptafréttir | 205 orð | 1 mynd

Bitcoin hefur hækkað hratt

Rafmyntin bitcoin hefur styrkst mikið að undanförnu en um helgina kostaði ein bitcoin-mynt 905 dali og hefur verð bitcoin ekki verið hærra síðan 2014. Hæst fór verð bitcoin nálægt 1. Meira
27. desember 2016 | Viðskiptafréttir | 65 orð | 1 mynd

GM fær háa sekt í Kína

Kínversk stjórnvöld hafa sektað General Motors um 29 milljónir dala vegna brota á reglum um auðhringamyndun. Meira
27. desember 2016 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Miðjuþrepið fellt niður

Um áramót taka gildi breytingar á tekjuskattþrepum einstaklinga. Verður miðjuþrepið fellt niður og lægra skattþrepið lækkar úr 22,68% niður í 22,5%. Efra þrepið helst óbreytt í 31,8% og miðast við árstekjur yfir rösklega 10 milljónum króna. Meira
27. desember 2016 | Viðskiptafréttir | 263 orð | 1 mynd

Viðburðaríkt ár hjá Eftirhyggjusjóðnum

Blaðamenn Financial Times hafa það fyrir sið í lok hvers árs að taka saman lista yfir fjárfestingarákvarðanir sjóðs sem hefði getað séð þróun markaða fyrir. Meira

Daglegt líf

27. desember 2016 | Daglegt líf | 154 orð | 1 mynd

Blysför um dimma skógarstíga og jólasveinar á kreiki

Þótt jólasveinarnir fari óðum að halda til síns heima, eru flestir þeirra enn á kreiki, hressir og sprækir. Ekki er ólíklegt einhverjir verði á stjái í Öskjuhlíðinni í dag, hugsanlega eftir að skyggja tekur. Krakkarnir í Ferðafélagi barnanna sem kl. 17. Meira
27. desember 2016 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

Ferðalag í leit að lausnum

Sjálfboðaliðasamtökin Green Messengers, eða Grænu sendiboðarnir, standa fyrir sýningu heimildarmyndarinnar REUSE kl. 18.30 í kvöld, 27. desember, í Farfuglaheimilinu í Laugardal – City Hostel. Meira
27. desember 2016 | Daglegt líf | 335 orð | 1 mynd

Hillir undir slæma hundadaga

Hundar eru yfirleitt ekki í essinu sínu um áramótin þegar mannfólkið fagnar nýju ári með flugeldum eins og enginn væri morgundagurinn. Meira
27. desember 2016 | Daglegt líf | 1021 orð | 5 myndir

Jólablót í Brooklyn

Í gamalli blokk í Brooklyn safnaðist fólk saman á vetrarsólstöðum og hélt heiðin jól. Þau kveiktu á þrettán kertum einu af öðru í gegnum nóttina og vöktu fram að sólarupprás. Meðan á þessum löngu hátíðarhöldum stóð var étið, sungið, kveðið, blótað og sest að sumbli. Meira

Fastir þættir

27. desember 2016 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 f5 4. Rc3 Rf6 5. d3 Bb4 6. Bd2 0-0 7. a3 Bxc3...

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 f5 4. Rc3 Rf6 5. d3 Bb4 6. Bd2 0-0 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Dc2 Be6 11. Rf3 Df6 12. 0-0 Had8 13. b4 Rxc3 14. Dxc3 e4 15. Dxf6 gxf6 16. Rh4 exd3 17. exd3 Hxd3 18. Hfc1 Hfd8 19. Bxc6 bxc6 20. Rg2 Bb3 21. Rf4 Hd1+... Meira
27. desember 2016 | Í dag | 265 orð

Af náungakærleik, skötu og jólasveinum

Það er nú það,“ segir Ármann Þorgrímsson á Leir og bætir við: „Auðveldara að setja reglur en halda þær: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Meira
27. desember 2016 | Árnað heilla | 289 orð | 1 mynd

Á einnig 25 ára brúðkaupsafmæli

Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor við Menntaskólann við Sund, á 60 ára afmæli í dag. Meira
27. desember 2016 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Borgarnes Diljá Siv fæddist 19. nóvember 2015 kl. 11.00. Hún vó 3.630 g...

Borgarnes Diljá Siv fæddist 19. nóvember 2015 kl. 11.00. Hún vó 3.630 g og var 51,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Eva Rós og Anton Ívar... Meira
27. desember 2016 | Í dag | 12 orð

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46.2)...

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. (Sálm. 46. Meira
27. desember 2016 | Í dag | 533 orð | 3 myndir

Hið eina sanna Rauða ljón og KR-ingur alla tíð

Bjarni Felixson fæddist í Reykjavík 27.12. 1936 og ólst þar upp í Vesturbænum við Bræðraborgarstíginn. Meira
27. desember 2016 | Fastir þættir | 177 orð

Hörð refsing. S-NS Norður &spade;KD73 &heart;D83 ⋄D104 &klubs;1054...

Hörð refsing. S-NS Norður &spade;KD73 &heart;D83 ⋄D104 &klubs;1054 Vestur Austur &spade;10542 &spade;G986 &heart;Á109742 &heart;G5 ⋄KG2 ⋄Á986 &klubs;-- &klubs;K76 Suður &spade;Á &heart;K6 ⋄753 &klubs;ÁDG9832 Suður spilar 3G. Meira
27. desember 2016 | Í dag | 51 orð

Málið

Orðtakið að taka skakkan pól í hæðina merkir að skjátlast , gera mistök . Það (og systkin þess: annan pól og réttan pól ) mun vera afbökun úr því að taka pólíhæð (e-s staðar), þ.e. pólhæð (danska: polihøjde), segir í Merg málsins. Meira
27. desember 2016 | Árnað heilla | 374 orð

Til hamingju með daginn

Annar í jólum 95 ára Sigríður Eiríksdóttir Sigurlaug Gísladóttir 90 ára Jófríður Halldóra Sveinsdóttir Margrét Guðbjartsdóttir Olgeir Kristjánsson 80 ára Birgir Jónsson Elsa Guðrún Friedlaender Elva Jóhannsdóttir Eyvör Friðriksdóttir Garðar... Meira
27. desember 2016 | Árnað heilla | 317 orð | 1 mynd

Vincent Drouin

Vincent Drouin er fæddur 1989 í Frakklandi og ólst upp til 18 ára aldurs í þorpinu Vihiers. Hann stundaði nám í landmælingafræðum við École Supérieure de Géomètres et Topographes í Le Mans og lauk þar meistaragráðu. Meira
27. desember 2016 | Fastir þættir | 271 orð

Víkverji

Afi, af hverju heitir þetta hamborgarahryggur? Það eru engir hamborgarar í þessu,“ spurði sjö ára gömul sonardóttir Víkverja skömmu fyrir jól. Meira
27. desember 2016 | Í dag | 109 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

27. desember 1956 Lög um bann við hnefaleikum voru staðfest. Samkvæmt þeim var bönnuð „öll keppni eða sýning á hnefaleik“. Enn fremur var bannað „að kenna hnefaleik“. Áhugamannahnefaleikar voru leyfðir rúmlega 45 árum síðar. 27. Meira

Íþróttir

27. desember 2016 | Íþróttir | 525 orð | 2 myndir

Ekkert sem stöðvar Chelsea þessa dagana

Enski boltinn Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með 3:0-sigri sínum gegn Bournemouth, en átta leikir fóru fram í 18. umferð deildarinnar í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

England Swansea – West Ham 1:4 • Gylfi Þór Sigurðsson lék...

England Swansea – West Ham 1:4 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea City. Burnley – Middlesbrough 1:0 • Jóhann Berg Guðmundsson hóf leikinn á varamannabekk Burnley, en kom inn á á 77. mínútu leiksins. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Enn hélt Chelsea markinu hreinu

Chelsea styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með 3:0-sigri sínum gegn Bournemouth í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 1075 orð | 2 myndir

Gaman að vera kominn aftur á gott ról

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Guðlaugur Victor Pálsson hefur átt góðu gengi að fagna með danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg á leiktíðinni þó svo að liðið hafi átt á brattann að sækja. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Geir og Guðmundur í framför í Frakklandi

„Þeir eru að ég held á þeim stað sem þeir eiga að vera. Hafa átt mjög góða leiki en einnig slæma. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 130 orð | 2 myndir

Hafa lamið alla eins og harðfisk

Þegar Ragnar Óskarsson fór fyrst til Dunkerque höfðu Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson spilað í Frakklandi nokkrum árum áður. Fremur fáir íslenskir handboltamenn spiluðu í Frakklandi þangað til á allra síðustu árum. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Flugfélags Íslands mót kvenna: Hertz-höllin: Fram...

HANDKNATTLEIKUR Flugfélags Íslands mót kvenna: Hertz-höllin: Fram – Valur 16 Hertz-höllin: Stjarnan – Haukar 21.15 Flugfélags Íslands-mót karla: Hertz-höllin: Afturelding – Valur 17.45 Hertz-höllin: Haukar – FH 19. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 943 orð | 4 myndir

Hér fer gott orð af Íslendingum

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Hörður Björgvin bestur hjá Bristol

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið besti leikmaður enska B-deildarliðsins Bristol City á þessari leiktíð en þetta kemur fram í grein hjá enska blaðinu Bristol Post. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Irving stal senunni

NBA-meistararnir í Cleveland Cavaliers sigruðu meistarana 2015, Golden State Warriors, með minnsta mun í stórleik í NBA-deildinni á jóladag. Cleveland hafði betur 109:108 og hefur liðið unnið 23 leiki en tapað 6. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Jóhann Berg sneri til baka í góðum sigri

Jóhann Berg Guðmundsson sneri til baka í lið Burnley þegar liðið vann mikilvægan 1:0-sigur í fallbaráttuslag gegn Middlesbrough í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Kári nýliði vikunnar

Hafnfirðingurinn Kári Jónsson var valinn nýliði vikunnar í CAA-riðlinum í bandaríska háskólakörfuboltanum fyrir frammistöðu sína í síðasta leik fyrir jól. Kári skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar lið hans Drexel skellti Quinnipiac 91:74. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

Kiel og Löwen jöfn

Alfreð Gíslason getur farið ánægður inn í langt HM-frí sem fram undan er í þýska handboltanum. Kiel hefur unnið sextán af fyrstu átján leikjum sínum undir stjórn Alfreðs í deildinni til þessa en liðið leikur ekki næst í deildinni fyrr en 8. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Lokeren hélt hreinu

Lokeren, sem leikur undir stjórn Rúnars Kristinssonar og Arnars Þórs Viðarssonar, gerði markalaust jafntefli þegar liðið mætti Waasland-Beveren í 21. umferð belgísku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 780 orð | 2 myndir

Markið sem gerði David Beckham að stjörnu

Sögustund Kristján Jónsson kris@mbl. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Milli þess sem ég ofbauð sjálfum mér í mat og drykk yfir jólahátíðina og...

Milli þess sem ég ofbauð sjálfum mér í mat og drykk yfir jólahátíðina og naut samverustunda með fjölskyldu minni rifjaði ég upp góðar minningar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu skapaði með framgöngu sinni á lokakeppni Evrópumótsins í... Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Mjög skrítinn tími hjá Esbjerg að sögn Victors

,,Þetta er búið að vera mjög skrítinn tími hjá Esbjerg. Við fengum nýjan þjálfara (Colin Todd) til okkar viku fyrir mót í fyrra og við náðum að bjarga okkur frá falli með nokkrum góðum úrslitum. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

NBA-deildin Úrslit aðfaranótt aðfangadags: Charlotte – Chicago...

NBA-deildin Úrslit aðfaranótt aðfangadags: Charlotte – Chicago 103:91 Orlando – LA Lakers 109:90 Cleveland – Brooklyn 119:99 Boston – Oklahoma 112:117 Detroit – Golden State 113:119 Milwaukee – Washington 123:96... Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

Ragnar á skotskónum

Ragnar Sigurðsson opnaði markareikning sinn fyrir Fulham þegar hann skoraði annað markið í 2:0-sigri liðsins gegn Ipswich Town í 23. umferð ensku B-deildarinnar í knattspyrnu karla í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Selfyssingar hylltu Evrópu-meistarann

Þórir Hergeirsson, þjálfari norsku Evrópumeistaranna, fékk góðar móttökur í heimabæ sínum Selfossi á Þorláksmessu. Bæjarstjórn Árborgar færði Þóri hamingjuóskir og þakklætisvott fyrir hans framlag fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Staðan svört hjá Swansea

Það syrtir enn í álinn hjá Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans hjá Swansea City, en liðið fækk slæman skell, 4:1, þegar liðið mætti West Ham United í 18. umerð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 241 orð | 2 myndir

Svissneski tennisspilarinn Roger Federer er búinn að jafna sig af...

Svissneski tennisspilarinn Roger Federer er búinn að jafna sig af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann síðasta árið og verður hann því klár í slaginn fyrir þau mót sem fram undan eru. Meira
27. desember 2016 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Þýskaland Magdeburg – RN Löwen 35:32 • Alexander Petersson...

Þýskaland Magdeburg – RN Löwen 35:32 • Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen, en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá liðinu. Kiel – Bergischer 24:20 • Alfreð Gíslason þjálfar Kiel. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.