Greinar sunnudaginn 12. desember 1999

Forsíða

12. desember 1999 | Forsíða | 60 orð

AOL og Wal-Mart í samstarf?

HORFUR eru á, að netþjónustufyrirtækið America Online sé nærri því að ganga frá samningi við stórmarkaðakeðjuna Wal-Mart, sem er sú stærsta í heiminum, um að bjóða sameiginlega upp á öfluga netverzlun. Meira
12. desember 1999 | Forsíða | 79 orð

Farþegaflugvél ferst á Azoreyjum

FARÞEGAFLUGVÉL með 35 manns innanborðs fórst á Azoreyjum í gær. Um miðjan dag í gær hafði ekkert spurzt um hvort einhver hefði komizt lífs af. Flugvélin var 64 sæta skrúfuþota af gerðinni ATP, smíðuð í Bretlandi, og tilheyrði flugfélagi Azoreyja, SATA. Meira
12. desember 1999 | Forsíða | 341 orð | 2 myndir

Króatar syrgja sjálfstæðishetju sína

FRANJO Tudjman, forseti Króatíu, lézt á sjúkrahúsi í Zagreb á föstudagskvöld, 77 ára að aldri. Frá þessu var greint í króatíska ríkissjónvarpinu aðfaranótt laugardags. Meira
12. desember 1999 | Forsíða | 285 orð

Tyrkir ánægðir með árangurinn

DAGINN eftir að þeir fjölguðu tilvonandi aðildarríkjum Evrópusambandsins (ESB) upp í 13 sátu leiðtogar ESB-ríkjanna fimmtán áfram á rökstólum í Helsinki í gær um fyrirhugaða stækkun sambandsins til austurs og suðurs. Meira

Fréttir

12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Aðventan gengur í garð

Tálknafirði- Nú líður senn að jólum og undirbúningur farinn vel af stað hjá mörgum. Eitt af því sem tilheyrir undirbúningi jólanna á Tálknafirði er aðventusamkoman þar sem fólk kemur saman til þess að hlýða á söng og talað orð. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Aðventuhátíð í Fríkirkjunni, Hafnarfirði

HIN árlega jólasöngs- og fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði hefst í dag, sunnudag, kl. 10. Barnakórar kirkjunnar, eldri og yngri deild, syngja og flytja ásamt 10-12 ára börnum jólasöngleikinn Babúska. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Bók um Louisu Matthíasdóttur afhent á æskuheimilinu

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri bauð til móttöku í Höfða á föstudag í tilefni af útgáfu bókar um Louisu Matthíasdóttur listmálara þar sem borgarstjóranum var afhent eintak af bókinni. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 109 orð

BSRB mótmælir frumvarpi fjármálaráðherra

SAMEIGINLEGUR fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun fjármálaráðherra að breyta einhliða leikreglum sem gilda um kjarasamninga hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Bækur seldar á 50% afslætti

BÓKAVARÐAN er verslun í Reykjavík sem selur og kaupir bækur, gamlar sem nýjar, frá 1540-1999. Vegna mikilla og hagstæðra innkaupa síðustu mánuði heldur verslunin sína árlegu útsölu í desembermánuði og hefst hún mánudaginn 13. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK H.Í. 12.-18. desember 1999. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Þriðjudaginn 14. desember kl. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 650 orð

Deilt um ábyrgð

ÖNNUR umræða um fjárlagafrumvarpið lauk í fyrrinótt. Talsverðar umræður urðu um vanda heilbrigðisstofnana. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Enn í lífshættu

ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar, sem lenti í hörðum árekstri við vöruflutningabíl á Reykjanesbraut við Strandaheiði á föstudag, er enn í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá lækni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ferjuflugvél snúið við

LÍTIL ferjuflugvél á þýsku kallmerki lenda í vandræðum um 180 mílur vestur af Keflavík í gær. Vélin fór héðan áleiðis til Narsarsuaq en sneri við vegna gangtruflana í mótor. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fyrirlestur um frumiðnað og framfaratrú

HREFNA Róbertsdóttir, sagnfræðingur og doktorsnemi í Lundi í Svíðþjóð, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 14. desember sem hún nefnir: "Frumiðnaður og framfaratrú." Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, í hádeginu kl. 12. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Gáfu Umhyggju afrakstur jólakortasölu

NÍU ára nemendur úr Skólaseli Ártúnsskóla hafa gefið Styrktarsjóði Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, afrakstur jólakortasölu sem þau útbjuggu sjálf og seldu með aðstoð leikskólakennaranna Magneu Einarsdóttur og Guðrúnar Erlu Björnsdóttur. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 175 orð

Grjót í gegnum þak í Neskaupstað

ÞAÐ var lán í óláni að enginn var staddur í sólstofunni á Blómsturvöllum 49 í Neskaupstað klukkan níu í gærmorgun því þá kom fimm kílóa grjóthnullungur niður um þak sólstofunnar, fór í gegnum borðstofuborð og skemmdi nokkra stóla. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Héldu að Katla væri að gjósa

MIKILL snjóbylur var í Vík í Mýrdal á föstudag og mitt í öllu fannferginu birtust eldglæringar í lofti og héldu sumir bæjarbúar að nú væri komið að því; Katla væri byrjuð að gjósa. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 498 orð

Hugðust gera flugvelli á Egilsstöðum og í Aðaldal

BANDARÍKJAMENN höfðu á árunum 1942 til 1944 uppi áform um að byggja stóra flugvelli á Egilsstöðum og í Aðaldal. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Jólabasar Kattavinafélagsins

JÓLABASAR Kattavinafélagsins verður haldinn, í dag, sunnudaginn 12. desember í Kattholti, Stangarhyl 2, milli kl. 13-17. Strætisvagnaleiðir 10 og 110. Margt fallegra og eigulegra muna á boðstólum. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Jólasveinarnir 13 í nýjum búningum í Ráðhúsi Reykjavíkur

ÍSLENSKU jólasveinarnir 13 munu leggja leið sína í ráðhús Reykjavíkur síðustu 13 dagana fyrir jól og heilsa þar upp á börn og fullorðna. Það eru Þjóðminjasafn Íslands og Möguleikhúsið sem hafa milligöngu um heimsóknir sveinanna. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kveikt á jólatré á Seltjarnarnesi

KIWANISKLÚBBURINN Nesodden við Oslóarfjörð sem er vinaklúbbur Kiwanisklúbbsins Nes á Seltjarnarnesi hefur undanfarin 28 ár sent Nesklúbbnum jólatré að gjöf. Sunnudaginn 12. desember kl. 17 verður tréð afhent Seltjarnarnesbæ og ljósin tendruð á því. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Kveikt á minnstu jólaskreytingunni á Selfossi

KVEIKT var á minnstu jólaskreytingunni á Selfossi og þó víðar væri leitað í vikunni. Það er Jón Bjarnason sem býr að Baugstjörn 1 á Selfossi sem státar af þessari skreytingu og leggur áherslu á einfaldleikann. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd

Kvöldmessa í Laugarneskirkju

NÚ höldum við síðustu kvöldmessu aldarinnar í Laugarneskirkju. Djassararnir góðu, Gunnar Gunnarsson, Matthías M.D. Hemstock, Sigurður Flosason og Tómas R. Einarsson, munu gleðja eyru okkar í ljúfri aðventusveiflu ásamt kór Laugarneskirkju. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Leiðrétt

Karl Gústaf Svíakonungur Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær um afhendingu Nóbelsverðlauna var ranglega sagt að Gústav Adolf Svíakonungur hefði verið viðstaddur verðlaunafhendinguna. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Leiðrétting

VEGNA mistaka í prentun féll út kafli af viðtali við Ómar Kristjánsson, vegna golfferðar til Malasíu, sem birt var í ferðablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 288 orð

Mikill áhugi á deCode Genetics í Bandaríkjunum

Dr. Kári Stefánsson var aðalræðumaður á jólafundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í Harvard-klúbbnum í New York fyrir fullu húsi. Meira
12. desember 1999 | Miðopna | 736 orð

M: Þú hefur lent í einhverjum...

M: Þú hefur lent í einhverjum ævintýrum í Reykjavík? G: Heldur fáum. Ég hafði gaman af að ganga um bæinn. Það var mikil tilbreyting frá göngutúrum um göturnar heima á Seyðisfirði. Þar var aðeins ein löng gata, þar sem maður mætti alltaf sama fólkinu. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 183 orð

Níu og hálft tonn flutt út

ÍSLENSKI lyfjaframleiðandinn Delta hf. er að hefja útflutning á hjartalyfinu Enalabril, sem notað er við háþrýstingi og hjartabilun, til Bretlands og Hollands. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð | 2 myndir

Næturflug til Kaupmannahafnar í sumar

Í LOK maí hefja Flugleiðir næturflug til Kaupmannahafnar, allt að sex sinnum í viku. Þetta er viðbót við annað flug Flugleiða til Kaupmannahafnar og verður þá flogið þangað fjórum sinnum á dag. 15. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ráðist á tvo menn og þeir rændir

RÁÐIST var á tvo menn í Reykjavík aðfaranótt sl. laugardags og þeir rændir. Þá gerði maður síðla nætur tilraun til að fleygja sér í höfnina við Miðbakka en lögreglumenn komu í veg fyrir það. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 490 orð

Rússar setja Grosníbúum afarkosti

RÚSSNESK hernaðaryfirvöld gáfu á mánudag íbúum Grosní, héraðshöfuðborgar Tsjetsjníu, frest fram á laugardag til að yfirgefa borgina eða deyja ella í fyrirhugaðri allsherjarárás rússneska hersins. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 176 orð

Sameining bókavarðafélaga

STOFNFUNDUR sameinaðs félags bókavarða og bókasafns- og upplýsingafræðinga sem tekur formlega til starfa hinn 1. janúar árið 2000 var haldinn í Norrænahúsinu föstudaginn 26. nóvember sl. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 1515 orð | 2 myndir

Schröder tekst að snúa vörn í sókn

ÞRIGGJA daga flokksþingi þýskra jafnaðarmanna (SPD) sem haldið var í Berlín, lauk á fimmtudag. Á skömmum tíma hefur staðan í þýskum stjórnmálum tekið tölvuverðum breytingum. Eftir röð ósigra í landsþingskosningum í haust var SPD í mikilli lægð. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 391 orð

Segja að hægt sé að hlífa Eyjabökkum

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ telur að komast mætti hjá því að sökkva Eyjabökkum undir lón ef strax yrði farið í að gera Hálslón og veita Jökulsá í Fljótsdal vestur í það. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 130 orð

Sjálfsbjörg fagnar breytingum

FÉLAGSFUNDUR Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu 27. nóvember 1999 ályktar eftirfarandi: "Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með þá breytingu á örorkumati almannatrygginga í þá veru að það byggist á læknisfræðilegum forsendum. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Skartgripavinnustofa opnuð

FRIÐRIK Freyr Flosason hefur opnað vinnustofu sína fyrir skartgripagerð að Laugavegi 1, bakhúsi. Friðrik útskrifaðist frá Iðnskólanum '98 í gull- og silfursmíði. Hann hélt fyrstu einkasýningu sína á Akureyri í nóvember sl. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Snjóþungt í Vík

MIKIÐ fannfergi er nú víða á Suðurlandi og í Vík í Mýrdal nær snjór víða upp að þökum húsa. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 49 orð

Stal bíl og ók á ljósastaur

UM sexleytið á laugardagsmorgun var tilkynnt að verið væri að brjótast inn í bíl við Langsholtsveg en þegar lögreglan kom á vettvang hafði bifreiðinni verið ekið á brott. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 267 orð

Starf leikhússtjóra auglýst

LEIKHÚSRÁÐ Borgarleikhússins hefur ákveðið að auglýsa starf leikhússtjóra laust til umsóknar. Ráðningartími núverandi leikhússtjóra, Þórhildar Þorleifsdóttur, rennur út næsta haust. Formaður leikhúsráðs greindi Þórhildi formlega frá ákvörðuninni í gær. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 778 orð | 1 mynd

Stálminnugir heimildamenn

Ólína Þorvarðardóttir fæddist 8. september 1958 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1979, BA-prófi í íslensku og heimspeki lauk hún frá Háskóla Íslands 1985, cand.mag. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Úthlutun styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar

ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar sem stofnaður var samkvæmt ákvæði í erfðaskrá þeirra hjóna. Meira
12. desember 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Þak Rafha-hússins brast undan snjóþunga

GÍFURLEGUR snjóþungi olli því að þak á hluta Rafha-hússins í Lækjargötu í Hafnarfirði brast. Ekki er ljóst hvenær þakið hefur gefið sig undan þunganum en um 20 björgunarsveitarmenn unnu að því að moka snjó af þeim hluta þaksins sem hélt. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 1999 | Leiðarar | 652 orð

UPPREISN GEGN VERÐLAGI

ÞAÐ fer ekki á milli mála að viðhorfsbreyting á sér nú stað meðal evrópskra neytenda. Um árabil hafa fyrirtæki komist upp með að bjóða vöru og þjónustu á uppsprengdu verði en nú virðist sem þróunin sé að snúast við. Meira

Menning

12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Að missa öll kílóin

VANESSA Collingridge, enskur fréttaritari í Rússlandi, fékk að upplifa þyngdarleysi í æfingaflugvél fyrir ofan borgina Star í grennd við Moskvu. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 158 orð | 3 myndir

Aðventugleði á Eyrarbakka

ÞRÁTT fyrir að frostið hafi komið í veg fyrir að lúðrasveitin gæti blásið af list var kveikt á jólatrénu við Álfsstétt á Eyrarbakka á laugardag og jólasveinarnir stálust úr hellinum hennar Grýlu mömmu til að vera með. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Algjör óþarfi

½ Framleiðandi: Kenneth M. Badish, John R. Cherry III, Larry Harmon. Leikstjóri: John R. Cherri III, Larry Harmon. Handritshöfundur: Jeffrey Pillars, Joseph Dattore. Kvikmyndataka: James Robb. Tónlist: Ýmsir. F. Murray Abraham, Bronson Pinchot, Gailard Sartain. (87 mín) Bandaríkin. Bergvík, 1999. Myndin er ekki við hæfi mjög ungra barna. Meira
12. desember 1999 | Myndlist | 838 orð | 1 mynd

Á mörkum tveggja aldatuga

Til 10. janúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur kr. 300. Ókeypis miðvikudaga. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 269 orð | 1 mynd

Bassinn er þungamiðja

Í KVÖLD kl. 21 hefjast tónleikar á Múlanum sem staðsettur er uppi á Sóloni Íslandus. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 205 orð | 1 mynd

Carrey á tunglinu

JIM Carrey segist hafa lifað sig svo inn í hlutverk sviðsspaugarans Andys Kaufmans í væntanlegri mynd Milos Foremans Maður á tunglinu eða "Man on the Moon" að hann gleymdi persónunni Jim Carrey. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Courtney Love vildi úr spjörunum

SÖNGKONAN Courtney Love úr hljómsveitinni Hole hefur aldrei verið kunn fyrir að fara troðnar slóðir; hún haslaði sér völl sem leikkona í mynd um klámkónginn Larry Flynt og í nýlegu myndbandi við lagið "Be A Man" sem spilað verður í fótboltamynd... Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 155 orð | 3 myndir

Drengileg þríþraut háð

HIN árlega Skólakeppni Tónabæjar fór fram á dögunum. Sex skólar í hverfinu, Austurbæjarskóli, Álftamýrarskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli og Tjarnarskóli tóku þátt að þessu sinni. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 417 orð | 2 myndir

Egypski prinsinn (The Prince of Egypt)...

Egypski prinsinn (The Prince of Egypt) Vel heppnuð biblíusaga sem sannar að teiknimynd hentar vel fyrir slík ævintýri. Myndin er ekki síður ætluð fullorðnum en börnum og er jafnvel dálítið óhugnanleg á köflum. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Ein af þeim betri

½ Framleiðandi: Niv Fichman. Leikstjóri: Francois Girard. Handritshöfundur: Don McKellar, Francois Girard. Kvikmyndataka: Alain Dostie. Tónlist: John Corigliano. Aðalhlutverk: Carlo Checchi, Jean Luc-Bideau, Jason Flemyng, Greta Scacchi, Silvia Chang, Samuel L. Jackson, Colm Feore, Don McKellar.(115 mín) Frakkland-Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er ekki við hæfi mjög ungra barna. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 395 orð | 2 myndir

Hafði ekki hugsað svona langt

ANNA Mjöll Ólafsdóttir söngkona verður þriðji Íslendingurinn til að syngja í Metropolitan-óperunni, þegar hún kemur þar fram í kvöld ásamt Julio Iglesias. Áður hafa Kristján Jóhannsson og María Markan þanið raddböndin á þessum merka stað. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 370 orð | 3 myndir

Í greni glæpaforingjans

KVIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir spennumyndina "In Too Deep" með Pam Grier, Omar Epps og LL Cool J í leikstjórn Michael Rymers. Meira
12. desember 1999 | Myndlist | 970 orð | 4 myndir

LÍFSHLAUP

Opið alla daga frá 12-18. Lokað mánudaga. Til 30. janúar. Aðgangur 200 krónur. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 171 orð | 1 mynd

Metallica í næstu mynd Cruise

METALLICA hefur tekið boði um að taka þátt í óleysanlegu verkefni; framhaldi kvikmyndarinnar Mission Impossible með Tom Cruise í aðalhlutverki. Er búist við að hún verði frumsýnd árið 2000. Meira
12. desember 1999 | Tónlist | 575 orð | 1 mynd

Syngjandi gítar

Jón Ásgeirsson: Tíu íslensk þjóðlög: Eitt sinn fór ég yfir Rín, Vera mátt góður, Þig ég unga þekkti best, Sofðu unga ástin mín, Stúlkurnar ganga, Sumri hallar, Þrjú kvæðalög, Kvæðalag II, Hátíð fer að höndum ein, Einum unni ég manninum. Johann Sebastian Bach: Partíta í E-dúr, BWV 1006a. Fernando Sor: Sex Bagatellur, op. 43. Einleikur: Arnaldur Arnarson. Lengd: 60'31. Útgáfa: Merlin Classics MRFD99102. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Systkinakærleikur

Framleiðendur: Amir og Mohammad Esfandiari. Leikstjórn og handrit: Majid Majidi. Kvikmyndataka: Malekzedeh. Aðalhlutverk: Mir Farrokh Hashemian, Bahare Seddigi og Amir Naji. (90 mín.) Íran. Skífan, nóvember 1999. Öllum leyfð. Meira
12. desember 1999 | Menningarlíf | 35 orð

Tveir kórar í Grensáskirkju

KARLAKÓR Kjalnesinga og Landsvirkjunarkórinn halda aðventutónleika í Grensáskirkju, þriðjudaginn 14. desember kl. 20:30. Þuríður G. Sigurðardóttir sópran syngur einsöng. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 236 orð | 1 mynd

Vinnutörn framundan hjá Spielberg

STEVEN Spielberg tók sér langa hvíld eftir gerð stórmyndarinnar Björgun óbreytts Ryans. En nú ætlar hann aftur að hefjast handa og listinn er langur. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Vondir þýskarar

Leikstjóri: George Mihalka. Aðalhlutverk: Myle MacLachlan. (95 mín.) Bandaríkin. Skífan, 1999. Bönnuð innan 16 ára. Meira
12. desember 1999 | Fólk í fréttum | 1069 orð | 1 mynd

Því að þeirra er framtíðin

Hey, Johnny!, geisladiskur hljómsveitarinnar Mínus. Sveitina skipa þeir Björn Stefánsson (trommusláttur), Krummi Björgvins (söngur, hljóðgervill), Ívar Snorrason (bassi), Bjarni Sigurðarson (gítarar) og Frosti Logason (gítarar, píanó). Meira

Umræðan

12. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 578 orð | 2 myndir

Ár aldraðra

ÁRIÐ 1999 er tileinkað öldruðum samkvæmt samþykkt Sameinuðu þjóðanna, sem er lofs- og þakkarvert, já, að við, sem fyllum þann flokk skulum komast í sviðsljósið á alheimsvísu. Það líður að lokum árs aldraðra, eða hvað? Meira
12. desember 1999 | Bréf til blaðsins | 254 orð

Mæðrastyrksnefnd færð 350 kjötlæri að gjöf

STARFSEMI Mæðrastyrksnefndar stendur sem hæst um þessar mundir og bíður nefndarkvenna mikil vinna um helgina við að fara yfir hundruð umsókna sem borist hafa um aðstoð um jólin Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar hefur staðið yfir frá því í aðventubyrjun en... Meira
12. desember 1999 | Aðsent efni | 2759 orð | 1 mynd

Réttarfar í kreppu

Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 286/1999 vekur veigamiklar spurningar um starfshætti réttarkerfisins, segir Tómas Gunnarsson. Spurningar sem lögmenn og aðrir lögfræðingar hafa ekki treyst sér til að nefna eða fjalla um. Réttarkerfi sem leyfir ekki og þolir ekki gagnrýna umræðu veslast upp. Meira

Minningargreinar

12. desember 1999 | Minningargreinar | 216 orð | 1 mynd

ARNGRÍMUR JÓNASSON

Arngrímur Jónasson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1945. Hann lést á Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn 27. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 7. desember. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 649 orð | 1 mynd

BJÖRG BJARNADÓTTIR

Björg Bjarnadóttir fæddist á Geitabergi í Svínadal 26. janúar 1909. Hún lést 25. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. desember. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 2481 orð

Einar Ólafur Sveinsson

ÞAÐ LEIKUR ekki á tveim tungum að ekki finnast margir jafningjar Einars Ólafs Sveinssonar prófessors í íslenskum fræðum. Um þessar mundir eru liðin hundrað ár frá fæðingu hans og má ekki minna vera en hans sé minnst með nokkrum orðum við þessi tímamót. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 720 orð | 1 mynd

ERLENDUR GUÐLAUGUR ÞÓRARINSSON

Erlendur Guðlaugur Þórarinsson fæddist í Siglufirði 21. júlí 1911. Hann lést 16. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 27. nóvember. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 583 orð | 1 mynd

Guðrún Ingibjörg Jóhannesdóttir

Guðrún Ingibjörg Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1903. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 2. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 9. desember. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 675 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Barðavogi 20, Reykjavík, var fædd í Áskoti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, 2. apríl 1907. Hún lést á öldrunardeild Landakotsspítala 1. desember síðastliðinn. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 811 orð

RAGNHEIÐUR KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR

"Ég fylgi öldinni," var amma Kristín vön að segja þegar hún var spurð um aldur. Hún hefði því áreiðanlega fyllt þann flokk sem telur öldinni lokið um næstu áramót því 8. desember sl. hefði hún orðið 100 ára. Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÞÓRODDSDÓTTIR

Sigríður Þóroddsdóttir fæddist að Alviðru í Dýrafirði 13. nóvember 1915. Hún lést 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóroddur Davíðsson, f. 1874, d. 1956 og María Ólöf Bjarnadóttir, f. 1881, d.1969. þau bjuggu lengst af á Alviðru í... Meira
12. desember 1999 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR

Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 24. júní 1919. Hún lést 3. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 10. desember. Meira

Daglegt líf

12. desember 1999 | Ferðalög | 721 orð | 5 myndir

Aðventa með óvæntu ævintýri

Óbyggðirnar kalla, ég verð að gegna þeim. Ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kemst heim," hljómaði í huganum á leiðinni heim úr aðventuferð Ferðafélags Íslands helgina 27.-28. nóvember sl. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 263 orð | 1 mynd

Bílaframleiðendur meðal stærstu auglýsenda

VOLKSWAGEN samsteypan varði mestu í auglýsingar allra bílaframleiðenda í Evrópu á síðasta ári og skaust þar með fram úr PSA/Peugeot-Citro¸n, sem varði mestum fjármunum í auglýsingar 1997. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 347 orð | 2 myndir

Danmörk Kaupmannahöfn Um þessar mundir stendur...

Danmörk Kaupmannahöfn Um þessar mundir stendur yfir sýning í danska hönnunarsafninu, Kunstindustrimuseet, sem er til húsa í fyrrum konunglega Frederiksspítalanum, í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá stofnun Frederikstade, sem er konunglegi hluti... Meira
12. desember 1999 | Bílar | 195 orð

Ecobasic hugmynd Fiat að smábílum

FIAT hyggst gjörbylta útliti, innri frágangi og framleiðslu á næstu kynslóð smábíla sinna. Um mánaðamótin gafst færi á að skynja hvað framtíðin gæti borið í skauti sér í þessum efnum en þá var frumsýndur Ecobasic hugmyndabíllinn. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 510 orð | 3 myndir

Eina nótt með blátt blóð í æðum

Á Parador San Marcos-hótelinu í borginni León á Spáni dvaldist Hrönn Marinósdóttir eina nótt og sveif um gulli skrýdda ganga. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 363 orð | 2 myndir

Fyrst Yaris - síðan Multipla

YARIS, nýi smábíllinn frá Toyota, hlaut virtustu verðlaun sem bifreiðaframleiðanda geta hlotnast í Evrópu um miðjan síðasta mánuð, þegar 55 bílablaðamenn frá 20 Evrópulöndum, völdu hann Bíl ársins fyrir árið 2000. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 124 orð | 1 mynd

Galloper framleiddur a.m.k. til ársloka 2001

GALLOPER-jeppinn, sem Hekla hf. hefur umboð fyrir, verður framleiddur að minnsta kosti til loka ársins 2001. Gísli Vagn Jónsson, markaðsstjóri hjá Heklu, segir að Galloper hafi verið á markaði hérlendis frá apríl 1998. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 84 orð

GM kaupir í Subaru

GM greiðir sem svarar rúmlega 100 milljörðum íslenskra króna fyrir 20% hlut í Fuji Heavy Industries, framleiðanda Subaru-bílanna. Samningur um kaupin var undirritaður sl. föstudag. Þar með verður GM stærsti einstaki hluthafi í Fuji Heavy Industries. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 552 orð | 1 mynd

Hægt að borða án þess að tæma veskið

MARGA litla og skemmtilega veitingastaði má finna við Lille Torg í Malmö í Suður-Svíþjóð að sögn Ýrar Jónasdóttur listfræðings sem búsett hefur verið í Svíþjóð í meira en áratug. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 16 orð

Izakaya Koi, Lille Torg 5, Malmö.

Izakaya Koi, Lille Torg 5, Malmö. La Couronne, Södra Förstadsgatan 36, Malmö. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 906 orð | 4 myndir

Í sjö ár að gera upp Chevrolet '42

MARGIR sem komnir eru á efri ár og jafnvel yngri menn muna eftir Chevrolet mjólkurbílunum sem Kaupfélag Árnesinga átti og rak og síðar Mjólkurbú Flóamanna um miðja öldina. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 202 orð | 1 mynd

Ljósadýrð í París um árþúsundamót

STAFRÆNA klukkan utan á Eiffelturninum í París heldur áfram að telja niður dagana, mínúturnar og sekúndurnar sem eftir lifa af þessu árþúsundi enda eru Frakkar í óða önn að undirbúa sig undir hátíðahöldin miklu sem telja hundruð viðburða vítt og breitt... Meira
12. desember 1999 | Bílar | 139 orð

Notkun dísilvéla eykst

DÍSILKNÚNIR bílar verða um 30% af heildarfólksbílasölunni í Evrópu árið 2002 sem er 22% aukning frá árinu 1998. Þetta kemur fram í niðurstöðum athugana ráðgjafarfyrirtækisins J.D. Power. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 114 orð | 2 myndir

Næturflug til Kaupmannahafnar í sumar

Í LOK maí hefja Flugleiðir næturflug til Kaupmannahafnar, allt að sex sinnum í viku. Þetta er viðbót við annað flug Flugleiða til Kaupmannahafnar og verður þá flogið þangað fjórum sinnum á dag. 15. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 170 orð

Samningum sagt upp við Toyota-umboð

TOYOTA í Evrópu hefur sagt upp samningum við alla innflytjendur Toyota-bíla í Evrópu, 3.700 talsins, frá og með áramótum 2001 og 2002. Gerður verður nýr samningur við um helming umboðsaðila. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 206 orð | 1 mynd

Sjö þúsund króna þóknunargjald fyrir aðstoð við að finna hótel

SÍFELLT fer þeim fjölgandi sem kaupa sér farmiða hjá Netklúbbi Flugleiða. Ef viðskiptavinir snúa sér síðan til sölufólks á söluskrifstofum Flugleiða til að láta bóka fyrir sig hótelgistingu eða bílaleigubíl kostar sú þjónustua 7.000 krónur aukalega. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 676 orð | 5 myndir

Snöggur Pajero Sport með bensínvél

PAJERO Sport, jeppinn frá Mitsubishi, er nú boðinn hérlendis meðbensínvél og er það ekki síðri kostur en útgáfan með dísilvél enda ekki öllum þénugt að nota dísilvélar í bílum sínum. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 353 orð

Think-rafbíll smíðaður af Ford í Noregi

EINI bílaframleiðandi Noregs, Think Nordic, hefur bílaframleiðslu í þessum mánuði. Þetta er lítið fyrirtæki, jafnvel á norskan mælikvarða, en nægilega eftirtektarvert til þess að Ford risafyrirtækið keypti 51% hlut í því á síðasta ári. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 390 orð | 1 mynd

Vetnisbíll DaimlerChrysler á sama verði og dísilbíll

DAIMLERCHRYSLER hefur ákveðið að verðviðmiðun fyrir fyrsta vetnisbíl sinn sem er þó ekki væntanlegur á markað fyrr en eftir fimm ár. Líklegast þykir að vetnisbíll verði útgáfa af Mercedes-Benz A-bílnum. Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 525 orð | 2 myndir

Þar sem borðin hreyfast og barinn hverfur

Ian Schrager Hotels er ein umtalaðasta hótelkeðja heims sem nú er komin til London. Birna Helgadóttir segir að St. Martins Lane, rétt við Trafalgar Square, sé nýjasti staður þeirra sem fylgja stíft tískunni í London. Meira
12. desember 1999 | Bílar | 12 orð

Þessir hafa unnið

Fiat Tipo Citroën XM Renault Clio Volkswagen Golf Nissan Micra Ford Mondeo Fiat Punto Fiat Bravo/Brava Renault Scenic Alfa Romeo 156 Ford... Meira
12. desember 1999 | Ferðalög | 130 orð | 1 mynd

Þórsmerkurpar

"Við kynntumst í Þórsmörk um Verzlunarmannahelgina árið 1956. Meira

Fastir þættir

12. desember 1999 | Í dag | 27 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 12. desember, verður sextug Sigrún Símonardóttir, tryggingafulltrúi hjá sýslumanninum, Berugötu 2, Borgarnesi. Eiginmaður hennar er Ólafur A. Steinþórsson. Þau verða að... Meira
12. desember 1999 | Í dag | 25 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 12. desember, verður sextugur Smári Guðsteinsson, Hrauntúni 63, Vestmannaeyjum. Hann og eiginkona hans, Eygló Einarsdóttir, halda daginn hátíðlegan á... Meira
12. desember 1999 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. ágúst í Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd af sr. Magnúsi Erlingssyni Elínborg Herbertsdóttir og Benóný Arnór Guðmundsson. Heimili þeirra er að Mávabraut 9a,... Meira
12. desember 1999 | Í dag | 418 orð

Fólk í fyrirrúmi

FÓLK í fyrirrúmi hefur verið slagorð Framsóknarflokksins af og til á fjögurra ára fresti. Framsóknarflokkurinn á að vera í bestu aðstöðu til að fá fram leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja. Meira
12. desember 1999 | Í dag | 83 orð

ÍSLENSK VÖGGULJÓÐ

Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á Hörpulaufið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog væri um skeið vofa í hverjum skugga? Meira
12. desember 1999 | Fastir þættir | 694 orð

Kirkja úr bjargi byggð

Dómkirkjan í Hjaltadal var byggð úr rauðgrýti nálægs fjalls, Hólabyrðu. Helgi kirkjunnar fer ekki framhjá neinum, segir Stefán Friðbjarnarson, sem leggur leið sína heim til Hóla. Meira
12. desember 1999 | Dagbók | 700 orð

Skipin

Hafnarfjarðarhöfn: Hvítanes, Polar Arctic, Gulldrangur og Lagarfoss koma á morgun. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Sólvallagötu 48, sími 5514349, gíró 36600-5. Skrifstofan er opin virka daga til jóla frá kl. 14-18. Meira
12. desember 1999 | Í dag | 622 orð

VÍKVERJI hefur tekið tölvutæknina í sína...

VÍKVERJI hefur tekið tölvutæknina í sína þjónustu og líkar vel að geta borgað reikninga á Netinu og losnað þar með við biðraðir í bönkum og sparisjóðum. Meira

Íþróttir

12. desember 1999 | Íþróttir | 1298 orð

Martröð varnarmannsins

ÞEGAR menn eru ókrýndir konungar evrópskrar knattspyrnu geta þeir leyft sér að segja býsna margt en flestir geta verið sammála um að Sir Alex Ferguson hafi oft mælt af meiri visku en þegar hann lét hafa eftir sér í haust að írski landsliðsmiðherjinn... Meira

Sunnudagsblað

12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 78 orð

500 þús. gestir árið 2020?

SAMKVÆMT upplýsingum frá Alþjóðaferðamálaráðinu er gert ráð fyrir að aukning í umsvifum í ferðaþjónustu í heiminum nemi um 60% til ársins 2010 og öðrum 60% til ársins 2020. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 145 orð

Bandarískir ferðamenn í meirihluta

BANDARÍKJAMENN voru fjölmennastir erlendra ferðamanna á Íslandi fyrstu tíu mánuði þessa árs, en á þeim tíma komu alls 32.209 gestir þaðan til landsins, sem er 9,4% fjölgun frá liðnu ári. Bretar fylgja í kjölfarið, en alls komu 27. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 3087 orð | 1 mynd

Bréf til Brands

HÉR í upphafi gerir bréfritari nokkra grein fyrir bréfunum, en síðan er gripið niður í eitt þeirra. Um bréfin Fyrir nokkrum árum fór fóstri minn, Brandur Ólafsson í Toronto, þess á leit við mig að ég skrifaði upp sögur sem ég hefði sagt sér ungum. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 188 orð

BYLTINGARKENNDUR SÓSÍALISMI

BANDARÍSKA rokksveitin Rage Against the Machine kom eins og stormsveipur inn í bandarískt rokklíf með fyrstu skífu sinni fyrir sjö árum. Tónlist sveitarinnar var gríðarlega kraftmikið rappskotið rokk og textarnir vel ortir og hápólitískir. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 221 orð

DR. DRE SNÝR AFTUR

EIN ÁHRIFAMESTA plata rappsögunnar er The Chronic með Dr. Dre, því ekki er bara að hún seldist í bílförmum og gerði hann að milljónungi, heldur hafði hún gríðarleg áhrif á þróun rappsins og kynnti til sögunnar einn frægasta rappara seinni ára, Snop Doggy Dog. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 3764 orð

Dreng á eg einn

Þrjú af börnum Ingibjargar og Þorgríms gullsmiðs á Bessastöðum náðu fullorðinsaldri. Grímur var þeirra yngstur, fæddur 1820. Faðir hans hafði mikinn metnað fyrir hönd sonarins og orti: Dreng á eg einn dável gáfaðan ... Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 334 orð

Ferðamaður framtíðarinnar eldri að árum

MAGNÚS Oddsson ferðamálastjóri kveðst gera ráð fyrir á grundvelli fyrirliggjandi gagna um meðalaldur á Vesturlöndum, sem hækkar ört, og lægri eftirlaunaaldur, að ferðamaður næsta áratugar verði eldri en almennt gerist nú, hann ferðist oftar og til fleiri... Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 1302 orð

FIMM VERKSMIÐJUR Í FJÓRUM LÖNDUM

REKSTUR Sæplasts hf. á Dalvík hefur vaxið mjög hratt síðustu misseri. Félagið rekur nú fjórar verksmiðjur í jafnmörgum löndum og tekur við þeirri fimmtu um næstu áramót og verða starfsmenn þess þá orðnir um 220 talsins. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 2939 orð | 3 myndir

Frá Kasakstan til Kaplaskjóls

KVÖLDIÐ áður en ég hitti systurnar frá Kasakstan er verið að sýna bandaríska bíómynd í sjónvarpi, þar sem Harrison Ford í gervi Bandaríkjaforseta er hrepptur í háloftaprísund af völdum snældugalins hryðjuverkamanns frá Kasakstan með kjarnorkuvopn undir... Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 437 orð

Froskaðar lagasmíðar

The Invincible Frogs Planet, geisladiskur Frogs. Sveitin er samstarfsverkefni Gunnars Bjarna Ragnarssonar (Jet Black) og ónefndrar söngkonu að því er næst verður komist en annars eru upplýsingar með geisladiski heldur fátæklegar. Öll lög og textar eru eftir Jet Black fyrir utan "She said, She said" sem er eftir Lennon og McCartney og lagið "Desire" sem er eftir Jet Black og Karólínu. 30,07 mín. Stöðin ehf. gefur út. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 331 orð | 2 myndir

Grímsá hækkar mikið

MIKLAR verðhækkanir hafa nú orðið á veiðileyfum í Grímsá í Borgarfirði og um leið hefur þrengt verulega að íslenskum stangaveiðimönnum þar eð fáir slíkir munu verða á bökkum árinnar fyrr en um eða eftir miðjan ágúst. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 536 orð

Haukur Heiðar á notalegum nótum

Geisladiskur Hauks Heiðars Ingólfssonar og félaga, sem eru: Árni Scheving á bassa, víbrafón og harmónikku, Alfreð Alfreðsson á trommur, Vilhjálmur Guðjónsson gítar og saxófónn og Einar Scheving trommur og slagverk. Útsetningar: Árni Scheving og Haukur Heiðar. Upptökustjórn: Árni Scheving. Upptökur og hljóðblöndun: Gunnar Smári Helgason. Útgefandi: Spor. Hönnun umslags: Nonni og Manni, Dreifing: Skífan. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 1458 orð | 3 myndir

Háspenna - lífshætta

Sigurfinni Jónssyni hefur þrátt fyrir fötlun sína tekist að halda stöðu sinni í fremstu röð íslenskra skotveiðimanna og gengur til rjúpna, veiðir lax, og bregður sér jafnvel á villisvínaveiðar í Póllandi þótt kominn sé fast að sjötugu. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 893 orð | 1 mynd

Í fílabeinsturninum

ÞAÐ er stundum erfitt að vera stjórnmálamaður. Hvaða leið á að fara, hvaða ákvörðun á að taka? Á að elta fjöldann eða ganga á móti straumnum? Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 146 orð | 1 mynd

Kasakstan

Í Kasakstan búa um 17 milljónir, þar af um helmingur Kasakstanar, rúmur þriðjungur Rússar og afgangurinn fólk af þýskum uppruna. Þar til landið var sjálfstætt árið 1992 var höfuðborgin Almaty en forseti lýðveldisins flutti hana til Astana. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 517 orð

Lágstemmd draumkennd naumhyggja

VESTUR í Bandaríkjunum eru margar stefnur í rokkinu og getur verið erfitt að henda reiður á þeim óteljandi afbrigðum sem koma fram um stund og hverfa jafnharðan aftur. Gróskan hefur verið einna mest í hægfara framsæknu rokki þar sem lítið er lagt upp úr hljóm og fínheitum, en þess meira spáð í sköpun og frumleika. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 997 orð

LITLU SKREFIN ERFIÐUST

"ÞIÐ Íslendingar hafið alla möguleika á að verða fordæmi annarra þjóða vegna þess að landið ykkar er smækkuð mynd af alheiminum (e. microcosmos) og þjóðin er vel upplýst," segir Bernward Geier, framkvæmdastjóri IFOAM samtakanna. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 2194 orð

Markaður sem vex ört

Áhugi neytenda á lífrænum matvælum hefur aukist mjög á allra síðustu árum samfara auknum áhuga á heilsu- og umhverfisvernd. María Hrönn Gunnarsdóttir varð margs vísari um lífræna ræktun á ráðstefnum IFOAM í Flórens á Ítalíu nýlega. Hún frétti m.a. að einn stærst vandi lífræns landbúnaðar er ekki lítil eftirspurn heldur sá að ekki tekst að framleiða nóg fyrir sífellt stærri neytendahóp. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 110 orð

Miklar breytingar á 15 árum

EF litið er til seinustu fimmtán ára hefur orðið rúmlega tvöföldun þegar litið er til fjölda erlendra gesta hér á landi, nær fimmföldun í raunvirði gjaldeyristekna og hlutfall gjaldeyristekna af ferðaþjónustu í heildargjaldeyrisöflun, hefur vaxið úr 5% í... Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 1625 orð

"Einmanaleikinn í hvers konar myndum"

ÞAÐ er oft ákaflega forvitnilegt að horfa á land og þjóð með gests augum. Segja má að í sérkennilegum lýsingum erlendra ferðamanna á Íslandi og Íslendingum, einkum fyrr á öldum, birtist aðallega tvennt, fyrir utan að sjálfsögðu forvitnilega nálgun. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 2240 orð

"og hleypur, þegar hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi"

ÞESS er skemmst að minnast að Vestur-Íslendingar, sem nutu gestrisni forseta vors á Bessastöðum, sönnuðu þjóðbræðrum sínum á Fróni að Jónas Hallgrímsson lifir í ljóðum sínum beggja megin Atlantsála. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 302 orð

Sjúkt fólk í leit að lækningu

"EN í hringiðu hlutaveltunnar, þar sem fjöldinn skemmtir sér, leynast ætíð nokkrir sem troðast undir. Frétt um ekkju austur á landi sem hreppir lottóvinning gleður hjartað. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 183 orð

SNJALLIR SPUNAMENN

ÞEIR félagar Method Man og Redman hafa báðir getið sér orð sem sólóstjörnur og Meth líkast til með þekktustu rappsmiðum seinni ára. Báðir þykja þeir snjallir spunamenn og því vart við öðru að búast en góðri útkomu þegar þeir leggja saman í púkk. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 2555 orð | 1 mynd

Spilafíklar skipta þúsundum

UM 900 spilakassar eru á liðlega 370 stöðum í landinu. Eðli spilakassanna er ólíkt, þeir eru með mismunandi peningaspil og veita misháa vinninga, og þeir eru ýmist á veitingastöðum eða söluturnum. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 1434 orð

Sprengingin mikla í Halifax

Segja má að 6. desember 1917 hafi verið mikill örlagadagur í sögu Halifax í Nova Scotia. Þennan dag varð hörmulegt slys sem enn í dag er minnst. Svavar G. Jónsson kynnti sér þennan atburð og verður hann rakinn hér á eftir. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 233 orð

Stefnir í 260 þús. gesti

FYRSTU tíu mánuði ársins nemur fjölgun erlendra gesta til landsins um 26 þúsundum, frá sömu mánuðum í fyrra, eða 12,3%, og stefnir tala ferðamanna í 260 þúsund manns sem er nýtt met í þeim efnum. Í októbermánuði einum fjölgaði ferðamönnum um 3. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 1759 orð | 1 mynd

Stóraukin eiturlyfjaframleiðsla Afghana veldur áhyggjum

Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna hefur Afghanistan nú tekið afgerandi forystu í ræktun á ópíumi og framleiðslu á heróíni sem úr því er unnið. Kári Þór Samúelsson segir að ef marka megi skýrsluna séu nú allt að 75 prósent af heróíni á heimsmarkaði unnin úr ópíumi sem ræktað er í Afghanistan. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 205 orð

Stök tré verða ekki skógur

Tré eru okkur ofarlega í huga núna þegar verslun með jólatré stendur sem hæst og ljós prýða önnur tré umhverfisins í æ ríkari mæli í skammdeginu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Markús Runólfsson, formann Skógræktarfélags Rangæinga, um skógrækt fyrr og nú. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 120 orð

Tekjur ekki í samræmi við fjölda

GJALDEYRISTEKJUR af erlendum ferðamönnum hafa ekki aukist í réttu samræmi við fjölgun ferðamanna, en fara þó jafnt og þétt vaxandi. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 2365 orð | 1 mynd

Teljum Netið gullið tækifæri en ekki nema takmarkaða ógn

BRÉFBERAR hafa alltaf meira að gera á þessum árstíma en öðrum vegna þeirrar gömlu hefðar að fólk sendir hvert öðru jólakort. Og jólakortið lifir þó einhverjir kunni að láta rafræn-kort duga síðan sú merkilega uppfinning, Netið, tók völdin í heiminum. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 734 orð

Ylhýr ullarsokkur

Leggur og skel, geisladiskur með tónlist að mestu eftir Magnús Þór Sigmundsson við ljóð Margrétar Jónsdóttur. Einnig eru lög eftir Rafn Jónsson, Jón Ásgeirsson, Sigurð Rúnar Jónsson og Auði Haraldsdóttur, auk þjóðlaga og þjóðvísna. Meira
12. desember 1999 | Sunnudagsblað | 416 orð

Það þarf að rýna niður fyrir fætur sér

Hjálmar R. Bárðarson er enn að og lætur engan bilbug á sér finna við útgáfu stórbóka sinna um Ísland og íslenska náttúru. Nú er út komin Íslenskur gróður og má segja að ein bók hafi orðið að tveimur, því í upphafi var riðið úr hlaði með þau áform að gefa út bókina: Íslenskt grjót og gróður. En efnið sprengdi af sér öll áform, 1995 kom úr bókin Íslenskt grjót og nú, 1999, Íslenskur gróður. Sem fyrr sker Hjálmar sig úr með því að hann gefur sjálfur bækur sínar út. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.