Greinar miðvikudaginn 24. nóvember 2004

Fréttir

24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 472 orð

120 brot á höfundarrétti tilgreind í stefnu

Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor, vegna brota á höfundarrétti í bók hans Halldór, sem fjallar um fyrstu þrjátíu árin í ævi Halldórs Laxness. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð

14,7 milljónir í meðferð ópíumfíkla

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ráðuneytið hafa reiknað með því að koma að meðferð ópíumfíkla á þessu ári og því næsta með því að setja samtals 14,7 milljónir króna í þá þjónustu, þar af sjö milljónir á þessu ári. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 127 orð

29 sóttu um störf í yfirstjórninni

Reykjavík | Alls höfðu 29 einstaklingar sótt um laus störf í yfirstjórn Reykjavíkurborgar þegar umsóknarfrestur rann út, en störfin voru laus til umsóknar vegna skipulagsbreytinga hjá Reykjavíkurborg sem taka gildi um áramót. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 132 orð

Aðsóknarmet hjá LA

AÐSÓKNARMET var slegið hjá Leikfélagi Akureyrar í liðinni viku, en aldrei hafa fleiri gestir sótt sýningar í Samkomuhúsinu en einmitt þá. Á níu dögum voru þrettán sýningar í húsinu og voru gestir 2.540 talsins. Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 343 orð

Alnæmisváin hefur aldrei verið meiri

HEIMURINN allur horfist í augu við gífurlegan vanda, einkum þó í þróunarlöndunum, en talið er, að nú séu 40 milljónir manna smitaðar af alnæmi. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

SEXTÁN daga átak gegn kynbundnu ofbeldi stendur dagana 25. nóvember til 10. desember nk. Sautján aðilar standa að átakinu og munu flestir þeirra standa að einum eða fleiri viðburðum, s.s. fyrirlestrum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Á við margfalda notkun borgarbúa

ORKAN sem leystist úr læðingi í brunanum á svæði Hringrásar er á við margfalda raforkunotkun borgarbúa á góðum degi. Að sögn dr. Björns Karlssonar brunamálastjóra er ljóst að bruninn var upp á "mörg hundruð" megavött. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Berir í frosti

Þegar Stöð 2 sýndi Jón Ársæl Þórðarson sjónvarpsmann og þrjá aðra standa allsnakta utan við gamla gufubaðið þeirra Mývetninga í frosti og snjó á dögunum, orti Friðrik Steingrímsson, hagyrðingur í Mývatnssveit: Nú er úti frost og fjúk fimbulkuldinn nístir... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Bítlaávarpið selt til Danmerkur

BÍTLAÁVARPIÐ, ný skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, hefur nú þegar verið seld til Danmerkur. Það er Borgen-forlagið sem hefur keypt útgáfuréttinn að bókinni og er vinna við þýðingu þegar hafin ytra. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Blóðrásarsjúkdómar algengasta dánarorsökin

ALLS létust 1822 hér á landi árið 2002, þar af 936 karlar og 886 konur, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Nær þrír af hverjum fjórum látnum voru eldri en 70 ára. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

BM Vallá kaupir

Akranes | Fyrirtækið Þorgeir og Helgi hf., sem rekið hefur steypustöð og húsaeiningaverksmiðju við Höfðasel á Akranesi til langs tíma, skrifaði í gær undir samning um sölu á steypustöðvarhluta fyrirtækisins til BM Vallár. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 452 orð

Borgin segir fyrirheit um að fjarlægja dekkin svikin

ELDVARNAEFTIRLITIÐ hafði komið auga á þá hættu, sem almenningi gæti stafað af dekkjahaug á starfssvæði Hringrásar, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Brunatrygging nær ekki yfir tjón á innbúi

EF reykur eða sót frá brunanum í Hringrás hefur farið inn í íbúðir og valdið skemmdum á húsgögnum eða fatnaði og slíku, þá fær heimilisfólk ekki tjónið bætt hjá tryggingafélögum nema það hafi sérstaka innbústryggingu. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 247 orð

Börn fundu fyrir kvíða í verkfallinu

SÁLFRÆÐINGAR sem starfa hjá Miðgarði í Grafarvogi þurftu að sinna börnum með þunglyndi og kvíða meðan á verkfalli grunnskólakennara stóð. Þórarinn V. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 87 orð | 1 mynd

Börnin teiknuðu myndir á kaffihúsaborðin

Túnin | Krakkarnir af leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi gerðu sér ferð til Reykjavíkur í vikunni, en í bakaríinu og kaffihúsinu Korninu í Borgartúni hafa myndir sem börnin máluðu verið límdar á öll borð á staðnum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 16 orð

Dagskrá

ÞINGFUNDUR á Alþingi hefst á hádegi, klukkan tólf. Á dagskrá eru sextán fyrirspurnir þingmanna til... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 174 orð

Dekk brenna á við góða olíu

VIÐ brunann á dekkjaúrgangi og öðrum efnum á athafnasvæði Hringrásar mynduðust reykefni sem eru hættuleg við innöndun, einkum efni á borð við sótagnir, brennisteinssambönd, málmagnir og PAH-efni. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð

Dró kæru um húsbrot til baka

LÖGREGLAN í Reykjavík er enn með til rannsóknar mál manna sem réðust inn í íbúð í Breiðholti í september á síðasta ári. Í árásinni börðu þeir pilt með golfkylfu og brutu og brömluðu allt innandyra. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Dulbúningur í vetrarríki

HÚN var vör um sig þessi rjúpa í landi Úthlíðar í Biskupstungum þrátt fyrir rjúpnaveiðibann og dulbúningur hennar féll vel að vetrarríkinu sem nú ríkir. Greinilegt var af sporum í snjónum að töluvert af rjúpu hefur spígsporað þarna um í leit að... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 663 orð | 1 mynd

Eitthvað sem varla er æft

Fljótlega eftir að umfang brunans á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða jókst í fyrrakvöld, og kolsvartan reykjarmökkinn lagði yfir fjölbýlishús við Kleppsveg, var hafður viðbúnaður í samhæfingarstöð almannavarna í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Eldsmaturinn 2 þúsund tonn af dekkjum

TALIÐ er að tvö þúsund tonn af hjólbörðum hafi brunnið hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás í fyrrinótt. Fyrirtækið byrjaði að safna gúmmíhjólbörðum snemma á þessu ári, m.a. frá Sorpu. Hjólbarðana átti síðan að tæta niður og urða. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 82 orð

Elskendur í hádeginu | Rómeó og...

Elskendur í hádeginu | Rómeó og Júlía verða í aðahlutverkum hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar fimmtudaginn 25. nóvember, kl. 12.15 til 12.45, en þá býður félagið upp á hádegistónleika í Duushúsum í samstarfi við Íslensku óperuna. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð

Enski boltinn til Bolungarvíkur í vikunni

SÍMINN og Skjár Einn hefja í vikunni hringferð um landið til þess að færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá Einn og enska boltann. Í stað hefðbundinnar þráðlausrar dreifingar er sjónvarpsmerkið flutt um símalínur með hjálp ADSL-tengingar. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 198 orð

Erlendar lántökur heimilanna vaxið með ógnarhraða

GENGISBUNDIN útlán heimilanna hafa vaxið með ógnarhraða síðastliðin tvö ár og nú er svo komið að erlend fjármögnum til bifreiðakaupa er orðin ein af vinsælustu fjármögnunarleiðunum. Sömuleiðis hafa erlend lán til fasteignakaupa rutt sér til rúms. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Farið verði yfir alla safnhauga úrgangs

"ÉG hef nú þegar rætt við umhverfisráðherra um að í ljósi þessa máls [brunans á svæði Hringrásar] og fleiri förgunar- og úrvinnslumála beri bæði sveitarfélögum og ríki að fara vel yfir alla þá safnhauga og söfnunarstaði, þar sem úrgangur og/eða efni... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

FB fékk Uppsveitabrosið | Gæða- og...

FB fékk Uppsveitabrosið | Gæða- og gestrisniviðurkenningin Uppsveitabrosið 2004 var afhent sl. föstudag. Er þetta í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt og kom hún í hlut Ferðaþjónustu bænda. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 36 orð

Félagsvísindatorg | Auðbjörg Halldórsdóttir ræðir um...

Félagsvísindatorg | Auðbjörg Halldórsdóttir ræðir um mikilvægi einkageirans í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og möguleikana á að ná settum markmiðum á þessu sviði - svokölluðum þúsaldarmarkmiðum á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudag, kl. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 330 orð | 1 mynd

Fræðst um aðra menningarheima

Grindavík | Starfsfólk Bláa lónsins fékk sérstaka fræðslu um þjónustu við fólk úr ólíkum menningarheimum á námskeiðum sem haldin voru á haustmánuðum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Gaf hjartsláttarrita

Heilsugæslustöðinni á Dalvík var á dögunum afhentur fósturhjartsláttarriti, sem er gjöf frá Sparisjóði Svarfdæla. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð

Gera þurfti ráðstafanir vegna PCB-mengunar á lóð Hringrásar

GRÍPA hefur þurft til aðgerða á umliðnum árum vegna mengunarhættu af starfsemi Hringrásar við Sundahöfn. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur setti fyrir 15 árum bann á endurvinnslu gamalla rafmagnsspenna hjá Hringrás hf. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 115 orð | 1 mynd

Glerárvirkjun endurbyggð

FRAMKVÆMDIR við endurbyggingu Glerárvirkjunar eru að hefjast en Norðurorka hefur samið við Tréverk á Dalvík um uppbyggingu stöðvarhússins. Þá hefur verið samið við Véla- og stálsmiðjuna á Akureyri um smíði þrýstipípunnar. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 621 orð | 2 myndir

Grasrótarstarfið skapar auð

Reykjanesbær | "Ég tel að grasrótarstarfið sé afar mikilvægt í öllum samfélögum og að það skapi mikilvægan félagsauð. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Haugurinn óhreyfður þótt bent væri á hættuna

EFTIRLITSSTOFNANIR gripu ekki til aðgerða vegna dekkjahaugsins á lóð Hringrásar við Sundahöfn, þrátt fyrir að Eldvarnaeftirlitið hefði skrifað eigendum Hringrásar bréf í júní sl., þar sem bent var á hættuna sem af honum stafaði. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 34 orð

Hvalfjörður með vef | Opnaður hefur...

Hvalfjörður með vef | Opnaður hefur verið vefur á Netinu sem ætlað er að vera upplýsingaveita um samfélagið sunnan Skarðsheiðar í Borgarfirði. Að vefnum standa Búnaðarfélag Hvalfjarðar, Heiðarskóli og Verkalýðsfélagið Hörður. Slóðin er www.hvalfjordur. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 338 orð

Hærra launaðir en menntaðir leikskólakennarar

DEILDARSTJÓRAR á Leikskólum Reykjavíkur sem ekki eru í Félagi leikskólakennara eru með hærri laun en deildarstjórar sem eru í Félagi leikskólakennara eftir að nýtt starfsmat tók gildi um síðustu mánaðamót, en unnið hefur verið að starfsmatinu síðustu... Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 96 orð

Kafbátasögu Dana lokið

ÆÐSTI aðmíráll danska sjóhersins harmaði í gær þá ákvörðun danska þingsins að úrelda tvo síðustu kafbátana en annar þeirra tók þátt í Íraksinnrásinni á síðasta ári. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Kort af ferðamannastöðum á nýjum kortadiski

LANDMÆLINGAR Íslands hafa sent frá sér kortadisk með kortum af vinsælum ferðamannastöðum, friðlöndum og þjóðgörðum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 165 orð

Krakkaklúbbur Myndforms

MYNDFORM stendur fyrir ókeypis krakkaklúbbi fyrir börn 12 ára og yngri, en þessi Krakkaklúbbur stendur fyrir alls kyns leikjum og uppákomum. Sem dæmi má nefna að með útgáfu myndarinnar Álfur sem komút þann 16. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð

Kært vegna 120 brota á höfundarrétti

Auður Sveinsdóttir Laxness, ekkja Halldórs Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna brota á höfundarrétti í bók hans Halldór, sem fjallar um fyrstu þrjátíu árin í ævi Halldórs Laxness. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Lagt fram skjal um viðbrögð við skýrslunni

Ráðherrafundur aðildarríkja Norðurskautsráðsins verður haldinn í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra stýrir fundinum, en Ísland hefur farið með formennsku í ráðinu sl. tvö ár. Á fundinum verður m.a. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð

Launavísitala upp um 92%

RANGHERMT var í frétt blaðsins sl. sunnudag um verðbreytingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur að lánskjaravísitala hefði hækkað um 92% frá nóvember árið 1993. Hið rétta er að launavísitala hækkaði um þá prósentu til síðustu mælingar í október sl. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ljósin skína

Jólamarkaður verður á Laugarvatni á laugardag, 27. nóvember og þá verður jafnframt kveikt á jólaljósum. Dagskrá hefst við grunnskólann kl. 13.30 þar sem Söngkór Miðdalskirkju syngur jólalög og markaðurinn verður opnaður. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð

Maginn fullur af plasti

Maginn fullur af plasti | Andarnefja sem rak á land austan við Lónsós í Kelduhverfi fyrr í þessum mánuði var krufin á dögunum, en forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands ásamt líffræðingi frá Hafró á Akureyri og tveimur starfsmönnum... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Margar myndanna ranglega eignaðar Íslendingum

"ÞESSI bók er merkileg. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 407 orð | 2 myndir

Margir áttu svefnlitla nótt

NÁGRANNARNIR og kunningjakonurnar Lilja Magnúsdóttir og Guðrún Magnúsdóttir hölluðu sér í íþróttasal Langholtsskóla í fyrrinótt ásamt um tuttugu manns, að þær töldu, og einum ketti eftir að þeim var gert að yfirgefa heimili sín við Kleppsveg í kjölfar... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð

Matarskattur lækki um helming

Í FRÉTTATILKYNNINGU frá Samfylkingunni um aðgerðir í skattamálum er lagt til að sett verði í forgang lækkun matarskatts um helming síðari hluta árs 2005 og að barnabætur verði auknar strax um 2,5 milljarða. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

MS félagið fær jólakortastyrk Opinna kerfa

MS félagið fær jólakortastyrk Opinna kerfa í ár, en Opin kerfi hafa árlega styrkt gott málefni í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. MS-félagið rekur sjúkradagvist fyrir fólk með MS og aðra taugasjúkdóma í húsnæði félagsins. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Nálægð við íbúabyggð viðsjárverð

FORMAÐUR stjórnar Samtaka um betri byggð segir afar viðsjárvert að mengandi starfsemi fyrirtækja og eldhætta á borð við þá sem skapaðist við Hringrás, sé eins nálægt íbúðabyggð og raun ber vitni. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 293 orð

Niðurstöður loftslagsráðstefnu gagnrýndar

ELLEFU bandarískir sérfræðingar á sviði loftslagsfræða gagnrýna ýmsar niðurstöður ráðstefnu Norðurskautsráðsins um loftslag á norðurslóðum (ACIA), sem haldin var í Reykjavík 9. til 12. nóvember síðastliðinn. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ný jólakort frá Fuglavernd

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum eftir Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson. Myndirnar á kortunum eru af silkitoppu í grenitré og snjótittlingahópi í vetrarhörkum. Kortin kosta 200 kr. stk. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Ódaunn og biksvartur elgur

FNYKURINN úr rjúkandi dekkjastæðunni hjá Hringrás var verulega óþægilegur og slökkviliðsmenn og aðrir sem unnu að því að slökkva eldinn voru svo sannarlega ekki öfundsverðir af starfinu í gær. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Ófyrirséðar aðstæður sköpuðust

Slökkviliðsstjóri taldi mjög litlar líkur á eldsvoða í dekkjahaugnum á Hringrásarsvæðinu og fór því ekki fram með fullri hörku um úrbætur í eldvörnum hjá fyrirtækinu. Mjög erfitt er að kveikja í dekkjum segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Óttast átök í Úkraínu

MIKIL spenna ríkti í gærkvöldi í Kíev, höfuðborg Úkraínu, og ríkisstjórnin var kölluð saman á neyðarfund enda óttast margir að til átaka geti komið vegna deilna um úrslit forsetakosninganna um sl. helgi. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 194 orð

Óverulegar skemmdir en truflanir á starfsemi

SKEMMDIR í fyrirtækjum sem reykjarmökkurinn lá yfir virtust í gær ekki hafa verið verulegar. Kassagerðinni við Köllunarklettsveg var lokað í fyrrakvöld eftir að eldurinn kom upp og lokað var í höfuðstöðvum Olís við Sundagarða. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

"Dætrum Laxness sýnd próförk af bók minni"

"Þetta kemur mér mjög á óvart. Ég vil alls ekki brjóta nein höfundarlög og lagði mig í framkróka um að gera það ekki," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í samtali við Morgunblaðið aðspurður um stefnuna sem honum hefur verið birt. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

"Fann náttúrlega lykt í ganginum"

"ÞAÐ VAR alveg kolsvart hérna úti í gærkvöldi þegar við fórum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð

"Umhverfismál blikna í samanburði við þessi ósköp"

MIKIL vinna er framundan hjá umhverfis- og heilbrigðisstofu vegna mælinga á áhrifum brunans hjá Hringrás. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 255 orð

"Þetta eru rosaleg skipulagsmistök"

ÍBÚAR í Hamrahverfi í Grafarvogi mótmæla harðlega viðbrögðum skipulagsyfirvalda og umhverfisráðuneytis við mótmælum þeirra vegna Sundabrautar, en íbúarnir eru ósáttir við að brautin liggi við hlið íbúðahverfisins. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Reyna fyrst að lofta út

FJÖLMARGIR bílar stóðu fyrir utan hús sem voru rýmd vegna brunans í Hringrás og þurfa bíleigendur nú að leita leiða til að losna við reykjarlyktina úr þeim. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 406 orð | 1 mynd

Setur skilyrði um vöktun á hljóð- og loftmengun

Reykjavík | Skipulagsstofnun hefur með skilyrðum fallist á lagningu fyrsta áfanga Sundabrautar í Reykjavík frá Sæbraut yfir Kleppsvík, að Hallsvegi og Strandvegi á Gufunesi, en gerir fyrirvara við svokallaða eyjalausn vegna skorts á upplýsingum um áhrif... Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Síðbúin einkenni reykeitrunar hugsanleg

UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkurborgar og landlæknisembættið sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem varað var við áhrifum reyks frá brunanum á athafnasvæði Hringrásar. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 506 orð | 1 mynd

Skilar mestu til þeirra sem mest hafa

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt á Alþingi í gær. Tvöfaldur ræðutími var í málinu að ósk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og stóð þingfundur fram eftir kvöldi. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 191 orð

Skiptir öllu að enginn missti vinnuna

Grenivík | Breytingar á landvinnslu Brims á Grenivík hafa orðið til þess að starfsfólki í vinnslunni hefur fækkað verulega. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Slæmt að geta ekki leitað til fjölskyldunnar

"ÉG var rosalega hrædd og var alltaf að kíkja út um gluggann," segir Ana Kukalj sem býr í blokkinni á Kleppsvegi 6 en mikinn reykjarmökk lagði yfir húsið frá athafnasvæði Hringrásar. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð

Spurði um söluandvirði grunnlínukerfis

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur svarað fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um grunnnet Símans. Spurt var m.a. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Stjórnvöld hugi að uppbyggingu fleiri svæða

Blönduós | Bæjarstjórn Blönduóss fagnar tillögum starfshóps um mögulega sameiningu opinberra matvælarannsókna í eina stofnun eða fyrirtæki sem heyri undir sjávarútvegsráðuneytið. Þar er um að ræða rannsóknir sem nú er sinnt af fjórum stofnunum. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 965 orð | 2 myndir

Stórbrunar í Reykjavík á umliðnum árum

Að minnsta kosti fjórir stórbrunar þar sem nokkur mengun varð af hafa orðið í Reykjavík síðustu öldina. Árið 1901 brunnu 150 tunnur af steinolíu við Batteríið svokallaða, rúmri hálfri öld síðar brann gasstöðin Ísaga við Rauðarárstíg, í ársbyrjun 1989 brann Gúmmívinnustofan og 2002 varð Teppaland við Fákafen eldi að bráð. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Styðja bann við reykingum á veitingahúsum

AÐALFUNDUR fagdeildar lungnahjúkrunarfræðinga, haldinn 16. nóvember sl., lýsir yfir fullum stuðningi við áform Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um fyrirhugað frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum. "Í tóbaksvarnalögum frá 1. Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Styðja kosningar í Írak

SAMKOMULAG náðist á ráðstefnu stórveldanna fimm, Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Kína, auk grannríkja Íraks í strandbænum Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í gær um að styðja ákvörðun um þingkosningar í Írak í lok janúar. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Styrkja Sunnuhlíð

KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands hefur fært hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að gjöf standgrind til sjúkraþjálfunar. Standgrindin kemur fólki, sem ekki getur staðið án stuðnings, í upprétta stöðu. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 99 orð

Söngskemmtun í Duus | Kór Fjölbrautaskóla...

Söngskemmtun í Duus | Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja heldur klukkustundar langa söngskemmtun í Duushúsum í Keflavík, fimmtudagskvöldið 25. nóvember kl. 20. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Tifandi tímasprengjur?

ELDVARNAEFTIRLITIÐ sendir þúsundir bréfa árlega til fyrirtækja þar sem gerðar eru athugasemdir við eldvarnir, samkvæmt upplýsingum Hrólfs Jónssonar slökkviliðsstjóra. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 54 orð | 1 mynd

Tíminn er búinn!

Stöðumælaverðir í miðbæ Akureyrar eru á ferðinni frá morgni til kvölds og fylgjast með því að bíleigendur fari ekki fram yfir þann tíma sem þeir hafa áætlað sér þegar skotist er ýmissa erinda. Frekar kalt hefur verið í veðri og snjóað á stöðumælaverði. Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Tugþúsundir mótmæltu í Úkraínu

TUGÞÚSUNDIR manna tóku þátt í mótmælagöngu að þinghúsinu í Kíev, höfuðborg Úkraínu, í gær en fólkið vildi lýsa óánægju sinni með meint kosningasvik stjórnvalda í forsetakosningum sem fram fóru í Úkraínu um helgina. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 478 orð | 2 myndir

Upptök eldsins rakin til hleðslutækis

Upptök stórbrunans hjá Hringrás eru í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík og er á þessu stigi talið nokkuð ljóst að eldurinn hafi komið upp í stálgrindarhúsi þar sem inni voru ýmis rafmagnstæki, m.a. hleðslutæki fyrir rafmagnslyftara. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Vegir liggja til allra átta

Flest ef ekki öll sveitarfélög landsins eiga sér vinabæi á öðrum Norðurlöndum og sum raunar víðar. Þar eru Vestmannaeyjar engin undantekning, en í hópi vinabæja þeirra er Borlänge í Svíþjóð. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð

Versnandi staða Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga

STAÐA eigna Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) umfram skuldbindingar var neikvæð um 19,8 milljarða króna í árslok 2003. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Viðskiptabankarnir lækka enn vexti af íbúðalánum

VIÐSKIPTABANKARNIR þrír, KB banki, Íslandsbanki og Landsbanki, lækkuðu vexti af nýjum íbúðalánum úr 4,2% í 4,15% í gær. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð

Vilja ekki skammtímasamning

SAMNINGANEFND Félags leikskólakennara hefur ákveðið að hverfa frá því að óska eftir gerð skammtímasamnings í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í samningamálum grunnskólakennara. Meira
24. nóvember 2004 | Minn staður | 85 orð

Vinnuhópur um skólastarfið

SKÓLANEFND Akureyrar hefur samþykkt að setja á stofn vinnuhóp til að koma með tillögur að því hvernig skólastarfi verði háttað það sem eftir lifir skólaársins. Meira
24. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Þremur gíslum sleppt í Afganistan

MANNRÆNINGJAR í Afganistan slepptu í gær úr haldi þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem rænt var í síðasta mánuði. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Þrif talin duga í flestum tilvikum

TJÓNASKOÐUNARMENN tryggingafélaganna byrjuðu í gær að meta tjón í fyrirtækjum og íbúðum af völdum brunans í Hringrás en ekki verður hægt að leggja mat á heildartjón fyrr en eftir nokkra daga, að sögn talsmanna þriggja stærstu félaganna. Meira
24. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Þrjú verkefni hlutu gæðaverðlaun Leonardó

VERKEFNI frá Iðntækistofnun, Skautafélagi Reykjavíkur (SR) og Stúdentaferðum fengu í gær viðurkenningu sem fyrirmyndarverkefni Leonardó, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt hér á landi. Meira

Ritstjórnargreinar

24. nóvember 2004 | Leiðarar | 405 orð

Eldsvoðinn í Klettagörðum

Mesta mildi er að ekki fór verr þegar eldur kviknaði á svæði fyrirtækisins Hringrásar í Sundahöfn í fyrrakvöld. Ljóst er að hér var um stórbruna að ræða. Meira
24. nóvember 2004 | Leiðarar | 244 orð

Framúrskarandi árangur

Það er einkar ánægjulegt að fylgjast með gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar og því hvernig fyrirtækinu tekst að vera í leiðandi hlutverki í heiminum í þróun nýrra stoðtækja. Meira
24. nóvember 2004 | Leiðarar | 270 orð

Mjólkurverð og samkeppni

Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum muni haldast óbreytt um áramótin, þriðja árið í röð. Verð til bænda hækkar hins vegar. Meira
24. nóvember 2004 | Leiðarar | 349 orð | 1 mynd

Út úr kústaskápnum

Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, leggur í pistli á vefritinu Deiglunni út af þeirri staðreynd að ábyrgðin á heimilishaldi hvíli enn í dag að mestu leyti á konum. Meira

Menning

24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Allt á afturfótunum

NÝ BRESK gamanþáttaröð, Vandræðavika ( The Worst Week of My Life ) hefst í Sjónvarpinu í kvöld og er hún í sjö hlutum. Það er breska ríkissjónvarpið, BBC, sem framleiðir þættina. Meira
24. nóvember 2004 | Tónlist | 529 orð | 1 mynd

Bjartur taktkjaftur

BEAT-UR bar sigur úr býtum í taktkjaftskeppni TFA sem fram fór á Unglist fyrr í mánuðinum. Til viðbótar var keppt í tveimur riðlum í skífuskanki. DJ Nino vann í skankriðli og DJ B Ruff í syrpuriðli. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 145 orð | 2 myndir

Bridget breiðir út faðminn

ÞAÐ er greinilegt að margir hafa beðið endurkomu Bridget Jones með talsverðri eftirvæntingu enda fyrri myndin um ævintýri þessarar sposku hnátu, Bridget Jones's Diary (2001), ein lofaðasta "vellíðunarmynd" síðustu ára. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 169 orð | 1 mynd

Cage í fjársjóðsleit

NICOLAS Cage fann gull í fjársjóðsleit sinni í bandarískum bíóhúsum um helgina en ný mynd hans, National Treasure , eða Þjóðargersemin , var vinsælasta mynd helgarinnar vestra og aflaði 35,1 milljónar dala, eða um 2.350 milljóna króna. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 333 orð | 1 mynd

Drottning einn dag

Íslensk heimildarmynd. Leikstjórn: Helgi Felixson og Titti Johnson. Handrit: Titti Johnson. Ísland/Svíþjóð, 2004. 35 mm. Enskur texti. 105 mín. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 234 orð | 1 mynd

Eitís...

ÞAÐ er bölvanlegt að hafa, sem tónlistaráhugamaður, misst bæði af sjöunda áratugnum og þeirri gríðarlegu umbyltingu í tónlist sem átti sér þá stað þá og einnig pönkinu. Ég hef enga byltingu upplifað. Meira
24. nóvember 2004 | Bókmenntir | 277 orð | 3 myndir

Fjölbreytt útgáfa kynnt

BÓKAÚTGÁFAN Salka efnir til útgáfuveislu í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og kynnir þar bækur sínar og höfunda, með upplestri, söng og skemmtilegheitum. Að sögn Hildar Hermóðsdóttur útgáfustjóra eru titlar ársins um 30 talsins og hafa aldrei verið... Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 334 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Robbie Williams , sem er einn þeirra sem syngja í nýju Band Aid 20 útgáfunni af "Do They Know It's Christmas?" segist einnig áhugasamur um að taka þátt í slíkum tónleikum, sem og rokksveitin Status Quo. Meira
24. nóvember 2004 | Leiklist | 269 orð | 1 mynd

Handléku sömu muni og Jón biskup Arason

TÓLF manna hópur úr jólaleikriti Þjóðleikhússins Öxin og jörðin, sem byggt er á skáldverki Ólafs Gunnarssonar, og frumsýnt verður að kvöldi annars dags jóla, kom í vettvangsskoðun heim á Hólastað í gær, þriðjudag. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 279 orð | 1 mynd

Heillandi stelpusaga

Leikstjórn og handrit: Zornitsa Sophia. Aðalhlutverk: Vesela Kasakova. 91 mín. Búlgaría 2004. Meira
24. nóvember 2004 | Bókmenntir | 537 orð | 1 mynd

Hin þjóðin í landinu

Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn völdu texta, Halldór Pétursson myndskreytti. Fjólu útgáfa 2004, endurútgáfa. Meira
24. nóvember 2004 | Bókmenntir | 566 orð | 2 myndir

Hvað gera íslenskir félagsfræðingar?

Ritstjórar: Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson. 351 bls. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2004. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 381 orð | 2 myndir

Í tísku að tefla

VIÐHORF til skákíþróttarinnar hefur verið að breytast hérlendis og virðist hið sama vera að gerast í Bretlandi. "Skák hefur átt við ímyndarvandamál að stríða. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Kominn til Kanada

LATIBÆR heldur áfram útrás sinni og skemmtir börnum í Kanada frá og með mánudeginum 6. desember. Sjónvarpsþættirnir verða teknir til sýninga á YTV, sjónvarpsstöð, sem sérstaklega er ætluð börnum og nær til átta milljónir heimila í landinu. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 312 orð | 1 mynd

KVIKMYNDIR - Regnboginn - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Leikstjórn og handrit: Ólafur Sveinsson. 89 mín. Þýskaland 2004. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 362 orð | 1 mynd

KVIKMYNDIR - Regnboginn - Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík

Heimildarmynd. Leikstjórn: Sturla Gunnarsson. Handrit: Steven Silver. Kanada, 1997. 75 mín. Meira
24. nóvember 2004 | Leiklist | 485 orð | 1 mynd

LEIKLIST - Ungmennafélagið Íslendingur

Höfundur: Andri Snær Magnason. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikmynd: Björn Gunnlaugsson og fleiri. Lýsing: Eyjólfur Hjálmsson, Valdimar Reynisson og Björn Gunnlaugsson. Búningar og leikmunir: Rósa Marinósdóttir og fleiri. Frumsýning í Brún, Bæjarsveit, 19. nóvember 2004. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 151 orð | 1 mynd

Mörkin í farsímann

OG VODAFONE og sjónvarpsstöðin Sýn hafa kynnt til sögunnar nýja þjónustu fyrir viðskiptavini; "Og Vodafone - Mörkin í símann". Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 357 orð | 1 mynd

Riddari ruslmenningarinnar

Fimmtudaginn 30. desember verður grínistinn, þáttastjórnandinn og leikarinn Jamie Kennedy með uppistand á Broadway. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 315 orð | 1 mynd

Safnið þakklátt fyrir ræktarsemina

Á UNDANFÖRNUM misserum hafa Hönnunarsafni Íslands borist markverð húsgögn eftir Gunnar Magnússon, einn afkastamesta húsgagnahönnuð Íslendinga á árunum 1960-90, og eru þau umtalsverð viðbót við þau húsgögn sem safnið hefur þegar eignast eftir hann. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Setið um Sheryl

SÖNGKONAN Sheryl Crow sagði fyrir rétti í gær að fyrrverandi kafari í bandaríska sjóhernum hefði gert sig "afar taugaveiklaða", en maðurinn er sagður hafa setið um Crow í meira en ár. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 503 orð | 2 myndir

Skilyrði að taska kæmi við sögu

UPPSKERUHÁTÍÐ örleikritasamkeppni framhaldsskólanema fór fram í fyrrakvöld í Þjóðleikhúsinu, en fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands stóðu fyrir keppninni með stuðningi SPRON. Meira
24. nóvember 2004 | Kvikmyndir | 121 orð | 1 mynd

Stór mynd og þekktir leikarar

NÝ KVIKMYND eftir stórleikstjórann Oliver Stone verður tekin til sýninga í Bandaríkjunum í dag. Myndin heitir Alexander og fjallar um Alexander mikla, sem hafði lagt undir sig 90% hins þekkta heims fyrir 25 ára aldur. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar Vina Indlands

VINIR Indlands halda sína árlegu styrktartónleika annað kvöld kl. 20 og er þetta þriðja árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Alls hafa tónleikarnir verið haldnir sex sinnum. Meira
24. nóvember 2004 | Menningarlíf | 253 orð | 1 mynd

Til marks um sterka stöðu höfundar

NÝ SKÁLDSAGA Einars Más Guðmundssonar, Bítlaávarpið, hefur nú þegar verið seld til Danmerkur. Það er Borgen-forlagið sem hefur keypt útgáfuréttinn og er vinna við þýðingu þegar hafin ytra. Meira
24. nóvember 2004 | Tónlist | 257 orð | 1 mynd

Vandað til verka

Þeir sem á plötunni leika eru þeir Haukur Heiðar Ingólfsson (píanó), Árni Scheving (bassi, víbrafónn, marimba og harmonikka), Vilhjálmur Guðjónsson (gítar og mandólín), Einar Scheving (trommur), Carlomagno Araya (slagverk), Kristinn Svavarsson (alt-saxófónn) og Snorri Sigurðarson (trompet og flygilhorn). Lög eru eftir ýmsa höfunda, innlenda sem erlenda. Árni Scheving stýrði upptöku. Zonet gefur út. Meira
24. nóvember 2004 | Tónlist | 278 orð | 1 mynd

Ævintýraleg óhljóð

The Vacuum Boys Space Break Dance Challenge. Vacuum Boys skipa Heimir Björgúlfsson, Guy Amitai, Gert-Jan Prins og Dan Armstrong. Þeir leika á ýmisleg tól og tölvur. Takashi Mobile Records gefur út. 17,56 mín. Fæst á www.vacuumboys.com og í 12 Tónum. Meira

Umræðan

24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 836 orð | 1 mynd

Af menningarhúsi á Akureyri

Þórarinn Stefánsson skrifar um menningarhús: "Ég velti því hins vegar fyrir mér eins og staðan er nú hvort bygging menningarhúss á Akureyri sé enn ein pólitíska, óskynsamlega ákvörðunin?" Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

Djúpvegur nr. 61

Árni Stefánsson skrifar um samgöngumál: "Ég heiti á alþingismenn héraðsins og sveitarstjórnarmenn að sameinast um að ljúka lagningu Djúpvegarins á 2-3 árum til farsældar fyrir héraðið." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Eru verkalýðsfélög úrelt?

Kristín A. Hjálmarsdóttir fjallar um stéttarfélagsaðild: "Nú kemur eitthvað upp á t.d. varðandi túlkun samnings, launagreiðslur eða uppsagnir og leita þarf aðstoðar lögfræðings." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 843 orð | 1 mynd

Fjölbreytta meðferð fyrir geðsjúka

Drífa Kristjánsdóttir fjallar um geðheilbrigðismál: "Það verður að fást miklu meiri fjölbreytni í meðferð ungs fólks sem þjáist af geðröskunum." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Héraðsskólahúsið á Laugarvatni - framkvæmdir og framtíð

Halldór Páll Halldórsson fjallar um Héraðsskólahúsið á Laugarvatni: "Vert er að stofna Hollvinasamtök Héraðsskólahússins á Laugarvatni. Veit ég fyrir víst að slík samtök yrðu húsinu sterkur bakhjarl." Meira
24. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 349 orð

Hvatning til kennara og áskorun til fjölmiðla

Frá foreldrum í 9. HB í Seljaskóla:: "FORELDRAR telja það bæði rétt og skylt að senda kennurum hvatningu í erfiðri kjarabaráttu. Þó verður ekki sagt að verkfallið og aðgerðir kennara eftir það hafi verið foreldrum að skapi vegna þess skaða sem niðurfelling á skólastarfi veldur börnunum." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Íslands hvað?

Sigurður H. Þorsteinsson fjallar um þjóðsönginn: "Það virðist í rauninni enginn hlutur lengur helgur varðandi það sem hefir verið hluti af lífi okkar, menningu og jafnvel helgar hugmyndir." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd

Lifa þar fáir og hugsa smátt

Bergljót Ólafs fjallar um málefni Seltjarnarness: "Er ekki tímabært að bæjarstjórn kanni vilja íbúanna?" Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Réttlætið og aldraðir

Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar um málefni aldraðra: "Þetta er kannske réttlætið, sem gildir í dag." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Taktlausa gráttríóið

Þorsteinn Magnússon fjallar um viðbrögð stjórnarandstöðu við skattalækkunum: "Hver skyldi taka mark á þessum málflutningi stjórnarandstöðunnar?" Meira
24. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 176 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Gott viðtal og tónlistarhús ÉG þakka Matthíasi Johannessen fyrir viðtalið á Rás 2 í síðustu viku. Það voru meðal annars þörf skilaboð til starfsmanna fjölmiðla sem ég dáðist að. Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Viljum ekki íslenskan her

Björgvin Guðmundsson fjallar um íslenska friðargæsluliða: "Það er kominn tími til þess að íslenska ríkisstjórnin leiðrétti mistök sín í málefnum Íraks og Afganistans." Meira
24. nóvember 2004 | Aðsent efni | 894 orð | 1 mynd

Virkjanir í byggð - í tveimur af fegurstu dölum landsins

Margrét Jónsdóttir fjallar um tvær virkjanir í byggð: "Gilda aðrar reglur fyrir eldri virkjanir, í sambandi við frágang, heldur en þær nýju?" Meira

Minningargreinar

24. nóvember 2004 | Minningargreinar | 3515 orð | 1 mynd

INGI Ú. MAGNÚSSON

Ingi Guðmundur Úlfars Magnússon fæddist í Reykjavík 2. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Benediktsdóttir, húsmóðir, frá Skuggabjörgum í Fnjóskadal, f. 4. apríl 1887, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2004 | Minningargreinar | 182 orð | 1 mynd

JÓHANNES SIGURBJÖRN GUÐFINNSSON

Jóhannes Sigurbjörn Guðfinnsson lögfræðingur fæddist 11. janúar 1913. Hann lést 15. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 22. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
24. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1779 orð | 1 mynd

SVANA SIGURRÓS SIGURGRÍMSDÓTTIR

Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir fæddist í Reykjavík 2. september 1935. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans að kvöldi 17. nóvember síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. nóvember 2004 | Sjávarútvegur | 245 orð | 1 mynd

60% síldaraflans til manneldis

VEIÐAR á íslensku sumargotssíldinni hafa gengið ágætlega undanfarnar vikur og hafa mörg skip þegar klárað kvóta sína. Engu að síður eru tæp 54 þúsund tonn eftir af heildarkvóta fiskveiðiársins sem er nærri 115 þúsund tonn. Meira
24. nóvember 2004 | Sjávarútvegur | 293 orð | 1 mynd

Nóg komið af rifrildi

STÖÐGT rifrildi um kvótamál leiðir athyglina frá því sem máli skiptir í íslenskum sjávarútvegi. Þetta kom fram í ávarpi Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á málþingi um matvælarannsóknir sem haldið var í Háskólanum á Akureyri í gær. Meira

Viðskipti

24. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 106 orð

7,73 milljarða hagnaður easyJet

HAGNAÐUR easyJet á fyrsta helmingi fjárhagsársins var 62,2 milljónir punda sem samsvarar 7,73 milljörðum króna og jókst hann um rúma 1,3 milljarða á milli ára. Meira
24. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 235 orð | 1 mynd

Atlanta gerir samninga upp á 11 milljarða

AIR Atlanta hefur nýverið undirritað þrjá samninga um fraktflug á Boeing 747-vélum félagsins. Áætlaðar tekjur félagsins vegna samninganna eru rúmlega 11 milljarðar króna eða nærri 165 milljónir dollara. Meira
24. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Atorka hækkaði um 5,6%

GENGI Atorku hf. hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær eða um 5,6%. Lokagengi félagsins var 5,70, en gengi félagsins hefur hækkað um 217% frá áramótum. Í gær hækkaði gengi Burðaráss og Landsbankans einnig talsvert, eða um 5,1% bæði félög. Meira
24. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 76 orð

ÍE þróar lyf í samstarfi við Roche

ÍSLENSK erfðagreining og Roche í Sviss hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára um þróun og markaðssetningu lyfja sem eiga að koma í veg fyrir heilablóðföll og aðra æðasjúkdóma. Meira
24. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 211 orð

KB banki selur dótturfélag í Danmörku

DÓTTURFÉLAGI KB banka í Danmörku, Kaupthing Bank, verður skipt upp og selt Sparisjóði Færeyja (Føroya Sparikassi). Ákvörðun þessa efnis hefur verið tekin í kjölfar kaupa KB banka á danska bankanum FIH Erhvervsbank fyrr í haust. Meira

Daglegt líf

24. nóvember 2004 | Daglegt líf | 461 orð | 1 mynd

Góður svefn er gulli betri

Góður svefn er dýrmætur hverjum manni, það þekkja þeir best sem eiga við svefnvandamál að stríða. Ástæður svefntruflana geta verið margvíslegar en ein þeirra er svokallaður kæfisvefn. Meira
24. nóvember 2004 | Afmælisgreinar | 584 orð | 1 mynd

RANNVEIG GUÐMUNDÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Rannveig Guðmundína Kristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 24. nóvember 1929 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Rannveigu Ásgeirsdóttur húsmóður og Kristjáni Jóhannessyni matsveini, en hann drukknaði af mótorbátnum Svanhólmi. Meira
24. nóvember 2004 | Daglegt líf | 888 orð | 5 myndir

Snjórinn kallar á daður og rómantík

Daðurdrottningin Tracy Cox lenti á Íslandi í fyrrakvöld og kolféll fyrir snjónum. Kristín Heiða Kristinsdóttir daðraði við hana og fékk tvo kossa. Meira

Fastir þættir

24. nóvember 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

Brúðkaup | Gefin voru saman 12. júlí sl. í Laugarneskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Kolbrún Magnúsdóttir og Bjarni H... Meira
24. nóvember 2004 | Fastir þættir | 207 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Deildakeppnin. Meira
24. nóvember 2004 | Fastir þættir | 307 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 18. nóvember sl. hófst spilamennska í Hraðsveitakeppninni. Sex sveitir taka þátt og er staða sveitanna þessi: Guðjón, Ólafur, Hörður og Gunnar B. 578 Þröstur, Sigfinnur, Össur og Stefán S. Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 28.

Brúðkaup | Gefin voru saman 28. ágúst sl. í Mosfellskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Eva Hrönn Jónsdóttir og Þorvaldur... Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 17 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman í...

Brúðkaup | Gefin voru saman í Grinda vík urkirkju 3. júlí sl. þau Anna Lilja Jóhannsdóttir og Einar... Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 16 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman í...

Brúðkaup | Gefin voru saman í Njarðvíkurkirkju 14. ágúst sl. þau Elísabet Kjartansdóttir og Páll... Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 118 orð | 1 mynd

Eldskírn Ara Þórs

Tónleikar | Það er stór dagur framundan hjá Ara Þór Vilhjálmssyni fiðluleikara en á laugardaginn þreytir hann frumraun sína í íslenskum tónleikasölum. Vettvangurinn er Salurinn í Kópavogi og hefjast tónleikarnir kl. 16. Meira
24. nóvember 2004 | Viðhorf | 957 orð

Jafnrétti um jólin

Ég sagði það samt aldrei upphátt því þá gæti einhver farið að halda að ég væri að reyna að vera eitthvað. Stelpur eiga ekki að vilja vera eitthvað. Meira
24. nóvember 2004 | Fastir þættir | 129 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. cxd5 d6 6. e4 g6 7. f4 Bg7 8. Bb5+ Rfd7 9. Rf3 O-O 10. O-O Rb6 11. Bd3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 Ra6 14. Bd2 Rc7 15. Hae1 Rd7 16. Rd1 b5 17. Bc3 f6 18. b3 a5 19. Dg3 De7 20. h4 Hf7 21. h5 Rf8 22. Re3 a4 23. Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 53 orð | 1 mynd

Skáld mánaðarins lesa upp

SKÁLD mánaðarins, Jóhann Hjálmarsson, Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Sjón, lesa úr verkum sínum í veitingastofunni í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, fimmtudag kl. 12 til 13. Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 450 orð | 1 mynd

Viðtöl eiga að standa öllum til boða

Gyða Haraldsdóttir fæddist 5. nóvember 1953 á Sauðárkróki. Hún lauk BA-gráðu frá Háskóla Íslands árið 1978 og doktorsprófi frá Manchester University árið 1983 í þroskasálfræði. Árið 1995 hlaut hún sérfræðiviðurkenningu á sviði fatlana. Meira
24. nóvember 2004 | Fastir þættir | 280 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur alltaf haft gaman af því að spila bingó, alveg frá barnsaldri, og á t.d. góðar minningar af bingói kvenfélagsins í sinni heimabyggð. Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 33 orð

Því að ég er hjá yður...

Því að ég er hjá yður í andanum, þótt ég sé líkamlega fjarlægur, og ég horfi með fögnuði á góða skipan hjá yður og festu yðar í trúnni á Krist. (Kól. 2, 5.) Meira
24. nóvember 2004 | Dagbók | 107 orð | 1 mynd

Ævisaga Laxness kynnt á Súfistanum

HALLDÓR Guðmundsson mun í dag kynna bók sína, Halldór Laxness - Ævisaga, á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Meira

Íþróttir

24. nóvember 2004 | Íþróttir | 104 orð

Allt óvíst um opnunarleikinn

ENSKA knattspyrnusambandið hefur neitað því að búið sé að ákveða að það verði England og Frakkland sem leika opnunarleikinn á hinum nýja Wembley-leikvangi í mars 2006. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

Fandel tilbúinn að flauta af í Eindhoven

HERBERT Fandel, sem dæmir leik PSV Eindhoven og Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld, segist vera tilbúinn að flauta leikinn af ef vart verði við að leikmenn verði fyrir áreitni vegna kynþáttafordóma. Leikir hjá PSV í hollensku úrvalsdeildinni hafa tvívegis verið stöðvaðir af þeim sökum það sem af er tímabilinu og fyrir tveimur árum var félagið sektað vegna framkomu áhorfenda í leik í Meistaradeild Evrópu - einmitt gegn Arsenal. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 273 orð

Færeyingar númer tvö á Norðurlöndum

FÆREYINGAR lengja keppnistímabil sitt í knattspyrnunni umtalsvert á næsta ári en eining tókst um það á fundi formanna færeysku félaganna með knattspyrnusambandinu fyrir skömmu. Þar með situr Ísland eftir með minnstu deildakeppni í Evrópu. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Gerd Müller spáir Guerrero miklum frama

GERD Müller, ein af goðsögnunum í þýsku knattspyrnunni, spáir Perúbúanum Jose Paolo Guerrero miklum frama á knattspyrnuvellinum og einkum og sér í lagi í vítateig andstæðinganna. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 240 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Slóvakía 26:26 Kielce,...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Slóvakía 26:26 Kielce, Póllandi, undankeppni HM, 2. riðill, þriðjudaginn 23. nóvember 2004. Mörk Íslands : Hrafnhildur Skúladóttir 9/2, Kristín Guðmundsdóttir 5/1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Dagný Skúladóttir 3, Hanna G. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 23 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, SS-bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Ásvellir: Haukar 2 - HK 20 KA heimilið: KA - ÍBV 19.15 Seltjarnarnes: Grótta KR - Þór Ak. 19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - UMFN 19. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Keflvíkingar fóru á kostum gegn Reims

ÍSLANDSMEISTARAR Keflvíkinga gerðu góða ferð til Frakklands í gær þar sem þeir lögðu Reims, 106:94, í riðlakeppni Evrópubikarkeppninnar í körfuknattleik. Þetta var fyrsti útisigur Keflvíkinga í Evrópukeppni og með honum stigu þeir stórt skref í að komast áfram í keppninni. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 218 orð

Kristín hársbreidd frá því að tryggja íslenskan sigur

ÍSLAND og Slóvakía skildu jöfn, 26:26, í undankeppni heimsmeistaramóts kvennalandsliða í handknattleik en riðillinn sem Ísland leikur í er spilaður í Póllandi. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 227 orð

Larsson áfram hjá Barcelona

BARCELONA hefur einhliða ákveðið að framlengja samning sinn við sænska sóknarmanninn Henrik Larsson um eitt ár, en hann sleit krossband í hné í viðureign Barcelona og Real Madrid á laugardagskvöldið. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 405 orð

Leeds berst enn fyrir að fá Gylfa um mánaðamót

ENSKA knattspyrnufélagið Leeds United telur sig hafa fundið fordæmi sem geti gert það að verkum að Gylfi Einarsson geti byrjað að spila með því í 1. deildinni strax um næstu mánaðamót - ekki um áramót eins og reglur FIFA kveða á um. Kevin Blackwell, knattspyrnustjóri Leeds, sagði á vef félagsins í gær að hann vissi um tvo norska leikmenn sem væru byrjaðir að spila í Hollandi þó þeir hefðu leikið í Noregi til loka tímabilsins þar. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 122 orð

Magdeburg steinlá í Kiel

ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans í Magdeburg riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg sótti Kiel heim í Ostenhalle-höllina í Kiel fyrir framan 10. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

* MARK van Bommel , miðvallarleikmaður...

* MARK van Bommel , miðvallarleikmaður PSV Eindhoven og hollenska landsliðsins, segist hafa talsverðan áhuga á að ganga til liðs við Tottenham þegar samningur hans við PSV rennur út næsta vor. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Gottskálksson gat ekki staðið...

* ÓLAFUR Gottskálksson gat ekki staðið á milli stanganna í marki Torquay gegn Wrexham í ensku 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi vegna magakveisu. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 556 orð | 1 mynd

Óþolandi vinnubrögð í Gautaborg

ÞAÐ kom geysilega á óvart, bæði hjá fréttamönnum, þátttakendum og þeim sem fylgdust með heimsbikarmótinu í Svíþjóð, World Cup, að besti leikmaður mótsins - línumaðurinn Róbert Gunnarsson, sem varð markakóngur, var ekki valinn í sjö manna úrvalslið... Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 137 orð

"Guðjón efstur á óskalista okkar"

GUÐJÓN er efstur á óskalistanum hjá okkur og ef ekkert verður úr því að hann fái starf ytra þá er ég bjartsýnn á að hann semji frekar við okkur en Grindavík - það kemur í ljós í vikunni," sagði Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur,... Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 145 orð

Ron Artest finnst dómurinn of harður

RON Artest leikmaður Indiana Pacers, sem dæmdur var í leikbann út tímabilið í NBA-deildinni eða í 73 leiki fyrir að ganga í skrokk á áhorfendum í leik Indiana og Detroit um síðustu helgi, tjáði sig í fyrsta sinn í gær opinberlega um atburðinn og... Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 633 orð | 1 mynd

Vandræði Real Madrid halda áfram

MANCHESTER United og Bayern München bætust í hóp fjögurra liða sem tryggt hafa sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld en þá fór fram næst síðasta umferðin í riðlum A, B, C og D. Chelsea, Inter Milan, Lyon og Juventus höfðu þegar tryggt sér áframhaldandi þátttöku í keppninni en stórlið Real Madrid á í harðri baráttu við Bayer Leverkusen og Dynamo Kiev um að komast áfram. Meira
24. nóvember 2004 | Íþróttir | 171 orð

Ætla að reisa þak yfir Lerkendal

FORRÁÐAMENN norska meistaraliðsins í knattspyrnu, Rosenborg, ætla að breyta heimavelli félagsins í Þrándheimi enn frekar á næstu misserum og hafa lagt til hliðar rúman milljarð kr. til framkvæmda við þak sem á að reisa yfir heimavöll liðsins, Lerkendal. Meira

Bílablað

24. nóvember 2004 | Bílablað | 853 orð | 5 myndir

Astra - vandaðri og bættir aksturseiginleikar

OPEL hefur á undanförnum misserum verið að endurnýja sinn flota og væri núna með eina yngstu línuna í fólksbílum í Evrópu, ef einungis Zafira og Corsa væru líka nýir. Omega víkur fyrir bíl sem heitir Signum og ný Zafira er á teikniborðinu. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 232 orð

Aukinn fjöldi innkallana

ÞÝSKU bifreiðaeigendasamtökin ADAC eiga von á því að met verði slegið í innköllun bíla á þessu ári í Þýskalandi. Á tíu ára tímabili hafa tilfelli innkallana aukist fjórfalt og voru á síðasta ári 144 talsins. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 59 orð

Citroën C4 HDi 138

Vél: Fjórir strokkar, 1.997 rúmsentimetrar. Afl: 138 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 320 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Sex gíra handskiptur. Lengd: 4.260 mm. Breidd: 1.773 mm. Hæð: 1.458 mm. Hjólhaf: 2.608 mm. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 778 orð | 2 myndir

Dregur úr áhuga framleiðenda á akstursíþróttum

ÞAÐ eru blikur á lofti í akstursíþróttunum og nokkrir stórir bílframleiðendur hafa dregið sig í hlé frá keppni í ralli og Formúla 1 og aðrir dregið úr þátttökunni. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 98 orð | 1 mynd

Hyundai Tucson selst vel

Sala á Tucson, nýja sportjeppanum frá Hyundai, er að sögn Heiðars J. Sveinssonar, forstöðumanns sölusviðs, verulega umfram væntingar. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 598 orð | 2 myndir

Íslensk bílaverksmiðja og Bifreiðaeinkasala ríkisins

Saga bílsins á Íslandi 1904-2004 eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson er nýkomin út og hlýtur hún að teljast verulegur hvalreki á fjörur bílaáhugamannsins og þeirra sem unna þjóðlegum fróðleik og frásögnum. Rætt var við Sigurð Hreiðar í tilefni af útkomu bókarinnar. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 101 orð | 1 mynd

Jeppi/jepplingur þriðji hver seldur bíll

SALA á jeppum og jepplingum jókst um 16% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru seldir 3.264 jeppar og jepplingar fyrstu tíu mánuðina, sem þýðir að þriðji hver bíll sem selst hérlendis er jeppi eða jepplingur. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 160 orð | 2 myndir

Kantaður Yaris í burðarliðnum

Toyota Yaris hefur verið á markaði síðan 1998 en á næsta ári kemur nýi smábíllinn Aygo á markað og þar með er ekki ólíklegt að næsta kynslóð Yaris verði stærri. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 910 orð | 5 myndir

Laglegur og tæknivæddur Citroën C4

HVERGI er meiri samkeppni eða fleiri frambærilegir bílar í Evrópu en í C-flokki; flokknum sem bílar eins og VW Golf, Toyota Corolla og Ford Focus tilheyra. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 234 orð | 1 mynd

Mestu gæðin í Mazda

MAZDA er mesta gæðamerkið og veltir Toyota úr sessi í fyrsta sinn. Þetta eru niðurstöðurnar í stærstu gæðakönnun í Evrópu en af sex efstu framleiðendunum eru fimm japanskir og einn frá Suður-Kóreu, Hyundai. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 155 orð | 1 mynd

Nýr Touareg V6 TDI

Volkswagen kynnir um þessar mundir nýja V6 TDI dísilvél í Touareg jeppann. Vélin er með forþjöppu og beinni innspýtingu, skilar 225 hestöflum og togar 500 Nm við ganghraða rétt yfir lausagangi. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 172 orð | 1 mynd

Nýtt andlit og dísilvél í Honda CR-V

Honda hefur kynnt blaðamönnum nýtt útlit jepplingsins CR-V, en bíllinn er að mestu leyti eins og forverinn en þó betur útbúinn og kominn með dísilvél, sem þó verður fyrst fáanleg næsta vor. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 67 orð

Opel Astra 1.8

Vél: 1.796 rúmsenti-metrar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 125 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu. Tog: 170 Nm við 3.800 snúninga á mínútu. Hröðun: 11,9 sekúndur. Hámarkshraði: 1 88 km/klst. Gírskipting: 4ra þrepa sjálfskipting. Lengd: 4.249 mm. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 394 orð | 1 mynd

Saga mótorhjólsins í 100 ár

ÚT er komin bókin Þá riðu hetjur um héruð sem er saga mótorhjólsins á Íslandi í 100 ár. Höfundur bókarinnar er Njáll Gunnlaugsson. Njáll hefur lengi haft áhuga á mótorhjólum, akstri þeirra og skrifað kennslubók um mótorhjólaakstur. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 113 orð

Sala á vinnubílum tvöfaldast hjá Heklu

Hekla hefur opnað við Laugaveg 174 nýjan sýningarsal fyrir vinnubíla frá Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Á þessu ári hefur sala á vinnubílum hjá Heklu rúmlega tvöfaldast og er markaðshlutdeild umboðsins yfir 30% á þessu ári. Meira
24. nóvember 2004 | Bílablað | 265 orð | 1 mynd

Schumacher íþróttamaður 20. aldar

Þýskir sjónvarpsáhorfendur hafa valið Michael Schumacher, sjöfaldan heimsmeistara ökuþóra í Formúlu-1, íþróttamann 20. aldarinnar í Þýskalandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.